Cande skrifaði:
Bonjour avoir coupé le fil de la pointe peut-on continuer avec une aiguille circulaire plutôt que 4 aiguilles double pointe? mille mercis pour votre réponse 6
08.12.2023 - 19:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Cande, tout à fait, mais il vous faudra alors utiliser la technique du magic loop. Bon tricot!
11.12.2023 - 07:22
Laura Stel skrifaði:
Ik ben hieraan begonnen en begrijp eigenlijk niet waarom ik zoveel toeren moet breien voordat ik het rond kan gaan breien. Kunt u dit uitleggen?
23.02.2023 - 16:30
YOLANDE skrifaði:
COMMENT SE FAIT-IL QUE QUAND J'IMPRIME UN PATRON DE TRICOT, JE RETROUVE EN BAS DE PAGE LES DEUX DERNIERES LIGNE EN IMPRESSION SUR LES DEUX LIGNE DU BAS ANNONCANT L'UTILISATION DE COOKIES. JE NE VOIS JAMAIS BIEN LES DIRECTIVES DU MODELE DEMANDER. MERCI BEAUCOUP A L'AVANCE POUR LE RENSEIGNEMENT.
25.07.2020 - 00:59DROPS Design svaraði:
Bonjour Yolande, utilisez-vous bien le bouton "Imprimer" pour lancer l'impression des explications? Pensez ensuite à bien vérifier les paramètres de votre imprimante, mais en procédant ainsi, vous devriez être en mesure de pouvoir imprimer l'intégralité des explications. Bon tricot!
29.07.2020 - 10:00
Bärbel skrifaði:
Tolle Socken , wäre schön , wenn es so was auch ab Bund , Schaft , Ferse , Spitze , gestrickt geben würde liebe Grüsse
13.05.2020 - 15:15
Davina skrifaði:
I’m stuck - what does it mean to move stitches from the right side to right needle? Also how does moving the stitches make it mid foot? And if I cut the yarn how do I continue knitting? Pls help!
20.03.2020 - 22:28DROPS Design svaraði:
Dear Davina, move the stitches means that you slip the stitches of the right side of teh piece to the needle that is in your right hand. If you cut the yarn, you can make a slipknot, put it on the needle and knit together with the first stitch. Or simply just hold thightly against the knitted piece. it will be a bit loose at first, but you can thighten it up when you weave in teh ends. Happy Knitting!
22.03.2020 - 11:45
Berta skrifaði:
¿Se traduciràn las instrucciones al Español?
03.03.2020 - 17:02DROPS Design svaraði:
Hola Berta. Todos los patrones se traducen al español. Este en concreto se publicará antes del jueves.
03.03.2020 - 23:22
Ute skrifaði:
Namensvorschlag: "Schräge Sache"
25.01.2020 - 09:17
Carmen skrifaði:
Geniales, los tricoto seguro!!!
20.12.2019 - 10:03
Reina Groen skrifaði:
Interesting short row pattern on the feet
10.12.2019 - 20:09
Horizon Trekkers#horizontrekkerssocks |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónaðir sokkar úr DROPS Fabel. Stykkið er prjónað í vinkil og röndum frá tá og upp. Stærð 35 – 43.
DROPS 209-24 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á milli 2 lykkja. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt! RENDUR: Stykkið er prjónað í röndum þannig: Prjónið 6 umferðir með litnum natur. Prjónið 2 umerðir með litnum bláa lónið. LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). HÆLL: Prjónið sléttprjón fram og til baka með litnum natur þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Lyftið fyrstu lykkjunni eins og prjóna eigi brugðið, herðið á þræði og prjónið þar til 1 lykkja er eftir, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Lyftið fyrstu lykkjunni eins og prjóna eigi slétt, herðið á þræði og prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Lyftið fyrstu lykkjunni eins og prjóna eigi brugðið, herðið á þræði og prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, snúið stykkinu. Haldið áfram með snúninga alveg eins þar til 14 lykkjur eru eftir mitt á prjóni. Haldið áfram fram og til baka, en nú er prjónuð 1 lykkja fleiri í hverri umferð (þ.e.a.s. bæði frá réttu og frá röngu) yfir hæl. Til að koma í veg fyrir göt í hverri skiptingu þegar snúið er við, lyftið upp lárétta þræðinum á undan lykkjunni sem var prjónuð og setjið snúinn á prjóninn. Prjónið þráðinn saman með næstu lykkju á vinstri prjón (frá réttu er þráðurinn og lykkjan prjónað slétt saman og frá röngu er þráðurinn og lykkjan prjónað brugðið saman). Prjónið svona þar til prjónað hefur verið yfir allar lykkjur á hæl. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað frá tá og upp. Fyrst er prjónað á hringprjón fram og til baka í vinkil með stuttum umferðum, áður en stykkið er prjónað áfram í hring á sokkaprjóna. Hællinn er prjónaður fram og til baka með stuttum umferðum. Stroffið er prjónað í hring á sokkaprjóna. HÆGRI SOKKUR: Fitjið upp 48-52-56 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 2,5 með litnum bláa lónið DROPS Fabel. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið 1 kantlykkju GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið 23-25-27 lykkjur brugðið, setjið 1 prjónamerki (þ.e.a.s. prjónamerkið er sett á milli lykkja), prjónið 23-25-27 lykkjur brugðið, endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Nú á að auka út lykkjur hvoru megin við prjónamerki. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (= 1 lykkja fleiri), 4 lykkjur slétt (= prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, snúið stykkinu (= alls 50-54-58 lykkjur í umferð). UMFERÐ 3 (= ranga): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= rétta): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið 4 lykkjur slétt (= prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið slétt þar til eftir eru alls 5-7-9 lykkjur í umferð, snúið stykkinu (= alls 52-56-60 lykkjur á prjóni). UMFERÐ 5 (= ranga): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið brugðið þar til eftir eru alls 5-7-9 lykkjur í umferð, snúið stykkinu. UMFERÐ 6 (= rétta): ): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið 4 lykkjur slétt (= prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið slétt þar til eftir eru alls 10-12-14 lykkjur í umferð, snúið stykkinu (= alls 54-58-62 lykkjur í umferð). UMFERÐ 7 (= ranga): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið brugðið þar til eftir eru alls 10-12-14 lykkjur í umferð, snúið stykkinu. UMFERÐ 8 (= rétta): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, prjónið slétt þar til eftir eru alls 15-17-19 lykkjur í umferð, snúið stykkinu. UMFERÐ 9 (= ranga): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið brugðið þar til eftir eru alls 15-17-19 lykkjur í umferð, snúið stykkinu. UMFERÐ 10 (= rétta): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, prjónið slétt þar til eftir eru alls 20-22-24 lykkjur í umferð, snúið stykkinu. UMFERÐ 11 (= ranga): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið brugðið þar til eftir eru alls 20-22-24 lykkjur í umferð, snúið stykkinu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! UMFERÐ 12 (= rétta): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir í umferð, endið með 1 kantlykkju garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 13 (= ranga): Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið brugðið þar til 1 lykkja er eftir í umferð, endið með 1 kantlykkju garðaprjón. UMFERÐ 14 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 15 (= ranga): Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið brugðið þar til eftir er 1 lykkja, endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Skiptið yfir í natur. UMFERÐ 16 (= rétta): Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir, snúið stykkinu. UMFERÐ 17 (= ranga): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið brugðið þar til eftir eru 2 lykkjur í umferð, snúið stykkinu. UMFERÐ 18 (= rétta): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, prjónið slétt þar til eftir eru alls 5-7-9 lykkjur í umferð, snúið stykkinu. UMFERÐ 19 (= ranga): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið brugðið þar til eftir eru alls 5-7-9 lykkjur í umferð, snúið stykkinu. UMFERÐ 20 (= rétta): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, prjónið slétt þar til eftir eru alls 10-12-14 lykkjur í umferð, snúið stykkinu. UMFERÐ 21 (= ranga): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið brugðið þar til eftir eru alls 10-12-14 lykkjur í umferð, snúið stykkinu. UMFERÐ 22 (= rétta): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, prjónið slétt þar til eftir eru alls 15-17-19 lykkjur í umferð, snúið stykkinu. UMFERÐ 23 (= ranga): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið brugðið þar til eftir eru alls 15-17-19 lykkjur í umferð, snúið stykkinu. UMFERÐ 24 (= rétta): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, prjónið slétt þar til eftir eru alls 20-22-24 lykkjur í umferð, snúið stykkinu. UMFERÐ 25 (= ranga): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið brugðið þar til eftir eru alls 20-22-24 lykkjur í umferð, snúið stykkinu. UMFERÐ 26 (= rétta): Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, prjónið slétt þar til eftir er 1 lykkja í umferð, endið með 1 kantlykkju garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 27 (= ranga): Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið brugðið þar til eftir er 1 lykkja í umferð, endið með 1 kantlykkju garðaprjón. UMFERÐ 28 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 29 (= ranga): Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, prjónið brugðið þar til eftir er 1 lykkja, endið með 1 kantlykkju garðaprjóni. Skiptið yfir í litinn bláa lónið. Prjónið umferð 16 til 29 1 sinni til viðbótar. Skiptið yfir í litninn natur. Prjónið umferð 16 til 29 1 sinni til viðbótar. Skiptið yfir í litninn bláa lónið. Prjónið umferð 16 til 29 1 sinni til viðbótar, en í 2 síðustu umferðum er fyrri kantlykkjan felld af í hvorri hlið á stykki = 52-56-60 lykkjur. Nú færist umferðin til með því að lyfta fyrstu 39-42-45 lykkjum frá réttu yfir á hægri prjón. Byrjun á umferð = mitt undir fæti. Klippið frá. Setjið nú stykkið saman og prjónað er í hring á sokkaprjóna. Prjónið RENDUR í sléttprjóni – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 17-18½-21 cm, sjá Mynd 1 (þegar stykkið er mælt er stykkið lagt flatt með uppfitjunarkantinn í hlið, mælt mitt í stykki frá horni/tá). Nú skiptist stykkið fyrir hæl og stillið af að síðasta umferðin sé prjónuð með litnum natur. Látið 22 miðjulykkjur á fæti hvíla á prjóninum (þ.e.a.s. 11 lykkjur á 2. og 3. sokkaprjóni). Skiptið þeim 30-34-38 lykkjum sem eftir eru á 1. og 4. sokkaprjón með 15-17-19 lykkjur á hvorum prjóni. Prjónið HÆLL – sjá útskýringu að ofan (hællinn er prjónaður í sléttprjóni). Þegar hællinn hefur verið prjónaður til loka, haldið áfram með rendur og sléttprjón – ATH: Til að koma í veg fyrir gat í horni á hæl þegar fyrsta umferðin er prjónuð eftir að hællinn hefur verið prjónaður, lyftið upp lárétta þræðinum á undan næstu lykkju á vinstri prjóni og setjið snúinn á prjóninn. Prjónið þráðinn saman með næstu lykkju á vinstri prjóni. Þegar stykkið mælist 4 cm frá hæl, aukið út um 2 lykkjur jafnt yfir = 54-58-62 lykkjur. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 8 cm frá hæl = 56-60-64 lykkjur. Þegar stykkið mælist 12-14-16 cm frá hæl, stillið af að næsta umferð sé prjónuð með litnum natur, aukið út 4 lykkjur jafnt yfir = 60-64-68 lykkjur. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) með litnum natur í 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING. FRÁGANGUR: Brjótið uppá uppfitjunarkantinn og saumið saman, saumið með litnum natur upp þar sem stykkið var sett saman og prjónað í hring. VINSTRI SOKKUR: Prjónið á sama hátt og hægri sokkur, en þegar umferðin á að færast til mitt undir fæti, lyftið fyrstu 13-14-15 lykkjum frá réttu yfir á hægri prjón. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #horizontrekkerssocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 209-24
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.