Hvernig á að hekla loftlykkjur

Ef þú hefur lært að gera fyrstu lykkjuna á heklunálinni þá er einfalt að halda áfram með loftlykkjur. Sjá hér!

Mynd 1: Staðsettu þráðinn með langa endanum (endanum sem á að vinna með) yfir vinstri vísifingur, haltu endanum stöðugum á milli fingranna. Þræðinum frá vísifingri er brugðið um heklunálina.

Mynd 2: Notaðu krókinn á heklunálinni til þess að draga þráðinn í gegnum lykkjuna á heklunálinni.

Mynd 3: Stilltu stærð lykkjunnar af með því að draga aðeins í langa endann á þræðinum.

Mynd 4: Svona heldur þú áfram þar til þú hefur þann fjölda loftlykkja sem óskað er eftir. Nokkrar loftlykkjur heklaðar á eftir hverri annarri kallast loftlykkjuröð.

Þegar loftlykkjur eru taldar þá telst er lykkjan sem er á heklunálinni ekki með. Ef stendur í mynstri:..”byrjaðu í 2. loftlykkjum frá heklunálinni”…þá telur þú næstu lykkju frá lykkju á heklunálinni og heklar síðan áfram.

Þú getur einnig skoðað þetta myndband