Önnur vísbendingin í þessu Crochet-Along inniheldur 6. til 11. umferð í ferningnum sem við köllum A.1. Við notum tilgreinda mynsturteikningu sem er með einföldum texta ásamt myndum hvernig stykkið kemur til með að líta út, lykkju fyrir lykkju. Ef þú ert vön/vanur að hekla eftir mynsturteikningu, þá getur þú séð allt mynstrið með táknum neðst undir öllum myndunum. Ef þig langar heldur til að fylgja kennslumyndböndunum okkar eftir þá eru þau neðst á síðunni.
Í næsta stigi A.1 notum við eftirfarandi litasamsetningu:
6. UMFERÐ: 01 hvítur
7. UMFERÐ: 17 ljós fjólublár
8. UMFERÐ: 15 bleikur
9. UMFERÐ: 05 ljós þveginn
10.+ 11. UMFERÐ: 01 hvítur
LEIÐSÖGN VARÐANDI LITI:
Notar þú aðra litasamsetningu en þá sem við notum hér?
Merktu þá hjá þér hvaða litanúmer þú setur í staðin áður en þú byrjar, þú getur fundið yfirlit yfir litanúmerinhér.
HEKLLEIÐBEININGAR:
Það sem stendur á milli tveggja * á að endurtaka í hvert skipti þar sem stendur frá *-* í uppskrift.
Rauðu táknin í mynsturteikningu eru útskýrð í texta yfir myndum.
Farðu í fyrsta hringinn sem við gerðum í vísbendingu #1.
6. UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju.
Heklið * 1 fastalykkju í hvora af næstu 2 lykkjum, 1 hálfur stuðull í næstu lykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 3 lykkjum, 2 tvíbrugðnir stuðlar í næstu lykkju, 3 loftlykkjur (horn), 2 tvíbrugðnir stuðlar í sömu lykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 3 lykkjum, 1 hálfur stuðull í næstu lykkju, 1 fastalykkja í hverja af næstu 10 lykkjum *, endurtakið frá *-* 4 sinnum alls.
Endið umferð með 1 keðjulykkju í loftlykkju frá byrjun umferðar, ekki skipta um lit.
7. UMFERÐ:
Heklið 1 keðjulykkju í hvora af næstu 2 fastalykkjum, skiptið yfir í litinn ljós fjólublár þegar síðasta keðjulykkjan er hekluð, lesið LITASKIPTI að neðan, 1 loftlykkja, klippið frá þráðinn í litnum hvítur.
LITASKIPTI:
Til að fá fallega skiptingu þegar skipt er um lit er síðasta lykkjan í umferð hekluð með nýja litum.
Heklið * 1 fastalykkju í hálfa stuðulinn, hoppið yfir 2 stuðla, 1 stuðull í hverja af næstu 3 lykkjum, 2 stuðlar um loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur (horn), 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga, 1 stuðull í hverja af næstu 3 lykkjum, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju, hoppið yfir 2 lykkjur, 3 stuðlar í næstu lykkju, 1 loftlykkja, 3 stuðlar í sömu lykkju, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju. Hoppið yfir 2 lykkjur, 3 stuðlar í næstu lykkju, 1 loftlykkja, 3 stuðlar í sömu lykkju, hoppið yfir 3 lykkjur *, endurtakið frá *-* 4 sinum alls, en í síðustu endurtekningu er einnig hoppað yfir tvær keðjulykkjur og loftlykkjur frá byrjun umferðar.
Endið umferðina með 1 keðjulykkju í fastalykkju frá byrjun umferðar. Lesið LITASKIPTI að ofan, skiptið yfir í litinn bleikur og klippið frá þráðinn í litnum ljós fjólublár.
8. UMFERÐ:
Heklið 3 loftlykkjur.
Heklið * 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 fastalykkja í hverja af næstu 3 lykkjum, 2 fastalykkjur um loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur (horn), 2 fastalykkjur um sama loftlykkjuboga, 1 fastalykkja í hverja af næstu 3 lykkjum, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, ** 1 stuðull í næstu lykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 3 lykkjur, 1 fastalykkja um loftlykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 3 lykkjur **, endurtakið frá **-** 1 sinni til viðbótar, 1 stuðull í næstu lykkju *. Endurtakið frá *-* 4 sinnum alls, en endið með 1 keðjulykkju í staðin fyrir 1 stuðul í síðustu endurtekningunni.
Endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, lesið LITASKIPTI að ofan. Skiptið yfir í litinn ljós þveginn og klippið frá þráðinn í litnum bleikur.
9. UMFERÐ:
Heklið 3 loftlykkjur, 2 stuðlar um loftlykkjuboga, 1 stuðul í næstu lykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hverja af næstu 3 lykkjum.
HORN: Heklið 2 stuðla um loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur, 2 stuðlar um sama loftlykkjuboga.
Heklið * 1 stuðul í hverja af næstu 3 lykkjum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í næstu lykkju, ** 2 stuðlar um loftlykkjubogann, 1 stuðul í næstu lykkju **, endurtakið frá **-** 2 sinnum til viðbótar. Heklið 1 stuðul í sömu lykkju, endurtakið frá **-** 3 sinnum til viðbótar. Heklið 1 loftlykkju, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hverja og eina af 3 næstu lykkjum *. Heklið HORN og frá *-* 3 innum alls.
Heklið HORN, sjá útskýringu að ofan.
Heklið * 1 stuðul í hverja af næstu 3 lykkjum, 1 ll, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í næstu lykkju, ** 2 stuðlar um loftlykkjubogann, 1 stuðull í næstu lykkju **, endurtakið frá **-** tvisvar sinnum til viðbótar. Heklið 1 stuðul í sömu lykkju, endurtakið frá **-** 1 sinni til viðbótar. Heklið 2 stuðla um loftlykkjubogann. Endið umferðina með einni keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar. Ekki skipta um lit.
10. UMFERÐ:
Heklið 1 keðjulykkju í hvora af næstu 2 lykkjum, jafnframt er skipt yfir í litinn hvítur í síðustu lykkjunni, lesið LITASKIPTI að ofan, 3 loftlykkjur, klippið frá þráðinn í litnum ljós þveginn. Heklið 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 stuðull í næstu lykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í hvern af næstu 3 stuðlum.
HORN:
Heklið 2 stuðla um loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur, 2 stuðlar í sama loftlykkjuboga.
Heklið * 1 stuðul í hvern af næstu 3 stuðlum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, ** 1 stuðull í næstu lykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur **, endurtakið frá **-** 2 sinnum til viðbótar. Heklið 1 stuðul í næstu lykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í hvora af næstu 2 stuðlum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, heklið frá **-** 3 sinnum, 1 stuðull í næstu lykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 3 lykkjum*.
Heklið HORN, sjá útskýringu að ofan og frá *-* 3 sinnum alls, heklið HORN.
Heklið 1 stuðul í hvern af næstu 3 stuðlum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, * 1 stuðull í næstu lykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur *, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar. Heklið 1 stuðul í næstu lykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju. Endurtakið frá *-* 2 sinnum.
Endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar, ekki skipta um lit.
11. UMFERÐ:
Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í 3. loftlykkju frá fyrri umferð, 2 fastalykkjur um loftlykkjubogann, 1 fastalykkja í/um hverja af næstu 7 lykkjum.
HORN:
Heklið 2 fasta lykkjur um loftlykkjubogann, 3 loftlykkjur, 2 fastalykkjur í sama loftlykkjuboga.
Heklið * 1 fastalykkju í /um hverja af næstu lykkjum og 2 fastalykkjur um hvern loftlykkjuboga *. Heklið HORN, sjá útskýringu að ofan og frá *-* alla umferðina hringinn = 160 fastalykkjur og 12 loftlykkjur (4 loftlykkjubogar).
Endið með 1 keðjulykkju frá byrjun umferðar. Klippið frá og festið alla enda.
Nú ertu búin með einn ferning. Nú heklar þú 6.-11. umferð á hinum hringnum frá vísbendingu #1 í þessari litasamsetningu:
6.UMFERÐ: 01 hvítur
7.UMFERÐ: 17 ljós fjólublár
8.UMFERÐ: 16 fjólublár
9.UMFERÐ: 05 ljós þveginn
10.+ 11.UMFERÐ: 01 hvítur
Hér getur þú séð hvernig báðar litasamsetningarnar líta út heklaðar eftir mynsturteikningu A.1. Ferningarnir eiga að vera 25 x 25 cm.
![]() |
= | loftlykkja |
![]() |
= | keðjulykkja í/um lykkju |
![]() |
= | fastalykkja í lykkju |
![]() |
= | fastalykkja um loftlykkju/loftlykkjuboga |
![]() |
= | hálfur stuðull í lykkju |
![]() |
= | stuðull um loftlykkju/loftlykkjuboga |
![]() |
= | stuðull í lykkju |
![]() |
= | tvíbrugðinn stuðull í lykkju |
![]() |
= | 3 loftlykkjur |
Lynette Reay wrote:
Mai please join the CAL
09.03.2017 - 14:44