Nú er loksins komið að því að gera andlitið á hreindýrinu. Fylgdu leiðbeiningunum okkar – eða hannaðu þitt eigið hreindýr sem passar þínum karakter. Allt er leyfilegt!
Ekki gleyma að ef þú ert í einhverjum vafa þá finnur þú fullt af kennsluleiðbeiningum og kennslumyndböndum neðst á síðunni, þú getur einnig skrifað okkur línu í dálkinn neðst á síðunni og við reynum að svara eins fljótt og mögulegt er.
Við vonumst svo sannarlega til að þú hafir haft gaman af því að prjóna þessa peysu með okkur – sendu okkur endilega myndir af peysunni þinni full frágenginni í KAL gallery!
HÁR:
Festið 3 kögur fyrir hár framan á höfuðið og 3 kögur aftan á höfði.
1 kögur = klippið 2 þræði millibrúnn (litur e) ca 8-9 cm. Leggið 2 þræðina saman, dragið þræðina utan um lykkju efst á höfði á hreindýri á milli beige (litur d) á höfði og millibrúna (litur e) í horni – mitt á sjálfu höfðinu. Hnýtið tvöfaldan hnút. Festið alveg eins kögur hvoru megin við miðju kögrið – sjá mynd.
AUGU:
Gerið 2 augu með millibrúnn (litur e) þannig: 1 auga. Klippið 3 þræði ca 40 cm. Gerið 4 hnúta utan um prjón 5 – sjá mynsturteikningu A.3 (þ.e.a.s. gerið 3 LAUSA hnúta, gerið 1 auga til viðbótar. Staðsetjið augun framan á höfuðið á hreindýri, akkúrat yfir ljós beige eininguna – sjá mynd. Dragið þræðina í gegnum stykkið hvoru megin við lykkju á peysu og hnýtið þræðina á röngu.
NEF:
Gerið einn dúsk með rauður (litur a) ca 5-6 cm að þvermáli, munið að setja 2 þræði í til að festa dúskinn með. Festið dúskinn framan á höfuðið á hreindýri ca mitt í ljós beige eininguna með því að þræða þræðina í gegnum stykkið hvoru megin við lykkju á peysu og hnýtið á röngunni.
HÁLSÓL AÐ AFTAN (á við um bakstykki með hreindýri):
Heklið loftlykkjuröð ca 14 cm með heklunál 4 með gulum (litur f). Staðsetjið hálsólina þvert yfir hálsinn á hreindýrinu á bakstykki. Festið enda á röngu á stykki.
HÁLSÓL AÐ FRAMAN:
Heklið loftlykkjuröð ca 16-18 cm með heklunál 4 með gulur (litur f). Þræðið rautt hjarta eða svipað sem skraut á loftlykkjuröðina og hnýtið hnút þannig að hjartað haldist mitt í loftlykkjuröðinni. Staðsetjið hálsólina þvert yfir hálsinn á hreindýri á framstykki. Festið enda á röngu á stykki.
![]() | = einfaldur hnútur |
NEF:
Gerið einn dúsk með rauður (litur a) ca 7 cm að þvermáli. Klippið dúskinn þannig að hann fái sporöskjulaga form, þannig að það verða ca 7 cm í aðra áttina og ca 5 cm í hina áttina, en munið að skilja eftir 2 þræði til að festa dúskinn með.
Festið dúskinn framan á höfuðið á hreindýri ca mitt í ljós beige eininguna – sjá mynd. Dragið þræðina í gegnum stykkið hvoru megin við lykkju á peysu og hnýtið endana saman á röngunni.
AUGU:
Gerið 2 augu með millibrúnn (litur e) þannig: 1 auga. Klippið 3 þræði ca 40 cm. Gerið 4 hnúta utan um prjón 5 – sjá mynsturteikningu A.3 (þ.e.a.s. gerið 3 LAUSA hnúta, gerið 1 auga til viðbótar. Staðsetjið augun framan á höfuðið á hreindýri, akkúrat yfir ljós beige eininguna – sjá mynd. Dragið þræðina í gegnum stykkið hvoru megin við lykkju á peysu og hnýtið þræðina á röngunni.
HÁR:
Festið 4 kögur fyrir hár framan á höfuðið og 4 kögur aftan á höfði.
1 kögur = klippið 2 þræði millibrúnn (litur e) ca 8-9 cm. Leggið 2 þræðina saman, dragið þræðina utan um lykkju efst á höfði á hreindýri á milli beige (litur d) á höfði og millibrúna (litur e) í horni – mitt á sjálfu höfðinu. Hnýtið tvöfaldan hnút. Festið alveg eins kögur hvoru megin við miðju kögrið – sjá mynd.
HÁLSÓL AÐ FRAMAN:
Heklið loftlykkjuröð ca 16-18 cm með heklunál 4 með gulur (litur f). Þræðið rautt hjarta eða svipað sem skraut á loftlykkjuröðina og hnýtið hnút þannig að hjartað haldist mitt í loftlykkjuröðinni. Staðsetjið hálsólina þvert yfir hálsinn á hreindýri á framstykki. Festið enda á röngunni á stykki.
HÁLSÓL AÐ AFTAN:
Heklið loftlykkjuröð ca 15 cm með heklunál 4 með gulur (litur f) Staðsetjið hálsólina þvert yfir hálsinn á hreindýrinu á bakstykki. Festið enda á röngunni á stykki.
SNJÓR:
Gerið ca 16 hnúta með natur (litur b) fyrir snjó: Klippið 1 þráð ca 40 cm. Gerið 4 hnúta utan um prjón 5,5 – sjá A.3 (þ.e.a.s. gerið 3 LAUSA hnúta, gerið 1 hnút til viðbótar og herðið á bandi á þessum hnút = 1 hnútur). Staðsetjið snjó á efri hluta á berustykki, t.d. 4 snjókorn á framstykki, 5 snjókorn á bakstykki, 4 snjókorn á vinstri ermi og 3 snjókorn á hægri ermi. Dragið þráðar enda í gegnum stykkið hvoru megin við lykkju í peysu og hnýtið þráðar endana saman á röngunni.
![]() | = einfaldur hnútur |
Nú höfum við klárað! Við getum ekki beðið eftir því að sjá hvernig þitt hreindýr lítur út. Vertu viss um að nota myllumerkið þegar þú deilir myndunum þínum á netinu: #DROPSChristmasKAL og #RedNoseJumper (ef þú hefur gert fullorðinspeysu) eða #RedNoseJumperKids (ef þú hefur gert barnapeysu).
Hér er listi yfir kennsluleiðbeiningar og kennslumyndbönd til að aðstoða við andlitið á hreindýrinu!>