Pam skrifaði:
Buongiorno, sto eseguendo questo modello ma non mi ritrovo con le misure. Per la taglia 44/46 mi dice di calare i due punti centrali (dopo il bordo a coste) per 9 volte ogni 2 cm. Sotto mi dice che arrivati a 17cm dal bordo di avvio (quindi compresi i 5 cmm a coste) devo cominciare a suddividere le maglie per lavorare il tallone, ma se i primi cali li devo fare ogni 2 cm mi troverò ad avere 23 cm dall’inizio del lavoro. Quanti cm devo avere quindi? Grazie
20.10.2025 - 15:38DROPS Design svaraði:
Buonasera Pam, grazie per la segnalazione, abbiamo corretto il testo. Buon lavoro!
20.10.2025 - 22:56
Bianca skrifaði:
Buongiorno, vorrei sapere cosa vuol dire passare ai ferri doppia punta del 3 + 6mm. A cosa si riferiscono i 6 mm? Grazie
16.10.2025 - 01:15DROPS Design svaraði:
Hi Bianca, there is a mistake there. It should be: 'Passare ai ferri a doppia punta n° 3 mm. Lavorare a maglia rasata e diminuire..'. We will correct it. Thank you. Happy knitting!
16.10.2025 - 08:42
Cecilie Bak skrifaði:
Hej, kan det passe at foden skal måle 25 cm fra hælen? Det virker voldsomt.
29.10.2024 - 22:38DROPS Design svaraði:
Hej Cecilie, det kommer an på hvilken størrelse du strikker, den største størrelse skal blive 30 cm i længden på foden :)
30.10.2024 - 07:08
Satsuki skrifaði:
Hej. Är beskrivningen ’Byt till strumpstickor 2,5 Sticka runt i resår (2 rätmaskor, 1 avigmaska) i 5-5-5 cm’ egentligen (1 rätmaska, 1 avigmaska)? Antalet maskor passar annars inte samt bilden ser ut som 1 rät 1avig.
08.11.2023 - 12:49DROPS Design svaraði:
Hej, ja du strikker rundt i resår med 1 r, 1 am :)
10.11.2023 - 15:16
Paulina skrifaði:
Witam, jakimi drutami należy zrobić próbkę?
28.10.2023 - 10:02DROPS Design svaraði:
Witaj Paulino, próbkę wykonujemy na tych drutach, którymi jest wykonana główna część ubrania (nie ściągacze, obszycia/brzegi), są to zwykle grubsze druty, chyba że w opisie jest zaznaczone inaczej. W tym przypadku wykonasz próbkę na drutach nr 3. Pozdrawiamy!
30.10.2023 - 08:33
Seaside Streakers#seasidestreakerssocks |
|
![]() |
![]() |
Prjónaðir sokkar fyrir herra úr DROPS Nord. Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Stærð 38 – 46.
DROPS 246-38 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HÆLÚRTAKA UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-7-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-7-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-6-6 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-6-6 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 14-16-18 lykkjur eru eftir á prjóni. ÚRTAKA (á við um úrtöku fyrir tá): Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, (prjónamerkið situr hér), prjónið 2 lykkjur snúið slétt saman (2 lykkjur færri). Endurtakið við hitt prjónamerkið. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður, frá stroffi niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 70-76-80 lykkjur jafnt yfir á sokkaprjóna 3 með DROPS Nord. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið stroffprjón hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5-5-5 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið sléttprjón og fækkið um 6-6-4 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 64-70-76 lykkjur. Þegar stykkið mælist 7-7-7 cm er lykkjum fækkað í byrjun og í lok umferðar þannig (mitt aftan á sokk): Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið sléttprjón þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur snúið slétt saman og prjónið 1 lykkju slétt (2 lykkjur færri). Endurtakið úrtöku með ca 1½-1-1 cm millibili alls 5-7-9 sinnum = 54-56-58 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 15-16-17 cm frá uppfitjunarkanti. Nú er fyrstu 13-14-15 lykkjum haldið á prjóni, setjið næstu 28-28-28 lykkjur á þráð (mitt ofan á fæti) og haldið eftir síðustu 13-14-15 lykkjum á prjóni = 26-28-30 lykkjur fyrir hæl. Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur í 6-6½-7 cm. Setjið eitt prjónamerki mitt í hæl – það á að mæla á fótinn héðan. Nú byrjar HÆLÚRTAKA – lesið útskýringu að ofan! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 16-17-18 lykkjur meðfram hvorri hlið á hæl, þær 28-28-28 lykkjur af þræði eru settar til baka á prjóninn = 74-78-82 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð hvoru megin við 28-28-28 lykkjur ofan á fæti. Prjónið hringinn í sléttprjóni, JAFNFRAMT því sem lykkjum er fækkað í hvorri hlið þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjur á undan 28-28-28 lykkjum ofan á fæti snúið slétt saman (þ.e.a.s. prjónað er í aftari lykkjubogann í stað framan), þær 2 fyrstu lykkjur á eftir 28-28-28 lykkjum eru prjónaðar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 12-12-12 sinnum = 50-54-58 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 19-22-25 cm frá prjónamerki á hæl – nú eru eftir 5-5-5 cm að loka máli. Setjið 1 merkiþráð í hvora hlið á sokknum þannig að það verða 26-28-28 lykkjur ofan á fæti og 24-26-28 lykkjur undir fæti. Lykkjum er fækkað fyrir tá hvoru megin við báða merkiþræðina – lesið ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í hvorri hlið í annarri hverri umferð alls 7-6-7 sinnum og eftir það í hverri umferð 3-5-4 sinnum = 10-10-12 lykkjur á prjóni. Í næstu umferð eru prjónaðar 2 og 2 lykkjur slétt saman. Klippið þráðinn, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Prjónið hinn sokkinn á sama hátt. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #seasidestreakerssocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 246-38
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.