Hér erum við búin að hekla loftlykkjuröð (ll-röð). Þú byrjar á að hekla stuðul (st) í 3. loftlykkju (ll) frá heklunálinni eða í þá lykkju sem stendur í uppskrift. Sjá hér!
Mynd 1: Þræðinum á vísifingri er brugðið um heklunálina, þá ertu með tvær lykkjur á heklunálinni.
Mynd 2: Oddi heklunálarinnar er stungið í 3. lykkju frá heklunálinni, þræðinum frá vísifingri er brugðið um heklunálina og þráðurinn dreginn í gegnum lykkjuna. Nú ertu með þrjár lykkjur á heklunálinni.
Mynd 3: Þræðinum á vísifingri er aftur brugðið um heklunálina og þráðurinn dreginn í gegnum tvær fyrstu lykkjur á heklunálinni.
Mynd 4: Nú eru tvær lykkjur á heklunálinni. Þræðinum á vísifingri er aftur brugðið um heklunálina og þráðurinn dreginn í gegnum þessar tvær lykkjur sem eftir eru á heklunálinni.
Mynd 5: Svona er svo haldið áfram í hverja lykkju út umferðina.
Stuðull (st) er oftast heklaður í gegnum báða lykkjubogana frá fyrri röð. Þú færð mismunandi áferð eftir því hvort þú heklir einungis í aftari lykkjubogann, fremri lykkjubogann eða í þá báða. Ef ekkert er sagt til um þetta í uppskrift er oftast heklað í gegnum báða lykkjubogana.
Super fin og simpel vejledning. Glæder mig til at komme i gang, og køber helt sikkert jeres garn!
28.03.2018 - 13:17