Hvernig á að prjóna stroffkant með 1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið í hring á hringprjóna
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum stroffkant með 1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið á hringprjóna.
Stroffið gefur teygjanlega einingu sem oftast er notað í kanta í hálsmáli og á ermum á flík.
Fitjið upp lykkjufjölda sem er deilanlegur með 2, eftir það er prjónað í hring «lykkjurnar tengjast saman» og byrjið að prjóna 1 lykkju slétt (fyrsta lykkjan sem fitjuð var upp), 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið o.s.frv. út umferðina (það er líka hægt að byrja að prjóna með 1 lykkju brugðið, 1 lykkju slétt o.s.frv.). Þegar 2. umferðin byrjar þá eru sléttar lykkjur prjónaðar yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur prjónaðar yfir brugðnar lykkjur. Hér er mikilvægt að allar sléttu lykkjurnar komi yfir hverja aðra og að allar brugðnu lykkjurnar komi yfir hverja aðrar.
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.
Madara skrifaði:
These video of loop knitting are very educational, I could always learn more!
16.10.2011 - 17:26