Kathryn L Lester skrifaði:
How would I change the pattern to have the gussets the same color as the rest of the jacket? Would I just do the gussets anyhow but just use the same yarn?
14.09.2019 - 11:38DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Lester, to have the gussets in the same color as the rest of the jacket, just work them with the main colour, ie without any color change - just make sure you will have enough yarn of the main color. Happy knitting!
16.09.2019 - 08:58
Jannie Hjortstam skrifaði:
Jag skulle vilja sticka storlek xxl i en färg och med långa ärmar. Tror ni 800g garn räcker då?
02.06.2019 - 16:40DROPS Design svaraði:
Hej Jannie, inte säker på det... ta hellre ett nystan för mycket än för lite. Lycka till :)
03.06.2019 - 08:12
DROPS Extra 0-555 |
|
|
|
|
Prjónað sítt vesti úr DROPS Alpaca með stuttum ermum, prjónað frá hlið að hlið með hekluðum kanti. Stærð S – XXXL.
DROPS Extra 0-555 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út 1 lykkju með því að prjóna 2 lykkjur í næst ystu lykkju. MÁL LEIÐBEININGAR: Öll mál eru gerð fyrir miðju frá uppfitjunarkanti (fleygarnir eru ekki reiknaðir með þegar mál eru tekin) – mælt þegar stykkið liggur flatt. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju með því að prjóna 2 næst síðustu/ystu lykkjur slétt saman. FLEYGUR: Skiptið yfir í litinn fjólublár og prjónið frá neðri kanti (rétta) þannig: Prjónið 4 lykkjur, snúið og herðið á þræði og prjónið til baka, prjónið 8 lykkjur, snúið, herðið á þræði og prjónið til baka, prjónið 12 lykkjur, snúið, herðið á þræði og prjónið til baka, haldið áfram að prjóna svona með því að prjóna 4 lykkjur fleiri í hvert skipti sem snúið er við þar til prjónað hefur verið yfir alls 76-80-84-88-92-96 lykkjur, snúið stykkinu og prjónið til baka. Skiptið um lit og haldið áfram eftir útskýringu í uppskrift. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað frá hlið að hlið fram og til baka. Vegna lykkjufjöldans er prjónað með hringprjóni. Stykkið er saumað saman í lokin. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónað er frá miðju að framan og að hlið, séð frá réttu byrja allar umferðir frá neðri kanti og enda við öxl. Fitjið laust upp 119-122-125-127-130-133 lykkjur með litnum blár DROPS Alpaca með hringprjón 3. LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN ÞÚ PRJÓNAR ÁFRAM! Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – JAFNFRAMT í 5. umferð er aukið út um 1 lykkju í lok umferðar að öxl – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING, endurtakið úraukningu í lok umferðar við miðju á öxl alls 16-16-16-18-18-18 sinnum, síðan eru fitjaðar upp 42-44-46-47-49-51 nýjar lykkjur í lok umferðar uppi við öxl = 177-182-187-192-197-202 lykkjur. Munið að fylgja prjónfestunni. Þegar stykkið mælist 9-9-10-11-12-13 cm frá uppfitjunarkanti er prjónaður 1 FLEYGUR að neðri kanti – sjá leiðbeiningar að ofan. Eftir fleyginn er prjónað áfram í garðaprjóni með litnum blár þar til stykkið mælist 16-17-18-20-22-24 cm – sjá MÁL LEIÐBEININGAR. Prjónið nú 1 nýjan fleyg á sama hátt og sá fyrri. Haldið áfram í garðaprjóni með litnum blár þar til stykkið mælist 21-22-23-24-25-26 cm. Nú eru felldar af 37-37-38-38-38-39 lykkjur í byrjun umferðar frá öxl (fellt er af frá röngu). Fækkið síðan um 1 lykkju í byrjun næstu umferðar frá öxl – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA, endurtakið úrtöku í hverri umferð frá öxl alls 4-6-8-10-12-14 sinnum = 136-139-141-144-147-149 lykkjur. Fellið af mjög laust þegar stykkið mælist 23-25-27-29-32-35 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónað er frá hlið að miðju að framan, séð frá réttu byrja allar umferðir frá neðri kanti og enda við öxl. Fitjið laust upp 136-139-141-144-147-149 lykkjur með litnum blár DROPS Alpaca með hringprjón 3. Prjónið garðaprjón JAFNFRAMT í umferð 6-8-12-14-22-30 er aukið út um 1 lykkju að öxl – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING, endurtakið úraukningu í hverri umferð við öxl alls 4-6-8-10-12-14 sinnum, fitjið síðan upp 37-37-38-38-38-39 nýjar lykkjur í lok umferðar við öxl = 177-182-187-192-197-202 lykkjur. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist 7-8-9-9-10-11 cm – nú er prjónaður 1 FLEYGUR að neðri kanti á sama hátt og á framstykki. Prjónið áfram í garðaprjóni með litnum blár þar til stykkið mælist 14-16-17-18-20-22 cm, prjónið 1 nýjan fleyg. Prjónið áfram í garðaprjóni með litnum blár þar til stykkið mælist 16-18-20-21-24-27 cm. Nú eru felldar af efstu 42-44-46-47-49-51 lykkjur frá öxl og niður á við (fellt er af frá röngu). Fækkið síðan um 1 lykkju í byrjun næstu umferðar frá öxl – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA, endurtakið úrtöku í hverri umferð frá öxl alls 16-16-16-18-18-18 sinnum = 119-122-125-127-130-133 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu er fellt af fyrir 3 hnappagötum þannig: Prjónið 91-94-97-99-102-105 lykkjur í garðaprjóni, fellið af 2 lykkjur, prjónið 10 lykkjur í garðaprjóni, fellið af 2 lykkjur, prjónið 10 lykkjur í garðaprjóni, fellið af 2 lykkjur og prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 2 nýjar lykkjur yfir hvert hnappagat. Prjónið 3 umferðir til viðbótar í garðaprjóni yfir allar lykkjur, fellið af mjög laust. BAKSTYKKI: Prjónað er frá vinstri til hægri, séð frá réttu byrja allar umferðir frá neðri kanti og enda að öxl. Fitjið laust upp 136-139-141-144-147-149 lykkjur með litnum blár DROPS Alpaca með hringprjón 3. Prjónið garðaprjón JAFNFRAMT í umferð 6-8-12-14-22-30 er aukið út um 1 lykkju við öxl – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING, endurtakið útaukningu í lok hverrar umferðar við öxl alls 4-6-8-10-12-14 sinnum, fitjið síðan upp 37-37-38-38-38-39 nýjar lykkjur í lok næstu umferðar við öxl = 177-182-187-192-197-202 lykkjur. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist 7-8-9-9-10-11 cm – nú er prjónaður 1 FLEYGUR að neðri kanti. Prjónið áfram í garðaprjóni með litnum blár þar til stykkið mælist 14-16-17-18-20-22 cm, prjónið 1 nýjan fleyg. Prjónið síðan áfram í garðaprjóni með litnum blár þar til stykkið mælist 16-18-20-21-24-27 cm. Nú eru felldar af 4 lykkjur efst við öxl að hálsmáli (fellt er af í byrjun umferðar frá röngu) = 173-178-183-188-193-198 lykkjur. Þegar stykkið mælist 21-23-25-27-30-33 cm er prjónaður 1 fleygur til viðbótar. Prjónið áfram í garðaprjóni þar til stykkið mælist 26-28-30-33-36-39 cm nú eru fitjaðar upp 4 lykkjur í lok næstu umferðar við öxl = 177-182-187-192-197-202 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 28-30-33-36-40-44 cm, prjónið 1 fleyg. Prjónið þar til stykkið mælist 35-38-41-45-50-55 cm, prjónið 1 fleyg. Prjónið þar til stykkið mælist 40-43-46-49-53-57 cm. Nú eru felldar af 37-37-38-38-38-39 lykkjur í byrjun næstu umferðar frá öxl (frá röngu). Fækkið síðan um 1 lykkju í byrjun næstu umferðar frá öxl – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA, endurtakið úrtöku í hverri umferð frá öxl alls 4-6-8-10-12-14 sinnum = 136-139-141-144-147-149 lykkjur eftir á prjóni. Fellið af mjög laust þegar stykkið mælist 42-46-50-54-60-66 cm. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 72-76-82-86-92-96 lykkjur með litnum blár DROPS Alpaca með hringprjón 3. Prjónið garðaprjón í 3 cm, fellið síðan af fyrir ermakúpu í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið: 4 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 8-10-12-15-18-20 sinnum, fellið síðan af 2 lykkjur í hvorri hlið þar til stykkið mælist 8-9-10-11-12-13 cm, í lokin eru felldar af 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið, áður en allar lykkjur eru felldar af, stykkið mælist ca 9-10-11-12-13-14 cm. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma innan við affellingarkantinn/uppfitjunarkantinn og saumið axlasauma kant í kant. Saumið ermasauma kant í kant og saumið ermar í. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið upp meðfram hægri kanti að framan, í kringum hnakka og niður meðfram vinstri kanti að framan með litnum fjólublár með heklunál 3,5 þannig: 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-*. Saumið tölur í vinstra framstykki. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-555
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.