Flower Favors |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklað blóm til skreytinga úr DROPS Muskat. Þema: Jól.
DROPS Extra 0-1619 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/stuðull. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7. Öll mynsturteikningin er lesin í hring frá hægri til vinstri, óháð hvort umferðin sé hekluð frá réttu eða röngu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- BLÓM - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring frá miðju og út, til skiptis frá réttu og frá röngu eftir 2. umferð. Blómið er fyrst heklað með 3 blöðum, síðan 5 blöðum, síðan 6 blöðum og í lokin 8 blöðum í síðustu umferð. BLÓM: Heklið 4 LOFTLYKKJUR – lesið útskýringu að ofan, með heklunál 3 með litnum natur eða mosagrænn úr DROPS Muskat og tengið loftlykkjurnar saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju sem var hekluð. Heklið mynsturteikningu A.1 til A.7, eða eins og útskýrt er að neðan: A.1: UMFERÐ 1: 1 loftlykkja, * 1 fastalykkja um loftlykkjuhringinn, 3 loftlykkjur *, heklið frá *-* alls 3 sinnum, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun umferðar = 3 loftlykkjubogar. UMFERÐ 2: Heklið um hvern loftlykkjuboga þannig: 1 keðjulykkja, 5 stuðlar, 1 keðjulykkja = 3 blöð. Snúið stykkinu – næsta umferð er hekluð frá bakhlið á blómi. A.2: UMFERÐ 3: 1 loftlykkja, heklið 1 fastalykkju neðst í fyrstu fastalykkju frá 1. umferð, 3 loftlykkjur, heklið 1 fastalykkju um loftlykkjubogann á milli 3. og 4. stuðuls frá fyrsta blaði frá 2. umferð, 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkjubogann á milli 1. og 2. stuðuls frá öðru blaði frá 2. umferð, 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkjubogann á milli 4. og 5. stuðuls frá öðru blaði frá 2. umferð, 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkjubogann á milli 1. og 2. stuðuls frá þriðja blaði frá 2. umferð, 3 loftlykkjur, 1 keðjulykkja, 1 loftlykkja frá byrjun umferðar = 5 loftlykkjubogar. Snúið stykkinu – næsta umferð er hekluð frá framhlið á blómi. A.3: UMFERÐ 4: Heklið um hvern loftlykkjuboga þannig: 1 keðjulykkja, 6 stuðlar, 1 keðjulykkja = 5 blöð. Snúið stykkinu – næsta umferð er hekluð frá bakhlið á blómi. A.4: UMFERÐ 5: 1 loftlykkja, heklið 1 fastalykkju í fyrstu fastalykkju frá 3. umferð, 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkjubogann á milli 5. og 6. stuðuls frá fyrsta blaði frá 4. umferð, 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkjubogann á milli 4. og 5. stuðuls frá öðru blaði frá 4. umferð, 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkjubogann á milli 3. og 4. stuðuls frá þriðja blaði frá 4. umferð, 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftykkjubogann á milli 2. og 3. stuðuls frá fjórða blaði frá 4. umferð, 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkjubogann á milli 1. og 2. stuðuls frá fimmta blaði frá 4. umferð, 3 loftlykkjur, 1 keðjulykkja í fyrstu loftlykkju frá byrjun umferðar = 6 loftlykkjubogar. Snúið stykkinu – næsta umferð er hekluð frá framhlið á blómi. A.5: UMFERÐ 6: Heklið um hvern loftlykkjuboga þannig: 1 keðjulykkja, 6 stuðlar, 1 keðjulykkja = 6 blöð. Snúið stykkinu – næsta umferð er hekluð frá bakhlið á blómi. A.6: Skiptið yfir í litinn ljós moldvarpa eða ljós sægrænn. UMFERÐ 7: 1 loftlykkja, heklið 1 fastalykkju í kringum fyrstu fastalykkju frá 5. umferð, 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkjubogann á milli 4. og 5. stuðuls frá fyrsta blaði frá 6. umferð, 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkjubogann á milli 3. og 4. stuðuls frá öðru blaði frá 6. umferð, 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkjubogann á milli 1. og 2. stuðuls frá þriðja blaði frá 6. umferð, 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkjubogann á milli 5. og 6. stuðuls frá þriðja blaði frá 6. umferð, 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkjubogann á milli 4. og 5. stuðuls frá fjórða blaði frá 6. umferð, 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkjubogann á milli 2. og 3. stuðuls frá fimmta blaði frá 6. umferð, 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkjubogann á milli 1. og 2. stuðuls frá sjötta blaði frá 6. umferð, 4 loftlykkjur, 1 keðjulykkja í fyrstu loftlykkju í byrjun umferðar = 8 loftlykkjubogar. Snúið stykkinu – næsta umferð er hekluð frá framhlið á blómi. A.7: UMFERÐ 8: Heklið um hvern loftlykkjuboga þannig: 1 keðjulykkja, 3 stuðlar, 1 picot (= 2 loftlykkjur, 1 keðjulykkja í fyrri af 2 loftlykkjum), 3 stuðlar, 1 keðjulykkja = 8 blöð. Klippið frá og festið þráðinn. Að eigin ósk er hægt að þræða silkiþráð og nota sem jólaskraut / jólapakkaskraut. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær! Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2024 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Athugasemdir / Spurningar (1)
Uke Wijmans skrifaði:
Her haakpatroon lijkt me erg leuk om te maken
31.12.2023 - 17:01