Nú erum við komin að allra síðustu vísbendingunni í DROPS-Along – vísbending #9 og við ætlum að hekla tvöfalda umferð með sólfjöðrum sem verður fallegur endir á þessu yndislega sjali.
Við erum svo glöð yfir því að þú hefur verið með í því að hekla þetta fallega sumarsjal! Ekki gleyma að senda okkur myndir þegar þú ert tilbúin með sjalið þitt, skrifaðu einnig þínar framtíðar óskir um Crochet-Along í athugasemdadálkinn neðst á síðunni.
LITUR:
55.-56.UMFERÐ: sinnepsgulur (litur b)
MYNSTUR:
Við vinnum með mynsturteikningu A.7a og A.7b í þessari vísbendingu. A.7a sýnir hvernig umferðin byrjar. ATH: Byrjun á umferð er teiknuð yfir hverja aðra í sömu mynsturteikningu sem við heklum til skiptis frá hægri og vinstri hlið á sjali en ekki yfir hverja aðra.
Ef þú ert vön/vanur þá getur þú lesið stuttu útskýringuna og fylgt eftir mynsturteikningunni hér að neðan, en ef þig vantar frekari aðstoð við að byrja, þá getur þú lesið það sem stendur fyrir neðan í þessari vísbendingu.
Endið síðustu umferð 2 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju frá fyrri umferð. Klippið frá og festið enda.
![]() |
= | 1 loftlykkja |
![]() |
= | 3 loftlykkjur |
![]() |
= | 1 fastalykkja um loftlykkjuboga |
![]() |
= | 1 stuðull um loftlykkjuboga |
![]() |
= | Í byrjun á umferð eru heklaðar 3 loftlykkjur |
![]() |
= | Í byrjun á umferð er hekluð 1 loftlykkja |
![]() |
= | byrjið hér |
Hér eru nánari útskýringar á hvernig þú byrjar á vísbendingu #9. Við höfum merkt hvar við vinnum með rauðum í mynsturteikningu.
Byrjið frá röngu og heklið 55. umferð.
Eftir það er 56. umferð hekluð frá réttu, endið með 2 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju frá fyrri umferð. Klippið frá og festið enda.
Nú höfum við klárað vísbendingu #9 og sjalið er nú tilbúið – þetta var skemmtilegt!
Þegar sjalið er alveg tilbúið mælist það ca 76 cm frá byrjun og niður mitt í sjali.
Við vonumst til að þú hafir haft eins gaman af þessu verkefni og við. Deildu myndunum þínum af sjalinu á samfélagsmiðlum – mundu að merkja myndirnar með #DROPSAlong og #MagicSummerCAL svo að við getum líka séð þær!
Hola, ¿podrías poner el total de puntos que va en cada vuelta? Hecho en falta ese dato, muchísimas gracias .
22.10.2018 - 17:04