DROPS / 178 / 67

Joyful Jane by DROPS Design

Prjónaður toppur með gatamynstri úr DROPS Paris. Stærð S - XXXL.

Leitarorð: gatamynstur, toppar,

DROPS Design: Mynstur w-642
Garnflokkur C eða A + A
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni: DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
200-250-250-300-300-350 g litur 16, hvítur

DROPS HRINGPRJÓNAR (60 eða 80 cm) NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 22 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
DROPS HRINGPRJÓNAR(40 + 60 eða 80 cm) NR 4,5 – fyrir kanta með garðaprjóni.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (3)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1232kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1.

ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.

ÚRTAKA (á við um handveg):
Fækkið lykkjum fyrir handveg innan við 4 kantlykkjur með garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu.
Fækkið lykkjum á eftir 4 kantlykkjum með garðaprjóni þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri).
Fækkið lykkjum á undan 4 kantlykkjum með garðaprjóni þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan 4 kantlykkjum og prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri).
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón upp að handveg, síðan er fram- og bakstykki prjónað fram og til baka á hringprjón hvort fyrir sig.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Fitjið upp 120-132-144-168-192-204 lykkjur á hringprjón 4,5 með Paris. Prjónið A.1 (= 10-11-12-14-16-17 mynstureiningar 12 lykkjur). Þegar prjónaðar hafa verið 12 umferðir í A.1 er skipt yfir á hringprjón 5 áður en haldið er áfram með mynstur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka mælist stykkið ca 11 cm. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki á eftir 60-66-72-84-96-102 lykkjum (= í hliðum). Prjónið síðan sléttprjón hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 13-13-14-14-14-15 cm aukið út hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 2-2-2-4-4-4 cm millibili alls 4-4-4-3-3-3 sinnum á hvorri hlið = 136-148-160-180-204-216 lykkjur. Þegar stykkið mælist 21-22-23-24-25-26 cm prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, yfir miðju 14-14-16-18-18-20 lykkjurnar á hvorri hlið (prjónamerki er staðsett mitt í þessum lykkjum – aðrar lykkjur í umferð eru prjónaðar með sléttprjóni eins og áður). Í fyrstu umferð á eftir 4 umferð með garðaprjóni eru felldar af 6-6-8-10-10-12 lykkjur á hvorri hlið fyrir handveg (fellið af 3-3-4-5-5-6 lykkjur hvoru megin við bæði prjónamerkin). Fram- og bakstykki eru nú prjónuð hvort fyrir sig.

BAKSTYKKI:
= 62-68-72-80-92-96 lykkjur. Prjónið sléttprjón, en 4 ystu lykkjurnar á hvorri hlið eru prjónaðar með garðaprjóni. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju á hvorri hlið fyrir handveg – LESIÐ ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 3-5-6-10-17-17 sinnum og síðan í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 4-4-4-3-0-0 sinnum á hvorri hlið = 48-50-52-54-58-62 lykkjur eftir á prjóni. Haldið áfram með sléttprjón og 4 kantlykkjur með garðaprjóni á hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 36-38-40-42-44-46 cm fellið af miðju 24-24-26-26-28-28 lykkjurnar fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Prjónið síðan eins og áður og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 11-12-12-13-14-16 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 38-40-42-44-46-48 cm og fellið af. Prjónið síðan hina öxlina alveg eins.

FRAMSTYKKI:
= 62-68-72-80-92-96 lykkjur. Prjónið síðan alveg eins og á bakstykki og fellið af fyrir handveg á hvorri hlið eins og á bakstykki. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 30-32-33-35-36-38 cm setjið miðju 12-12-10-10-10-10 lykkjurnar á 1 band fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Prjónið síðan eins og áður og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hveri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 2 lykkjur 2-2-3-3-3-3 sinnum og 1 lykkja 3-3-3-3-4-4 sinnum = 11-12-12-13-14-16 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 38-40-42-44-46-48 cm og fellið af. Prjónið hina öxlina alveg eins.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma.

HÁLSMÁL:
Prjónið upp ca 70 til 86 lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur á bandi að framan) á stutta hringprjóna 4,5. Prjónið 1 umferð brugðna, 1 umferð slétt og 1 umferð brugðna. Fellið síðan laust af með sléttum lykkjum.

Mynstur

= slétt
= brugðið
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn
= prjónið 2 lykkjur slétt saman
= Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman
= KÚLA: Prjónið 1 lykkju slétt framan og aftan í sömu lykkju þar til komnar eru 4 lykkjur, snúið við og prjónið 1 umferð brugðna frá röngu yfir þessar 4 lykkjur, snúið við og prjónið 1 umferð slétt frá réttu. Notið vinstri prjón og steypið annarri lykkjunni á hægri prjóni yfir fyrstu lykkjuna og af prjóni, steypið þriðju lykkjunni yfir fyrstu lykkjuna og síðan fjórðu lykkjuna yfir fyrstu lykkjuna (= 1 lykkja eftir)


Barbier Brigitte 01.03.2019 - 00:21:

Bonjour, Quel sorte de jeté faut-il faire au début du 23 rang de A.1 puisque la maille qui vient après n'est ni une maille endroit, ni une maille envers mais une maille glissée ? et pourquoi ce rang est-il décalé ? Je débute...Merci !

DROPS Design 01.03.2019 kl. 09:59:

Bonjour Mme Barbier, au 23ème rang de A.1, commencez ce tour 1 maille avant la fin du tour, faites 1 jeté (= 1ère m de A.1), déplacez votre marqueur début de tour ici, glissez la m suivante à l'endroit (= la dernière m du tour), tricotez les 2 m suivantes ensemble à l'end (= les 2 premières m du 1er A.1), et passez la m glissée par-dessus la m tricotée. Continuez A.1 ainsi, c'est-à-dire que la dernière m de chaque motif est remplacée par le jeté du début du A.1 précédent, et cette dernière maille se tricote avec les 2 premières m du A.1 suivant. Bon tricot!

Linda 15.07.2017 - 17:10:

I wish the patterns would be designed for flat knitting and not circular

DROPS Design 17.07.2017 kl. 10:01:

Dear Linda, please find here some tips to adapt a pattern onto straight needles. Happy knitting!

Laura 06.06.2017 - 13:53:

Lovely pattern!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 178-67

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.