Hvernig á að hekla þríbrugðinn og fjórbrugðinn stuðul sem er í 5. vísbendingu DROPS Mystery blanket

Keywords: teppi,

Í þessu myndbandi sýnum við hvernig hekla á þríbrugðna stuðla og fjórbrugðna stuðla sem eru í 5. Vísbendingu í DROPS Mystery blanket Spring Lane. Þetta teppi er heklað úr DROPS ♥ You #8, en í myndbandinu heklum við með grófara garni; DROPS Snow.

1= ÞRÍBRUGÐINN STUÐULL: Bregðið bandinu 3 sinnum um heklunálina eins og útskýrt er í uppskrift, bregðið bandinu 1 sinni um heklunálina og dragið bandið undir kúluna (= 5 lykkjur á heklunálinni), * bregðið bandinu um heklunálina, dragið bandið í gegnum þær 2 fyrstu/næstu lykkjunum á heklunálinni *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum = 1 lykkja á heklunálinni.
2= FJÓRBRUGÐINN STUÐUL: Bregðið bandinu 4 sinnum um heklunálina, færið heklunálina í kringum lykkjuna eins og útskýrt er í uppskrift/sjá í mynsturteikningu hvernig línan liggur, bregðið bandi um heklunálina og dragið uppsláttinn undir þríbrugðna stuðulinn (= 6 lykkjur á heklunálinni), ** bregðið bandi um heklunálina, dragið uppsláttinn í gegnum 2 fyrstu/næstu lykkjur á heklunálinni **, endurtakið frá **-** alls 5 sinnum = 1 lykkja á heklunálinni. Til að lesa meira um DROPS CAL Spring Lane sjá: Vertu með í DROPS Along

Athugasemdir (1)

Elise wrote:

Where is the volume to these videos

21.04.2017 - 20:58

DROPS Design answered:

Dear Elise, there is no sound on the videos. The site (patterns, tutorials, etc) is available in several languages. To follow the video you will have to read the explanation below the video, and read the given pattern thoroughly. I hope this helped, happy crafting!

22.04.2017 - 09:18

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.