Anne Save skrifaði:
Bravo
19.12.2024 - 18:50
Wakkawakkawakka skrifaði:
FYI, someone is selling this and other DROPS patterns on Etsy. I would provide a link, but this form doesn’t let me. The ship is called DigitalonlyCrafts
22.06.2024 - 17:12DROPS Design svaraði:
Dear Wakkawakkawakka, thank you for the information. We will redirect this information to the relevant department. Happy crochetting!
23.06.2024 - 18:59
Montse skrifaði:
Bonjour, j'aimerais tricoter ce joli top juste avec 4 couleurs: naturel, lilas, turquoise clair et wasabi. Pourriez-vous m'indiquer comment faire pour calculer la quantité de pelotes de laine à commander? Merci beaucoup!
29.05.2024 - 09:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Montse, nous avons juste la quantité correspondant au modèle présenté, autrement dit avec toutes les couleurs ,mais votre magasin saura vous conseiller et vous aider, même par mail ou téléphone, n'hésitez pas à les contacter. Merci pour votre compréhension. Bon crochet!
29.05.2024 - 17:15
Claudia Desantis skrifaði:
Ik heb ander garen gekocht Drops Bella Ik heb niet in de gaten gehad dat dit voor haaknaald 4 is. Het patroon is haaknaald 5 Er staat dat het vierkantje 11x11 cm moet zijn. Mijn vierkantje is 7 cm met haaknaald 4, ik vind het een vrij groot verschil Wat moet ik nu doen? Ik hoop dat jullie wat tips hebben
14.05.2024 - 16:00DROPS Design svaraði:
Dag Claudia,
Ja, dat verschil is te groot. Heb je toevallig ook garen uit garengroep A in huis liggen. Dan kun je misschien testen hoe het uitkomt als je belle combineert met een dunnere draad. Eventueel ook een dunnere haaknaald gebruiken om uit te komen met de stekenverhouding. Als je dit redt, zou je eventueel garen van garengroep A erbij kunnen kopen. (bijv. Safran) Andere optie is dat je het garen ruilt bij de winkel waar je het gekocht hebt, als dat nog kan.
15.05.2024 - 19:01
Liz Mahoney skrifaði:
I would just like to let you know people are making money by selling your patterns on Etsy
19.03.2024 - 04:07DROPS Design svaraði:
Thanks for letting us know - you can help us by reporting them.
19.03.2024 - 11:21
Anna Kučerová skrifaði:
Dobrý den, prosím o vyjasnění, v návodu je mezi 3mi DS v řadě namalované řo a při přechodu na další řadu 2 DS a 2 DS kolem řo z predchozi řady. Ale ve videu to řo mezi DS v řadě není a při přechodu na další řadu jsou 3 DS a 3 DS kolem řo z předchozí řady. Co je tedy správně? Děkuji
11.03.2024 - 15:50DROPS Design svaraði:
Milá Anno, řiďte se schématem pro konkrétní návod. Video zachycuje obecný postup, který se může u jednotlivých modelů mírně lišit v závislosti na daném vzoru, střihu nebo třeba použité přízi. Hodně zdaru! Hana
15.03.2024 - 08:56
Isabelle skrifaði:
Bonjour, je ne comprends pas comment crocheter les côtes et comment suivre les 3 diagrammes ainsi que faire les diminutions. Merci de votre aide
13.05.2023 - 15:12DROPS Design svaraði:
Bonjour Isabelle, commencez le côté droit du dos dans l'arceau correspondant à l'étoile dans le schéma (en fonction de votre tailles vous crochetez soit au milieu du carré 6 (taille S,M,L), soit dans le 1er arceau du carré 4 (XL, XXL, XXXL) ainsi: A.2a ( les 3 m se font dans une ml du carré), répétez A.2b et terminez par A.2c dans l'arceau du bas du dos. Sur l'envers, crochetez A.2c, répétez A.2b et et terminez par A.2a. Crochetez ensuite A.3 si besoin, en commençant sur l'endroit: A.3, répétez A.2b et terminez par A.2c (sur l'envers, crochetez A.2c, répétez A.2b et terminez par A.3). Bon crochet!
15.05.2023 - 08:19
Janet Camila skrifaði:
¡Muchísimas gracias al creador de esta hermosa labor! Ecxelente trabajo, y ayuda a las tejedoras.❤️
26.04.2023 - 19:31
Chantal Dionne skrifaði:
Monet Inspiration
21.01.2023 - 04:05
Chantal Dionne skrifaði:
Monet Inspiration
21.01.2023 - 04:04
Garden Squares Top#gardensquarestop |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Heklaður toppur úr DROPS Paris. Stykkið er heklað í ferningum. Stærð S - XXXL.
DROPS 241-15 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LITIR: Ferningarnir eru heklaðir í mismunandi litasamsetningum þannig: FERNINGUR 1: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 02, ljós turkos UMFERÐ 2: 39, wasabi UMFERÐ 3: 62, sægrænn UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 2: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 11, ópalgrænn UMFERÐ 2: 17, natur UMFERÐ 3: 71, mandarína UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 3: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 31, fjólublár UMFERÐ 2: 21, myntugrænn UMFERÐ 3: 09, kóngablár UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 4: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 05, syren UMFERÐ 2: 17, natur UMFERÐ 3: 02, ljós turkos UMFERÐ 4: 17, natur UMFERÐ 5: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 62, sægrænn UMFERÐ 2: 100, ljós þveginn UMFERÐ 3: 21, myntugrænn UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 6: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 100, ljós þveginn UMFERÐ 2: 11, ópalgrænn UMFERÐ 3: 39, wasabi UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 7: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 21, myntugrænn UMFERÐ 2: 17, natur UMFERÐ 3: 61, lime UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 8: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 39, wasabi UMFERÐ 2: 05, syren UMFERÐ 3: 100, ljós þveginn UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 9: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 100, ljós þveginn UMFERÐ 2: 71, mandarína UMFERÐ 3: 31, fjólublár UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 10: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 71, mandarína UMFERÐ 2: 62, sægrænn UMFERÐ 3: 05, syren UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 11: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 09, kóngablár UMFERÐ 2: 02, ljós turkos UMFERÐ 3: 11, ópalgrænn UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 12: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 61, lime UMFERÐ 2: 31, fjólublár UMFERÐ 3: 05, syren UMFERÐ 4: 17, natur LITASKIPTI: Til að fá fallega litaskiptingu þegar skipt er um lit, heklið keðjulykkjuna í lok umferðar með nýja litnum. MYNSTYKKIUR: Sjá mynsturteikning A.1 til A.4. Mynsturteikning A.4 sýnir staðsetningu á ferningum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fyrst eru heklaðir 28-28-28-36-36-36 ferningar í mismunandi litasamsetningum. Við frágang eru ferningarnir heklaðir saman. Það eru heklaðir stuðlahópar í hvorri hlið. Að lokum er heklaður kantur í kringum allan toppinn. HEKLAÐIR FERNINGAR: Notið heklunál 5 og DROPS Paris. Sjá LITIR og LITASKIPTI og heklið ferningana eftir mynsturteikningu A.1 í mismunandi litasamsetningum. 1 ferningur mælist ca 11 x 11 cm. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Heklið 28-28-28-36-36-36 ferninga þannig: Ferningur 1: 4-4-4-4-4-4 stykki Ferningur 2: 4-4-4-4-4-4 stykki Ferningur 3: 2-2-2-2-2-2 stykki Ferningur 4: 2-2-2-4-4-4 stykki Ferningur 5: 2-2-2-2-2-2 stykki Ferningur 6: 2-2-2-4-4-4 stykki Ferningur 7: 2-2-2-2-2-2 stykki Ferningur 8: 2-2-2-4-4-4 stykki Ferningur 9: 4-4-4-4-4-4 stykki Ferningur 10: 2-2-2-2-2-2 stykki Ferningur 11: 2-2-2-2-2-2 stykki Ferningur 12: 0-0-0-2-2-2 stykki FRÁGANGUR-1: Leggið ferningana út eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.4 fyrir framstykki og bakstykki (sjá mynsturteikningu fyrir þína stærð), passið uppá að allir ferningarnir liggi með réttuna upp. Númer í mynsturteikningu vísa í númer útskýrt í LITIR. Ferningarnir eru heklaðir saman fyrst á breiddina og síðan á lengdina. Notið heklunál 5 og litinn natur til að hekla ferningana saman þannig: Leggið 2 ferninga kant í kant svo hægt sé að hekla þá saman. Byrjið í horni og heklið þannig: * Stingið heklunálinni inn frá réttu og niður í gegnum aftari lykkjubogann á öðrum ferningnum, síðan er heklunálinni stungið frá réttu og niður í gegnum aftari lykkjubogann á hinum ferningnum, sækið þráðinn og dragið í gegnum báðar lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* þar til þessir 2 ferningar hafa verið heklaðir saman meðfram hlið á ferningunum, heklið 2 loftlykkjur og heklið síðan frá *-* meðfram næstu ferningum alveg eins. ATH! Ferningarnir eru heklaðir saman með 1 lykkju í hvert horn og 1 lykkju í hvern stuðul/loftlykkju. Heklið svona þar til allir ferningarnir í þessari röð hafa verið heklaðir saman á breiddina, heklið allar raðirnar saman á lengdina á sama hátt. Heklið ferningana saman þannig að þú sért með 2 alveg eins stykki. Stærð S er nú lokið. HÆGRA HLIÐARSTYKKI, BAKSTYKKI: STÆRÐ M, L, XL, XXL og XXXL: Síðan er hliðarstykki heklað hvoru megin við framstykki / bakstykki eins og útskýrt er að neðan. Það eru heklaðar rendur, heklið hverja umferð frá réttu með litnum natur og hverja umferð frá röngu í röndum, notið liti að eigin ósk (þá liti sem eftir eru frá hekluðu ferningunum) og heklið þannig: STÆRÐ M og L: Byrjið í miðju loftlykkju í 3. ferningi frá neðri kanti – sjá stjörnu í teikningu. Heklið meðfram hlið þannig: STÆRÐ XL, XXL og XXXL. Byrjið í efstu lykkju í horni á 3. ferningi frá neðri kanti – sjá stjörnu í teikningu. Heklið meðfram hlið þannig: STÆRÐ M: Heklið A.2a, heklið A.2b alveg fram að neðsta hornboga (neðst á toppi), heklið A.2c í hornboga, snúið. ATH! Í hornin á milli 2 ferninga eru heklaðir 3 stuðlar um loftlykkjur í horni frá fyrsta ferningi, 1 loftlykkja og 3 stuðlar í hornið frá næsta boga. Heklið til baka eins og útskýrt er í A.2. Það eru heklaðar 2 umferðir og hliðarstykkið mælist ca 2 cm. Klippið þráðinn og festið. STÆRÐ L, XL: Heklið A.2a, heklið A.2b alveg fram að neðsta hornboga (neðst á toppi), heklið A.2c í hornboga, snúið. ATH! Í hornin á milli 2 ferninga eru heklaðir 3 stuðlar um loftlykkjur í horni frá fyrsta ferningi, 1 loftlykkja og 3 stuðlar í hornið frá næsta boga. Heklið til baka eins og útskýrt er í A.2. Nú byrjar úrtaka í annarri hlið á hliðarstykki. Næsta umferð er hekluð frá réttu þannig: Heklið A.3 (byrjið í umferð með ör), haldið áfram með A.2b og A.2c eins og áður. Heklið 1-3 fyrstu umferðir í A.3. Það hafa verið heklaðar 3-5 umferðir og hliðarstykkið mælist ca 4-6 cm. Klippið þráðinn og festið. STÆRÐ XXL: Heklið A.2a, heklið A.2b alveg fram að neðsta hornboga (neðst á toppi), heklið A.2c í hornboga, snúið. ATH! Í hornin á milli 2 ferninga eru heklaðir 3 stuðlar um loftlykkjur í horni frá fyrsta ferningi, 1 loftlykkja og 3 stuðlar í hornið frá næsta boga. Heklið til baka eins og útskýrt er í A.2. Nú byrjar úrtaka í annarri hlið á hliðarstykki. Næsta umferð er hekluð frá réttu þannig: Heklið A.3 (byrjið í umferð með ör), haldið áfram með A.2b og A.2c eins og áður, heklið A.3 til loka. Nú hafa verið heklaðar 8 umferðir og hliðarstykkið mælist ca 9 cm. Klippið þráðinn og festið. STÆRÐ XXXL: Heklið A.2a, heklið A.2b alveg fram að neðsta hornboga (neðst á toppi), heklið A.2c í hornboga, snúið. ATH! Í hornin á milli 2 ferninga eru heklaðir 3 stuðlar um loftlykkjur í horni frá fyrsta ferningi, 1 loftlykkja og 3 stuðlar í hornið frá næsta boga. Heklið til baka eins og útskýrt er í A.2. Nú byrjar úrtaka í annarri hlið á hliðarstykki. Næsta umferð er hekluð frá réttu þannig: Heklið A.3 (byrjið í umferð með ör), haldið áfram með A.2b og A.2c eins og áður. Þegar A.3 hefur verið heklað til loka, heklið áfram eftir A.2a, A.2b og A.2c, úrtaka í hliðum er nú lokið. Heklið 2 umferðir eins og A.2. Nú hafa verið heklaðar 10 umferðir og hliðarstykkið mælist ca 12 cm. Klippið þráðinn og festið. VINSTRA HLIÐARSTYKKI, BAKSTYKKI: Heklið vinstra hliðarstykki alveg eins meðfram gagnstæðri hlið á ferningi, en byrjið frá röngu, þannig að úrtakan komi á sama stað og á hinu hliðarstykkinu. Umferð frá röngu er hekluð í litnum natur, umferð frá réttu er hekluð í röndum (notið liti að eigin ósk). HLIÐARSTYKKI FRAMSTYKKI: Heklið á sama hátt og á bakstykki. FRÁGANGUR-2: Leggið bakstykkið og framstykkið að hvoru öðru, kant í kant með réttuna upp og heklið hliðarnar saman alveg eins og ferningarnir voru heklaðir saman. Skiljið e.t.v. eftir ca 8-10 cm neðst fyrir klauf. HEKLAÐUR KANTUR: Byrjið mitt undir ermi og heklið kant í kringum handveg með heklunál 5 með litnum natur þannig: 1 fastalykkja um loftlykkjuboga undir ermi, * 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næstu loftlykkju *, heklið frá *-* í kringum allan handveginn og endið með 3 loftlykkjur og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð. Heklið alveg eins í kringum hinn handveginn og síðan í kringum hálsmál. Klippið þræðina og festið. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #gardensquarestop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 241-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.