DROPS / 178 / 46

Summer Foam by DROPS Design

Aðsniðinn toppur með háum kraga, laskalínu og gatamynstri á ermum, prjónaður ofan frá og niður úr DROPS Paris. Stærð S - XXXL.

DROPS Design: Mynstur w-643
Garnflokkur C eða A + A
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
350-400-450-500-550-600 g litur 16, hvítur

DROPS HRINGPRJÓNAR (40 + 60 eða 80 cm) NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 22 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
DROPS HRINGPRJÓNAR (40 + 60 eða 80 cm) NR 4 fyrir stroff – eða þá stærð sem þarf til að 19 lykkjur og 25 umferðir sléttprjón verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (10)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2156kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

UPPHÆKKUN:
Byrjið frá réttu og prjónið stroff þar til prjónaðar hafa verið 7-7-11-11-11-11 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið við, herðið á bandi og prjónið 14-14-22-22-22-22 lykkjur stroff til baka. Snúið við, herðið á bandi og prjónið 22-22-30-30-30-30 lykkjur stroff, snúið við, herðið á bandi og prjónið 30-30-38-38-38-38 lykkjur stroff til baka. Snúið við, herðið á bandi og prjónið 38-38-46-46-46-46 lykkjur stroff, snúið við, herðið á bandi og prjónið 46-46-54-54-54-54 lykkjur stroff til baka. Snúið við og prjónið stroff til baka frá miðju að aftan.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. A.2 er í stærð S – A.2 er prjónað alveg eins og í hinum stærðunum, þ.e.a.s. götin halda áfram út alveg eins, en passið uppá að það komi ekki gat aðliggjandi við laskalínu. 1 mynstureining með götum á breidd og á hæð er sýnt í A.2A.

ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út/fækka lykkjum, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 112 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 32) = 3,5. í þessu dæmi þá eru prjónaðar til skiptis ca önnur hver og 3. hver lykkja saman og 3. og 4. hver lykkja saman (ef aukið er út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn til skiptis við ca 3. og 4. hverja lykkju).

LASKALÍNA:
Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við A.1 í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Útauknu lykkjurnar eru prjónaðar með sléttprjóni á fram- og bakstykki og í A.2 á ermum. ATH: Mismunandi er aukið út á fram- og bakstykki og ermum eins og útskýrt er í uppskrift.

ÚRTAKA (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við 6-6-10-10-10-10 lykkjur með stroffi á hvorri hlið.

Fækkið lykkjum á undan 6-6-10-10-10-10 lykkjum með stroffi þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri).
Fækkið lykkjum á eftir 6-6-10-10-10-10 lykkjum með stroffi þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri).

ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 6-6-10-10-10-10 lykkjur með stroffi á hvorri hlið. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna og prjónað er ofan frá og niður.

KRAGI:
Fitjið upp 112-112-120-120-128-128 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með Paris. Prjónið 1 umferð slétt. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar = miðja að aftan. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* út umferðina. Haldið áfram með stroff svona í 8 cm.
Til að flíkin passi betur er prjónuð UPPHÆKKUN aftan við hnakka – sjá útskýring að ofan. Eftir upphækkun er prjónuð 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 32-32-36-36-40-40 lykkjur jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 80-80-84-84-88-88 lykkjur. Skiptið yfir á stutta hringprjóna 5 og prjónið næstu umferð þannig: 12-12-13-13-14-14 lykkjur sléttprjón (= ½ bakstykki), A.6 (= 6 lykkjur í laskalínu), A.2 (= 4 lykkjur á ermi), A.1 (= 6 lykkjur í laskalínu), 24-24-26-26-28-28 lykkjur sléttprjón (= framstykki), A.1 (= 6 lykkjur í laskalínu), A.2 (= 4 lykkjur á ermi), A.6 (= 6 lykkjur í laskalínu) og 12-12-13-13-14-14 lykkjur með sléttprjóni (= ½ bakstykki).
LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM!
Haldið áfram með sléttprjón á fram- og bakstykki, A.1 í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma og A.2 á hvorri ermi (sjá útskýringu á A.2 undir MYNSTUR). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
JAFNFRAMT í fyrstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Mismunandi er aukið út á fram-/bakstykki og ermum – ATH: Í stærð L byrjar útaukning fyrir ermar í fyrstu umferð, en á fram- og bakstykki eru prjónaðar 2 umferðir áður en útaukningin byrjar:
FRAM- OG BAKSTYKKI: Aukið út í hverri umferð alls 0-2-0-5-9-14 sinnum, síðan í annarri hverri umferð alls 18-19-21-22-22-22 sinnum.
ERMAR: Aukið út í annarri hverri umferð alls 12-14-16-20-26-29 sinnum og síðan í 4. hverri umferð alls 3-3-3-2-0-0 sinnum.
Eftir allar útaukningar fyrir laskalínu eru 212-232-244-280-316-348 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 16-18-20-22-24-26 cm (mælt við miðju að framan á eftir stroffi í hálsi).
Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 33-36-37-43-48-53 lykkjurnar eins og áður (= ½ bakstykki), setjið næstu 40-44-48-54-62-68 lykkjurnar á 1 band (= vinstri ermi), fitjið upp 6-6-10-10-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlíð mitt undir ermi), prjónið næstu 66-72-74-86-96-106 lykkjurnar eins og áður (= framstykki), setjið næstu 40-44-48-54-62-68 lykkjur á 1 bandi (= hægri ermi), fitjið upp 6-6-10-10-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið næstu 33-36-37-43-48-53 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= ½ bakstykki).

FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 144-156-168-192-212-232 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hlið – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón hringinn, en yfir 6-6-10-10-10-10 lykkjurnar á hvorri hlið eru prjónaðar 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir með garðaprjóni á hvorri hlið er prjónað stroff yfir þessar 6-6-10-10-10-10 lykkjur á hvorri hlið þannig: S + M: Prjónið A.1 (= 6 lykkjur), L + XL + XXL + XXXL: Prjónið A.3 (= 10 lykkjur) – aðrar lykkjur halda áfram með sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 2 cm frá prjónamerki er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við stroff á hvorri hlið – LESIÐ ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í 6. hverri umferð alls 4 sinnum á hvorri hlið = 128-140-152-176-196-216 lykkjur.
Þegar stykkið mælist 17 cm frá prjónamerki er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við stroff á hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 6.-6.-6.-5.-5.-5. hverri umferð alls 5-5-5-6-6-6 sinnum á hvorri hlið = 148-160-172-200-220-240 lykkjur. Þegar stykkið mælist 29 cm frá prjónamerki eru prjónuð 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 36-36-36-40-44-48 lykkjur jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 184-196-208-240-264-288 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar). Þegar stroffið mælist 5 cm (eða að óskaðri lengd) skiptið til baka yfir á hringprjón 5 áður en fellt er af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

KANTUR Á ERMUM:
Setjið 40-44-48-54-62-68 lykkjur af bandi á annarri hlið á stykki yfir á sokkaprjón 4, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 6-6-10-10-10-10 lykkjum mitt undir ermi = 46-50-58-64-72-78 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-10-10-12-12-14 lykkjur jafnt yfir = 56-60-68-76-84-92 lykkjur. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar). Þegar kantur á ermum mælist 2 cm er fellt LAUST af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið kant yfir hitt opið fyrir handveg alveg eins.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn
= Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuðAnn Christin 12.02.2019 - 21:08:

Raglan økning og ermer, skal man øke på hver side av A1 og så på hver side av de fire maskene på ermet? Tror ikke jeg skjønte dette,for da blir jeg ferdig med økninger lenge før jeg skal.. jeg får en del glattstrikk mellom raglan og ermet

DROPS Design 13.02.2019 kl. 13:49:

Hei Ann Christin. Du øker på hver side av A.1. På ermet strikker du altså A.1, øk 1 maske, 4 masker A.2, øk 1 maske, A.1 osv. Du øker altså 2 masker på hver erme hver gang du øker (1 maske i hver side av ermet, etter/før A.1 i hver side) Du øker også 2 masker på for og bakstykkene hver gang du øker her (1 maske i hver side, etter/før A.1 i hver side). God fornøyelse

Sinne Kold 26.09.2018 - 08:28:

Hvis man slår 112 masker op i størrelse small til start på halsen, passer det ikke med ribben. Skulle der ikke så 111 masker?

DROPS Design 26.09.2018 kl. 15:13:

Hei Sinne. vrangborden går over 4 masker (1 rett, 2 vrang, 1 rett). Det går 28 ganger på 112 masker. Vrangborden blir da 2 rett, 2 vrang rundt hele. God fornøyelse.

Gabrielle 25.08.2018 - 15:55:

Na de col staat er voor maar L 0 keer meerderen elke 2e naald 21 keer voor het voor en achterland.... Trico steek op rondbreinaalden is toch recht blijven breien? Wat is de goeie kant van mijn werk? Bvd

DROPS Design 29.08.2018 kl. 12:19:

Dag Gabrielle, Tricotsteek in de rondte is inderdaad steeds recht breien. Voor het meerderen in maat L hoef je 0 keer iedere naald te meerderen en kun je gelijk doorgaan met het meerderen van iedere 2e naald (21 keer).

Gabrielle 25.08.2018 - 15:30:

Video's met de draad in de linkerhand is kan ik heel moeilijk zien wat ze nou doet

DROPS Design 19.09.2018 kl. 19:07:

Dag Gabrielle, De patronen komen uit Noorwegen, waar het gebruikelijk is om de draad in de linker hand te houden. Je kunt de video's af en toe even stop zetten om rustig te bekijken wat er gebeurt. Op de laatste video (rechts onder) zie dat er 2 keer 2 steken samengebreid worden; de eerste keer met de draad in de linker hand, de tweede keer met de draad in de rechter hand.

Anna Lucia 24.04.2018 - 14:47:

Salve. Sono sbagliate le maglie iniziali?Perché mi viene troppo largo il collo. Ho guardato altri modelli che iniziano dal collo con 80 maglie. Potete correggere? Grazie

DROPS Design 25.04.2018 kl. 10:02:

Buongiorno Anna Lucia. Il numero di maglie è corretto. Il motivo a coste stringe molto il lavoro. Se troppo largo, può avviare meno maglie. Dopo l'alzata, diminuisce il numero di maglie necessario per arrivare a 80 e seguire le indicazioni riportate nel testo. Buon lavoro!

Rodenburg 09.07.2017 - 08:14:

Hallo, Ik heb de col gebreid en snap niet hoeveel meerderingen per toer er zijn; 12 of 16? Dus een omslag voor A1 dan één tussen A1 en A2 dan één tussen A2 en A1 en dan één na A1 of zijn er geen meerderingen voor de eerste A1 en na de 2de A1, groetjes Anju

DROPS Design 10.07.2017 kl. 18:32:

Hoi Anju, Het meerderen voor de raglan gebeurt telkens vlak voor A.1 en/of na A.1 (A.1 zit telkens tussen de overgang van liif naar mouwen), maar hoe vaak dit gebeurt is verschillend op het lijf en de mouwen en per maat ook verschillend. Voor het lijf staat er VOOR- EN ACHTERPAND: Meerder iedere naald in totaal 0-2-0-5-9-14 keer, dan iedere 2e naald in totaal 18-19-21-22-22-22 keer. Dat betekent dat je bijvoorbeeld voor maat s eerst 0 keer iedere 2e naald mindert. Daarnaast moet je tegelijkertijd minderen voor de mouw in jouw maat. Dit staat verderop beschreven.

Anki 09.05.2017 - 13:27:

Tyvärr så kommer den inte att göra det jag har inte dragit ut den, är en van stickare och insåg ganska fort att det inte var lönt att fortsätta, får använda garnet till annat, trist

DROPS Design 09.05.2017 kl. 14:59:

Hej igen Anki, Stickar du i DROPS Paris? Om du med 112 m får 80 cm i resår på stickor 4 i Paris, så har du bara 14m på 10 cm. Enligt beskrivningen måste du ha 19m i slätst (= ca 21 m i resår). Det betyder att du måste byta till mindre stickor. Gör ett litet stickprov och se till at du får 21 m på 10 cm i resår, så får du trøjan som på bilden. Lycka till!

Anki 09.05.2017 - 08:06:

Förklaring till min tidigare fråga, la upp de 112 maskorna enligt mönstret och kragen blir då dubbelt så stor som måttangivelsen på mönstret, ser ut att vara en polokrage på bilden men jag kan ha kragen runt midjan, kollade stickfastheten som står i mönstret och då säger den 19 maskor = 10 innebär att kragen skulle bli 59 cm i omkrets, skissen visar att kragen skall vara totalt 37 cm, så nu undrar jag hur många maskorna det egentligen skall vara

DROPS Design 09.05.2017 kl. 12:50:

Beskrivningen stämmer nog, eftersom det är fråga om resår så kommer kragen att dra ihop sig och sedan töja sig efter behov. Måtten på kragen tas utan att kragen sträcks.

Anki 08.05.2017 - 07:53:

Mönstret stämmer ej med maskor för halsen, det räcker på att titta på stickfastheten mot måtten så inser man att det är omöjligt, väntar på svar vill gärna komma vidare

DROPS Design 08.05.2017 kl. 14:20:

Hej! Kan du förklara närmare vad du menar?

Anki 28.04.2017 - 20:14:

Mönstret kan ej stämma 112 maskor till kragen på stickor 4 mäter ca 80

DROPS Design 12.05.2017 kl. 07:29:

Hej Anki, om du stickar i DROPS Paris med stickfasthet 19m på 10 cm (enligt beskrivningen) så får du 112/19=59cm

Skrifaðu athugasemd um DROPS 178-46

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.