Roudiere Anne skrifaði:
Bonjour, Je vois 7 rayures pour ce vêtement. Je ne comprends pas la différence entre la 5ème et la 6ème rayure. Elles sont réalisées avec la même couleur et le même point. Merci de m'éclairer. AR
16.08.2013 - 14:40DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Roudiere, la rayure 5 du dos et des devants se tricote en jersey, en Alpaca 9020 (gris perle clair) + Kid-Silk 20 (beige clair) pendant 3-3-3-3½-4-4 cm et la 6ème rayure en jersey également, en Alpaca 0100 (écru) et Kid-Silk 20 (beige clair) pendant 8-8½-8½-9-9½-9½ cm. Bon tricot!
16.08.2013 - 15:41
Kari skrifaði:
Fin!
21.06.2013 - 11:25
Ineke skrifaði:
Een mooi vest. Wacht nu tot het patroon online is om hem te gaan breien.
18.06.2013 - 12:28
Hanna skrifaði:
Sehr schöne Jacke. Sehr raffiniert die dezente Farbgebung
13.06.2013 - 19:16
Bente skrifaði:
Superfin den skal være mit næste projekt :-)
13.06.2013 - 11:47
Nadine Gérard skrifaði:
Super doux comme ton et contraste de points...cela me plait!
10.06.2013 - 21:21Eliza skrifaði:
Eine Top Down Anleitung wäre prima.
05.06.2013 - 13:10
Iréne skrifaði:
Jättefin!! den gillar jag!!
04.06.2013 - 20:38
Maya skrifaði:
Hübsch, gefällt mir.
04.06.2013 - 09:06
Maya skrifaði:
Hübsch, gefällt mir! Kuschelig.
04.06.2013 - 09:04
Morning Mist Jacket#morningmistjacket |
|
|
|
Prjónuð peysa með röndum úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stærð S - XXXL
DROPS 151-11 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *Prjónið 1 umf sl og 1 umf br *, endurtakið frá *-*. RENDUR Á FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið sléttprjón á prjóna nr 5 og skiptið yfir á prjóna nr 4 í garðaprjóni. Alpaca litur nr 9020 og Kid-Silk nr 20 í sléttprjóni: 15-14½-15½-16-16-17 cm Alpaca litur nr 9020 og Kid-Silk nr 10 í sléttprjóni: 8-8½-8½-9-9½-9½ cm Alpaca litur nr 9020 og Kid-Silk nr 10 í garðaprjóni: 8-8½-8½-9-9½-9½ cm Alpaca litur nr 9020 og Kid-Silk nr 20 í garðaprjóni: 5-5½-5½-5-5-5 cm Alpaca litur nr 9020 og Kid-Silk nr 20 í sléttprjóni: 3-3-3-3½-4-4 cm Alpaca litur nr 0100 og Kid-Silk nr 20 í sléttprjóni: 8-8½-8½-9-9½-9½ cm Alpaca litur nr 0100 og Kid-Silk nr 01 í sléttprjóni til loka. RENDUR Á ERMI: Prjónið sléttprjón á prjóna nr 5 og skiptið yfir á prjóna nr 4 í garðaprjóni. Alpaca litur nr 9020 og Kid-Silk litur nr 20 í sléttprjóni: 16-14½-14½-15-14-14 cm Alpaca litur nr 9020 og Kid-Silk litur nr 10 í sléttprjóni: 8-8½-8½-8½-9-9 cm Alpaca litur nr 9020 og Kid-Silk litur nr 10 í garðaprjóni: 8-8½-8½-8½-9-9 cm Alpaca litur nr 9020 og Kid-Silk litur nr 20 í garðaprjóni: 5-5½-5½-5-5-5 cm Eftir þetta eru rendurnar prjónaðar eftir röndum á fram- og bakstykki. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerki. Fækkið lykkjum á UNDAN prjónamerki þannig: Prjónið 2 l slétt saman. Fækkið lykkjum á EFTIR prjónamerki þannig: Takið 1 l eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 l sl og steypið óprjónuðu l yfir. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan frá réttu. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá miðju að framan slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 9, 17, 25, 33, 41, 49 og 57 cm. STÆRÐ M: 11, 19, 27, 35, 43, 51 og 59 cm. STÆRÐ L: 13, 21, 29, 37, 45, 53 og 61 cm. STÆRÐ XL: 9, 18, 27, 36, 45, 54 og 63 cm. STÆRÐ XXL: 11, 20, 29, 38, 47, 56 og 65 cm. STÆRÐ XXXL: 13, 22, 31, 40, 49, 58 og 67 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, neðan frá og upp. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið laust upp 153-174-188-202-216-230 l á hringprjóna nr 4 með 1 þræði í litnum ljós perlugrár Alpaca og 1 þræði í litnum ljós beige Kid-Silk. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan í 3 cm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5 og setjið 1 prjónamerki 41-46-50-53-57-60 l frá hvorri hlið (= 71-82-88-96-102-110 l á milli prjónamerkja á bakstykki). Prjónið nú RENDUR Á FRAM- OG BAKSTYKKI – sjá útskýringu að ofan, en 6 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni til loka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 5 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin í hliðum (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku með 3 cm millibili 5 sinnum til viðbótar (= alls 6 sinnum) = 129-150-164-178-192-206 l. Munið eftir að fella af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 25 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu með 2½-2½-3-3-3½-3½ cm millibili 4 sinnum til viðbótar (= alls 5 sinnum) = 149-170-184-198-212-226 l. Þegar stykkið mælist 39-40-41-42-43-44 cm, fellið af 8 l frá réttu í sömu umf í báðum hliðum fyrir handveg (þ.e.a.s. 4 l hvoru megin við bæði prjónamerkin) = 133-154-168-182-196-210 l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið LAUST upp 38-40-42-44-46-48 l á sokkaprjóna nr 4 með 1 þræði í litnum ljós perlugrár Alpaca og 1 þræði í litnum ljós beige Kid-Silk. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan þar til stykkið mælist 3 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 5, setjið 1 prjónamerki í byrjun umf (= miðja undir ermi). Prjónið nú RENDUR Á ERMI – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 8-8-9-9-8-9 cm aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki. Endurtakið útaukningu með 4-3½-3-3-3-2½ cm millibili 7-8-9-9-10-11 sinnum til viðbótar (= alls 8-9-10-10-11-12 sinnum) = 54-58-62-64-68-72 l. Þegar stykkið mælist 40 cm í öllum stærðum eru felldar af 8 l fyrir miðju undir ermi (4 l hvoru megin við prjónamerki) = 46-50-54-56-60-64 l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 225-254-276-294-316-338 l. Setjið 1 prjónamerki í allar skiptingar á milli erma og fram- og bakstykkis (= 4 prjónamerki). Haldið síðan áfram með rendur í sléttprjóni og kant að framan í garðaprjóni – JAFNFRAMT í fyrstu umf frá réttu er byrjað á úrtöku fyrir LASKALÍNA (= 8 l færri) – sjá útskýringu að ofan! Endurtakið úrtöku í hverri umf frá réttu2-2-2-2-3-4 sinnum til viðbótar (= alls 3-3-3-3-4-5 sinnum) = 201-230-252-270-284-298 l. Setjið 1 nýtt prjónamerki, stykkið er mælt héðan! Í næstu umf frá réttu er fækkað um 3-2-6-6-8-16 l jafnt yfir = 198-228-246-264-276-282 l. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 6-6-6-7-7-7 cm. Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 2 l sl, * 2 l slétt saman, 4 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 10 l eru eftir, endið á 2 l slétt saman, 2 l sl, 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 167-192-207-222-232-237 l. Haldið áfram í sléttprjóni og kantlykkjur í garðaprjóni þar til stykkið mælist 11-11-12-13-13-13 cm. Í næstu umf er prjónað frá réttu þannig: Prjónið 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 2 l sl, * 2 l slétt saman, 3 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 9 l eru eftir, endið á 2 l slétt saman, 1 l sl, 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni = 136-156-168-180-188-192 l. Haldið áfram í sléttprjóni og kantlykkjur að framan í garðaprjóni þar til stykkið mælist 16-17-18-19-19-19 cm. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: STÆRÐ S: Prjónið 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 2 l sl, * 1 ls l, 2 l slétt saman *, endurtakið frá *-* þar til 8 l eru eftir, endið á 2 l sl og 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni = 96 l. STÆRÐ M og L: Prjónið 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 l sl, 2 l sl saman *, endurtakið frá *-*, endið á 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni = 108-116 l. STÆRÐ XL, XXL og XXXL: Prjónið 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 l sl, 2 l slétt saman, 2 l slétt saman *, endurtakið frá *-* þar til 9-7-6 l eru eftir, endið á 3-1-0 l sl og 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni = 114-118-120 l. ALLAR STÆRÐIR: Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Prjóni nú upphækkun aftan við hnakka frá réttu þannig: Prjónið sl þar til 25-27-29-29-29-29 l eru eftir. Snúið við, prjónið sl til baka þar til 25-27-29-29-29-29 l eru eftir á hinni hliðinni. Snúið við, prjónið sl þar til 32-34-36-36-36-36 l eru eftir. Snúið við, prjónið sl þar til 32-34-36-36-36-36 l eru eftir á hinni hliðinni. Snúið við, prjónið sl þar til 39-41-43-43-43-43 l eru eftir. Snúið við, prjónið sl til baka þar til 39-41-43-43-43-43 l eru eftir á hinni hliðinni. Snúið við, prjónið sl þar til 46-48-50-50-50-50 l eru eftir. Snúið við, prjónið sl til baka þar til 46-48-50-50-50-50 l eru eftir á hinni hliðinni. Snúið við og prjónið sl út umf. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4 og prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm mælt meðfram miðju að framan og fellið laust af. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #morningmistjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 151-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.