Sofia skrifaði:
Hej igen :) Såg nu att det står såhär bland förklaringar i början av beskrivningen : Mössa: Se diagram A.1 till A.6. Hals: Se diagram A.7 till A.9. Så det verkar som att de nedersta diagrammen A5-A7 fått fel nummer. I beskrivningen för halsvärmaren står det i så fall oxå felaktigt A5-A7, så att det egentligen ska hänvisas till diagram A7-A9 där?
10.10.2025 - 21:58DROPS Design svaraði:
Hej Sofia. Tack för info, vi ska be design se över detta! Mvh DROPS Design
17.10.2025 - 11:21
Sofia skrifaði:
Det finns 2 stycken diagram A5 och 2 stycken diagram A6! Gissar att de övre diagrammen A1-A3 + A4-A6 gäller mössan och de nedre diagrammen A5-A7 gäller halskragen - stämmer det? Det vore i s f bra om det stod tydligt som underrubriker vid respektive diagramgrupp. Beskrivningen gäller mössa och "hals" men vi har inget plagg som heter "hals i svenskan, det är felöversatt. På svenska heter det t ex halstub eller halskrage.
10.10.2025 - 21:50DROPS Design svaraði:
Hej Sofia. Tack för info, vi ska se över detta! Mvh DROPS Design
17.10.2025 - 11:21
Ivory Drift Set#ivorydriftset |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð húfa og hálsskjól úr DROPS Air. Stykkið er hekað í hring, ofan frá og niður.
DROPS 261-20 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJUR: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 stuðli / fastalykkju. MYNSTUR: Húfa: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Hálsskjól: Sjá mynsturteikningu A.7 til A.9. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í sömu lykkju. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring ofan frá og niður. Fyrst er heklað í hring með stuðlum jafnframt því sem aukið er út, síðan er heklað í hring í mynstri, en stykkinu er síðan snúið við eftir hverja umferð þannig að heklað er til skiptis frá réttu og frá röngu. HÚFA: Notið heklunál 5 og DROPS Air. Heklið A.1 = 11 stuðlar + 3 loftlykkjur. Heklið síðan þannig: Heklið A.2, heklið A.3 alls 11 sinnum hringinn. Haldið svona áfram með mynstur (aukið er út um 12 stuðla í hverri umferð). Munið að fylgja heklfestunni. Í stærð S/M og M/L endar A.2 og A.3 þegar 1 umferð er eftir í mynsturteikningu. Í stærð L/XL er heklað A.2 og A.3 til loka = 59-59-71 stuðlar + 3 loftlykkjur í byrjun umferðar. Heklið 1 umferð með stuðlum og aukið jafnframt út 6-10-2 stuðla jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 65-69-73 stuðlar + 3 loftlykkjur í byrjun umferðar. Stykkið mælist ca 7-7-8 cm frá miðju. Heklið síðan MYNSTUR – lesið leiðbeiningar að ofan og heklið þannig: UMFERÐ 1: Heklið A.4 í fyrstu lykkju, heklið A.5 þar til 1 lykkja er eftir í umferð, heklið A.6 í síðustu lykkju, snúið stykkinu. UMFERÐ 2: Heklið A.6 í fyrstu lykkju, heklið A.5 þar til 1 lykkja er eftir í umferð, heklið A.4 í síðustu lykkju, snúið stykkinu. Haldið svona áfram að hekla mynstur hringinn, til skiptis frá réttu og frá röngu. Þegar stykkið mælist 23-24-25 cm frá miðju – stillið af að næsta umferð sé umferð með stuðlum, aukið út 4-4-4 stuðla jafnt yfir = 69-73-77 stuðlar + 3 loftlykkjur í byrjun umferðar. Heklið síðan mynstur þar til stykkið mælist ca 31-32-33 cm frá miðju – endið eftir umferð með stuðlum. Klippið og festið þráðinn. Brjótið uppá neðstu 8 cm á húfunni. ------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað ofan frá og niður og heklað er í hring, en stykkinu er snúið eftir hverja umferð þannig að heklað er til skiptist frá réttu og frá röngu. HÁLSSKJÓL: Heklið 90-104-118 LOFTLYKKJUR – lesið leiðbeiningar að ofan, með heklunál 5 með DROPS Air. Tengið loftlykkjurnar saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið MYNSTUR – lesið leiðbeiningar að ofan og heklið þannig: UMFERÐ 1: Heklið A.5 í fyrstu loftlykkju í umferð (þ.e.a.s. í loftlykkjuna sem hekluð var 1 keðjulykkja í), heklið A.6 þar til 1 loftlykkja er eftir í umferð, heklið A.7 í síðustu loftlykkju, snúið stykkinu. UMFERÐ 2: Heklið A.7 í fyrstu lykkju, heklið A.6 þar til 1 lykkja er eftir, heklið A.5 í síðustu lykkju, snúið stykkinu. Haldið svona áfram með mynstur hringinn, til skiptis frá réttu og frá röngu. Munið að fylgja heklfestunni. Heklið þar til hálsskjólið mælist ca 25-30-35 cm – endið eftir umferð með stuðlum, klippið og festið þráðinn. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #ivorydriftset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 261-20
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.