Daisy Delight Cardigan by DROPS Design

Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Merino Extra Fine, DROPS Lima eða DROPS Cotton Light. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með blómum, litamynstri, garðaprjóni og sléttprjóni. Stærð 3-12 ára.

DROPS Design: Mynstur me-051-bn
Garnflokkur B
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára
Stærðin jafngildir ca hæð á barni í cm.
98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152

EFNI:
DROPS MERINO EXTRA FINE frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
250-300-300-350-350 g litur 34, fjólublár
50-50-50-50-50 g litur 01, natur
50-50-50-50-50 g litur 30, sinnep

Eða notið:
DROPS LIMA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
250-300-300-350-350 g litur 6273, kirsuberjarauður
50-50-50-50-50 g litur 0100, natur
50-50-50-50-50 g litur 2923, gulur

Eða notið:
DROPS COTTON LIGHT frá Garnstudio (tilheyrir garnflokkur B)
250-300-300-350-350 g litur 17, dökk rauður
50-50-50-50-50 g litur 01, natur
50-50-50-50-50 g litur 28, gulur

PRJÓNFESTA:
21 lykkja á breidd og 28 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 4.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 4: lengd 40 cm og 60 cm.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

DROPS TALA, Kókoshneta NR: 516: 5-5-6-6-6 st

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!


100% Ull
frá 524.00 kr /50g
DROPS Merino Extra Fine uni colour DROPS Merino Extra Fine uni colour 524.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Merino Extra Fine mix DROPS Merino Extra Fine mix 524.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3668kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.
Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 72 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 17) = 4,2.
Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat.

ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Byrjið einni lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn = 2 lykkjur fleiri. Í næstu umferð eru uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýju lykkjurnar með sléttprjóni.

ÚRTAKA (á við um ermi):
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð = 2 lykkjur færri.

HNAPPAGAT:
Fellið af fyrir hnappagötum á hægri kant að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = byrjið frá röngu og prjónið 2. og 3. lykkju frá kanti slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat.
Fellið af fyrir fyrsta hnappagati eftir 1 cm frá kanti í hálsi, síðan er fellt af fyrir næstu 4-4-5-5-5 hnappagötum með 6 -6-6-7-7 cm millibili.
-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður, prjónið síðan fram- og bakstykki fram og til baka. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón.

BERUSTYKKI:
Fitjið upp 72-76-80-86-92 lykkjur á hringprjón 4 með fjólublár/kirsuberjarauður/dökk rauður. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – munið eftir HNAPPAGAT á hægri kant að framan – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 17-19-21-23-24 lykkjur jafnt yfir í umferð sjá ÚTAUKNING-1! = 89-95-101-109-116 lykkjur í umferð.
Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Setjið eitt prjónamerki í þessa umferð og mælið síðan héðan. Prjónið eftir mynsturteikningu A.1 og A.2 frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan með GARÐAPRJÓN, prjónið A.1 yfir 1 lykkju, prjónið A.2 alls 13-14-15-14-15 sinnum í umferð og prjónið 5 kantlykkjur að framan með GARÐAPRJÓN. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar mynsturteikning A.1 og A.2 hefur verið prjónuð til loka á hæðina eru 219-235-251-263-281 lykkjur í umferð. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 3-3-5-1-5 lykkjur jafnt yfir í umferð = 222-238-256-264-286 lykkjur í umferð.
Prjónið síðan sléttprjón þar til stykkið mælist ca 15-15-16-17-18 cm frá prjónamerki. Næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan með GARÐAPRJÓN, prjónið 31-33-36-37-38 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 44-48-51-53-62 lykkjur á band (= ermi), fitjið upp 6 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið 62-66-72-74-76 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 44-48-51-53-62 lykkjur á annað band (= ermi), fitjið upp 6 nýjar lykkjur, prjónið 31-33-36-37-38 lykkjur (= framstykki) og prjónið 5 kantlykkjur að framan með GARÐAPRJÓN.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Nú eru 146-154-166-170-174 lykkjur í umferð.
HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 6 nýrra lykkja sem fitjaðar voru upp. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 5 kantlykkjum að framan með garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri) SJÁ ÚTAUKNING-2! Endurtakið útaukningu með 3-4-5-6-7 cm millibili alls 3 sinnum = 158-166-178-182-186 lykkjur í umferð. Prjónið síðan áfram eins og áður þar til stykkið mælist ca 12-16-19-22-25 cm. Prjónið 1 umferð sléttprjón frá réttu þar sem aukið er út um 10-10-10-10-10 lykkjur jafnt yfir (ekki auka út yfir kanta að framan) = 168-176-188-192-196 lykkjur.
Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan með garðaprjóni, 2 lykkjur brugðnar, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar *. Prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir og prjónið 5 kantlykkjur að framan með garðaprjóni.
Prjónið frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan með garðaprjóni, 2 lykkjur slétt, * prjónið 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir og prjónið 5 kantlykkjur að framan með garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 3 cm. Í næstu umferð frá réttu, fellið laust af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klippið frá og festið enda.

ERMI:
Setjið til baka lykkjur af öðru bandinu yfir á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 4 (= 44-48-51-53-62 lykkjur), prjónið upp 1 nýja lykkju í hverja og eina af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp á fram- og bakstykki (= 50-54-57-59-68 lykkjur). Setjið 1 prjónamerki mitt í þessar 6 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til ermin mælist 2 cm. Fækkið nú um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki. SJÁ ÚRTAKA.
Haldið áfram með sléttprjón og endurtakið úrtöku með 4-3½-4-4-3½ cm millibili þar til lykkjum hefur fækkað alls 5-7-7-8-10 sinnum = 40-40-43-43-48 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón þar til ermin mælist 22-27-30-34-37 cm. Prjónið 1 umferð og aukið út jafnt yfir 4-4-5-5-4 lykkjur í umferð = 44-44-48-48-52 lykkjur. Prjónið stroff hringinn með 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar í 3 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klippið frá og festið enda.

Prjónið hina ermina alveg eins.

FRÁGANGUR: Festið tölur í vinstri kant að framan.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu með fjólublár
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu með fjólublár
= slétt frá réttu, brugðið frá röngu með natur
= slétt frá réttu, brugðið frá röngu með sinnep
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, það eiga ekki að myndast göt
= í þessari umferð er aukið út mitt í mynsturteikningu, passið því vel uppá að mynstrið passi í næstu umferðumMaike Falkowsky 01.09.2019 - 12:28:

Schöne Jacke!

Anne 28.07.2019 - 13:06:

Huomasin virheeni, nyt alkaa täsmäämään paremmin 🤭

Anne 28.07.2019 - 10:31:

Olen pari kertaa jo purkaanut työn, kun ailmukat eivät täsmää. Kun aletaan tekemään A1 ja A2 mallikuviota, niin työssä on 95 silmukkaa (koossa 110/116). Reunasilmukat+A1 kuvio+ 14xA2 kuvio+reunasilmukat eivät täsmää rähän 95:een silmukkaan (5+1+14x7+5=109 silmukkaa). Enkö vain ymmärrä, vai onko jokin lisäys jäänyt huomaamatta?

Allison 29.05.2019 - 21:39:

I have followed lots of fairsle charts like yours, but I am having trouble with the understanding the AI bit, and your instruction: Work according to diagrams A.1 and A.2 from the right side as follows: Work 5 band stitches in GARTER STITCH, A.1 over 1 stitch, A.2 a total of 13-14-15-14-15 times on the row and 5 band stitches in garter stitch. " Does that mean we work the first 5 stictches of each row in garter stitch then one stitch (A1) and then the chart stitches?

DROPS Design 31.05.2019 kl. 09:03:

Dear Allison, A.1 will allow the pattern to be symetrical on each side, ie you will work A.1 over the first st after band st (seen from RS), then repeat A.2 in width until the 5 last sts remain. From WS repeat A.2 (reading from the left towards the right) and finish with A.1. Read more here about diagrams Happy knitting!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 34-5

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.