Hér er 2. vísbendingin fyrir teppið okkar Mystery Blanket CAL – með auðveldum leiðbeiningum skref fyrir skref – allir geta verið með! Þú finnur einnig 2 kennslumyndbönd neðst sem geta hjálpað þér!
Heklið með litnum bleikur með heklunál nr 3 og gerið galdrahring – sjá GALDRAHRINGUR.
GALDRAHRINGUR: Haldið í þráðar endann og vefjið þræðinum um vinstri vísifingur. Heklið lykkjur um hringinn og þráðar endann og þegar þú hefur heklað þann fjölda l sem gefinn er upp í uppskrift, dragðu í endann þannig að miðjan dragist saman.
UMFERÐ 1: 2 ll (koma í stað 1 hst).
UMFERÐ 1: Heklið 5 hst um hringinn.
UMFERÐ 1: Endið með 1 kl í 2. ll = 6 hst um galdrahringinn.
UMFERÐ 2: 2 ll (koma í stað 1 hst), 1 hst í sömu l, 2 hst í hverja l í umf og endið með 1 kl í 2. ll – lesið LITASKIPTI = 12 hst um hringinn. Klippið frá.
LITASKIPTI:
Þegar skipt er um lit er heklað þannig: Þegar draga á þráðinn í gegnum síðustu l á heklunálinni, skiptið um lit, dragið þráðinn í gegnum síðustu l á heklunálinni með nýja litum.
UMFERÐ 3: Skiptið yfir í litinn ljós turkos og heklið 1 ll og 1 fl í sömu l. * 3 ll, hoppið yfir 1 ll, 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-* yfir alla umf og endið með 1 kl í fyrstu ll í umf = 6 ll-bogar.
UMFERÐ 4: 1 ll, um ll-bogann er heklað þannig: * 1 fl, 1 hst, 1 st, 1 hst, 1 fl um ll-bogann *, endurtakið um hvern ll-boga og endið með 1 kl í fyrstu kl – LESIÐ LITASKIPTI.
= 6 blöð. Klippið frá.
UMFERÐ 5: Skiptið yfir í turkos, 1 ll, heklið í hvert blað þannig: * 1 fl í fl, 1 hst í hst, (2 st, 2 ll, 2 st) í st, 1 hst í hst og 1 fl í fl *. Endið með 1 kl í ll frá byrjun umf.
= 6 blöð. Klippið frá.
Blómið er nú tilbúið og ferningur heklaður.
UMFERÐ 1: Skiptið yfir í litinn hvítur og snúið stykkinu og heklið frá bakhlið. Heklið 1 kl um fl frá 3. umf. * 4 ll, 1 kl um næstu fl frá 3. umf *, endurtakið yfir alla umf og endið með 1 kl í fyrstu kl í umf = 6 ll-bogar.
UMFERÐ 2:Snúið stykkinu, frá réttu 1 kl í fyrsta ll-boga, 3 ll (= 1 st), 3 st í sama ll-boga, *(2 st, 2 ll, 4 st) í næsta ll-boga, (4 st, 2 ll, 2 st) í næsta ll-boga *, 4 st í næsta ll-boga endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar og endið með 1 kl í 3. ll í byrjun umf = 32 st, 4 ll-bogar.
UMFERÐ 3: 3 ll (= 1 st), heklið 1 st í hvern st að 2 ll-boga í hverju horni, heklið (2 st, 2 ll, 2 st) í hvert horn yfir alla umf og endið með 1 kl í 3. ll í byrjun umf = 48 st, 4 ll-bogar.
UMFERÐ 4: 3 ll (= 1 st), 1 st í næsta st, * 1 st í gegnum ll-boga á blaði í 5. umf á blómi og í næsta st frá 3. umf á ferningi.
UMFERÐ 4: Blómið og ferningurinn er heklað saman.
Útskýring á allri UMFERÐ 4: 1 st í næstu 5 st, (2 st, 2 ll, 2 st) um ll-boga í horni, 1 st í næsta st, 1 st í gegnum 2 ll á blaði í umf 5 og næsta st frá umf 8, 1 st í næstu 8 st, 1 st í gegnum 2 ll á blaði í umf 5 og næsta st frá umf 8, 1 st í næsta st, (2 st, 2 ll, 2 st) um ll-boga í horni *, 1 st í næstu 6 st og endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar og endið með 1 st í síðustu 4 st í umf og 1 kl í 3. ll frá byrjun umf = 64 st, 4 ll-bogar.
UMFERÐ 5: 1 ll (= 1 fl), hoppið yfir 1 st, heklið 1 fl í hvern st að 2 ll-boga í hverju horni, heklið (1 fl, 1 hst, 1 fl) í hvert horn yfir allar umf. Endið með 1 kl í fyrstu fl frá byrjun umf = 72 fl og 4 hst um allan ferninginn. Klippið frá.
Bakhlið:
Nú er eitt stk Smørblomst tilbúið ca 9,5 x 9,5 cm. Festið alla enda og heklið alls 5 ferninga á sama hátt með sömu litum – eða í litum að eigin ósk.
Aan het einde van toer 5 vergeten jullie de kleurwissel aan te geven ;)!
13.04.2016 - 18:25