Hvernig á að fækka um 2 lykkjur til vinstri, til hægri og hvernig á að fækka 4 lykkjur saman

Keywords: blaðamynstur, sjal,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fækkum um 2 lykkjur til vinstri, 2 lykkjur til hægri og hvernig við fækkum 4 lykkjur saman. Þessi aðferð við úrtöku er notuð í Lacey Laurels sjalinu í DROPS 203-14. Við höfum nú þegar prjónað 30 umferðir í mynsturteikningu með 2 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið og sýnum umferð 1 í myndbandinu hvernig við fækkum um 2 lykkjur til vinstri með því að lyfta 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, eftir það prjónum við 2 næstu lykkjur slétt saman, steypum síðan lyftu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman (= 2 lykkjur færri). Eftir þetta prjónum við 1 lykkju slétt, 1 lykkju slétt í lykkjuna undir næstu lykkju og 1 lykkju slétt.
Síðan sýnum við hvernig við fækkum um 2 lykkjur til hægri: Prjónið 3 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri).
Í umferð 35 sýnum við hvernig við fækkum um 4 lykkjur: Lyftið 3 lykkjum af prjóni eins og prjóna eigi þær slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið 3 lyftu lykkjunum yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman.
Þetta sjal er prjónað úr DROPS Alpaca, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.