Blue August by DROPS Design

Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og tvöföldu perluprjóni á ermum. Stærð 2-12 ára.

DROPS Design: Mynstur sk-005-bn
Garnflokkur B
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára
Stærð jafngildir ca hæð á barni í cm:
92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152

EFNI:
DROPS SKY frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
150-150-200-200-250-250 g litur 12, gallabuxnablár

PRJÓNFESTA:
21 lykkja á breidd og 28 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 4.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 4: lengd 40 cm og 60 cm fyrir sléttprjón.
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3: lengd 40 cm og 60 cm fyrir stroff.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!


74% Alpakka, 18% Polyamide, 8% Ull
frá 1298.00 kr /50g
DROPS Sky uni colour DROPS Sky uni colour 1298.00 kr /50g
Panta
DROPS Sky mix DROPS Sky mix 1298.00 kr /50g
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3894kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

ÚTAUKNING:
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 76 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 14) = 5,4.
Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 5. og 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat.

MYNSTUR (á við um ermar):
Sjá mynsturteikningu A.1.

LASKALÍNA:
Aukið út fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma eins og útskýrt er að neðan.
Aukið út á eftir prjónamerki þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn.
Aukið út á undan prjónamerki þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt.
Þ.e.a.s. aukið út um 2 lykkjur við hvert prjónamerki og alls 8 lykkjur í umferð.
Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni.

ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum):
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri).

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Kantur í hálsi og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykki skiptist til fram- og bakstykki og ermar. Framstykki og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón hvort fyrir sig, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður.

KANTUR Í HÁLSI:
Fitjið upp 76-80-84-88-92-96 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með gallabuxnablár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 14 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum – sjá ÚTAUKNING = 90-94-98-102-106-110 lykkjur. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan.

BERUSTYKKI:
Skiptið yfir á hringprjón 4. Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar). Prjónamerkin eru notuð þegar aukið er út fyrir laskalínu.
Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, teljið 13 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 32-34-36-38-40-42 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 13 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 32-34-36-38-40-42 lykkjur á eftir síðasta prjónamerki á bakstykki.
Fyrsta umferð er prjónuð þannig: Aukið út fyrir LASKALÍNA eftir prjónamerki – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1 yfir næstu 10 lykkjur (= 5 mynstureiningar með 2 lykkjum), prjónið A.1B (= 1 lykkja), aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við prjónamerki, prjónið sléttprjón á framstykki þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við prjónamerki, prjónið A.1A yfir næstu 10 lykkjurnar (= 5 mynstureiningar með 2 lykkjum), prjónið A.1B (= 1 lykkja), aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við prjónamerkin, prjónið sléttprjón á bakstykki þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki í byrjun á umferð og aukið út fyrir laskalínu á undan prjónamerki (= 8 lykkjur fleiri).
Haldið svona áfram með A.1 á báðum ermum, sléttprjón á framstykki og bakstykki og 2 lykkjur sléttprjón meðfram hverri laskalínu (1 lykkja sléttprjón hvoru megin við öll prjónamerkin). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT er aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 16-17-18-19-20-21 sinnum hvor megin við öll prjónamerkin (meðtalin útaukning sem er útskýrð í fyrstu umferð) = 218-230-242-254-266-278 lykkjur.
Haldið áfram með mynstur án útaukninga þar til stykkið mælist 14-15-16-17-18-19 cm frá uppfitjunarkanti.
Nú skiptist berustykkið til fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki í byrjun á umferð (lyftið fyrstu lykkju á hægri prjón yfir á vinstri prjón), setjið fyrstu 47-49-51-53-55-57 lykkjurnar á 1 þráð fyrir ermi (þær 2 lykkjur með sléttprjóni í laskalínu tilheyra nú ermi), fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 62-66-70-74-78-82 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 47-49-51-53-55-57 lykkjurnar á 1 band fyrir ermi, fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 62-66-70-74-78-82 lykkjur sléttprjón (= bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvort fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

FRAMSTYKKI:
= 136-144-152-160-168-176 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 16-19-22-24-27-30 cm frá skiptingu (eða að óskaðir lengd, nú eru eftir ca 3-3-3-4-4-4 cm til loka). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 144-152-160-168-176-184 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 36-40-44-48-52-56 cm frá öxl og niður.

ERMI:
Setjið til baka 47-49-51-53-55-57 lykkjur af bandi á annarri hlið á stykki á sokkaprjón 4 og prjónið að auki upp 1 nýja lykkju í hverja og eina af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 53-55-57-59-61-63 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi.
Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram með A.1 hringinn (passaðu uppá að þú byrjið við rétta umferð í mynsturteikningu miðað við þar sem mynstureining endaði á berustykki)

Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2-2½-3-3½-4-4½ cm millibili alls 8 sinnum í öllum stærðum = 37-39-41-43-45-47 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 20-24-27-31-34-38 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 3-3-3-4-4-4 cm til loka). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 3-5-3-5-3-5 lykkjur jafnt yfir = 40-44-44-48-48-52 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 23-27-30-35-38-42 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina alveg eins.

Mynstur

= slétt
= brugðið

Lenka 12.05.2019 - 09:47:

Dobry den. Nevim jaký vzor mám plést u rukávu? U první řady sedla chápu, ale pak se v návodu pokračuje vzorem A.1 a to nevím jaky je? Jestli jsou to spojené vzory A.1a + A.1b jdoucí za sebou? Takze hl, ob, hl, hl? A 3. řada ob, hl, ob, ob? Dekuji za odpověď

DROPS Design 12.05.2019 kl. 10:25:

Dobrý den, Lenko, na rukávu pokračujete ve vzoru tak, jak je založený na sedle, proto není dost dobře možné rozepsat ho po jednotlivých očkách, ale musíte si ho upravit podle předchozí části pleteniny (sedla), aby plynule navazoval. V podstatě jde o schéma A.1a. (A.1b je jeho polovina - doplněk pro raglánový šev). Hezký den s jehlicemi! Hana

Chua 18.03.2019 - 10:46:

It's very nice pattern. Do you have this pattern in adult size as well? I will like to knit for my sons , but their size is now 164-176. Best regards.

DROPS Design 18.03.2019 kl. 11:45:

Dear Mrs Chua,you will find here all our raglan jumpers that could inspire you. Happy knitting!

Anne Zimmer 16.03.2019 - 16:57:

Ein wunderschönes Modell, auch schön für Erwachsene! Das arbeite ich sooft nach. Danke😃

Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 34-17

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.