Myndband #1122, skráð í: Mynstur kennslumyndbönd, Heimilið / hekluð mynstur, Heklmynstur, Hekluð teppi
Myndböndin okkar hafa ekkert hljóð. Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og fólk sem skoðar myndböndin okkar talar mörg mismunandi tungumál og margir skilja ekki ensku. Þar sem það er ekkert gefið tungumál fyrir okkur að nota, höfum við í staðinn skrifaðar leiðbeiningar fyrir myndböndin og ekkert hljóð sem truflar þegar þú horfir.
Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.
Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hekla á kúlur sem notaðar eru í 4. vísbendingu í DROPS ráðgátu teppinu Spring Lane. Þetta teppi er heklað úr DROPS ♥ You #8, en í myndbandinu heklum við með grófara garni; DROPS Snow. 1= KÚLA Í BYRJUN UMFERÐAR: 3 loftlykkjur (jafngilda 1 stuðli), heklið 3 stuðla í sömu lykkju, sleppið niður lykkju frá síðasta stuðli af heklunálinni, stingið heklunálinni inn framan í þriðju loftlykkju á toppnum á fyrsta stuðli sem var heklaður, sækið lykkjuna frá síðasta stuðli og dragið hana í gegnum lykkjuna á heklunálinni. 2= KÚLA: Heklið 4 stuðla í næstu loftlykkju, sleppið niður lykkjunni frá síðasta stuðli og dragið í gegnum lykkjuna á heklunálinni. Til að lesa meira um DROPS CAL Spring Lane sjá: Vertu með í DROPS Along