Hvernig á að hekla nef á páskahérahúfu í DROPS Extra 0-1022

Keywords: karneval, páskar, skrímslahúfa,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum nef á páskahéra í húfu Honey Bunny í DROPS Extra 0-1022. Nefið samanstendur af 3 stykkjum sem saumuð eru saman í lokin. Þegar öll 3 stykkin hafa verið gerð, saumið stykki 1 og 2 saman þannig: Leggið stykkin með réttuna upp. Lykkjurnar sem ekki var heklað í umferð 3 liggja að hverri annarri kant í kant, saumið þessar lykkjur saman. Saumið eftir það litla bleika hlutann af nefi niður á græna hlutann. Þessi húfa er hekluð úr DROPS Lima, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.