Hvernig á að hekla hálfan stuðul

Hvernig á að hekla hálfan stuðul

Hér erum við búin að hekla loftlykkjuröð. Þú byrjar á að hekla hálfanstuðul í 3. loftlykkju frá heklunálinni eða í þá lykkju sem stendur í uppskrift. Sjá hér!

Mynd 1: Þræðinum á vísifingri er brugðið um heklunálina, þá ertu með tvær lykkjur á heklunálinni.

Mynd 2: Oddi heklunálarinnar er stungið í 3. lykkju frá heklunálinni, þræðinum á vísifingri er brugðið um heklunálina og þráðurinn dreginn í gegnum loftlykkjuna. Nú ertu með þrjár lykkjur á heklunálinni.

Mynd 3: Þræðinum á vísifingri er aftur brugðið um heklunálina og þráðurinn er dreginn í gegnum allar lykkjur á heklunálinni.

Nú er ein lykkja eftir á heklunálinni og þú getur haldið áfram að hekla hálfstuðla í hverja loftlykkju út umferðina. Hálfstuðull er oftast heklaður í gegnum báða lykkjubogana frá fyrri röð. Þú færð mismunandi áferð eftir því hvort þú heklir einungis í aftari lykkjubogann, fremri lykkjubogann eða þá í báða. Ef ekkert er sagt til um þetta í uppskrift er oftast heklað í gegnum báða lykkjubogana.

Þú getur einnig skoðað þetta myndband