DROPS / 178 / 68

Fabulous Farrah by DROPS Design

Prjónaður toppur með gatamynstri úr DROPS Paris. Stærð S - XXXL.

Leitarorð: gatamynstur, toppar,

DROPS Design: Mynstur w-640
Garnflokkur C eða A + A
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
200-200-250-250-300-300 g litur 101, ljós blár

DROPS HRINGPRJÓNAR (60 eða 80 cm) NR 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 18 lykkjur og 23 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
---------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (8)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1232kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum.

ÚRTAKA:
Öll úrtaka er gerð frá réttu!
Fækkið um 1 lykkju innan við 3 lykkjur með garðaprjóni á hvorri hlið.

Á eftir 3 lykkjum með garðaprjóni er lykkjum fækkað þannig:
Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.

Á undan 3 lykkjum með garðaprjóni er lykkjum fækkað þannig:
Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir á prjóni. Prjónið 2 lykkjur slétt saman. Prjónið 3 lykkjur garðaprjón.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón upp að handveg, síðan er framstykki og bakstykki prjónað til loka hvort fyrir sig.

Fitjið upp 180-200-210-240-260-290 lykkjur á hringprjón 4,5 með Paris. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan A.1 yfir allar lykkjur (= 18-20-21-24-26-29 mynstureiningar á breidd). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 144-160-168-192-208-232 lykkjur í umferð. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, 1 í byrjun á umferð og 1 á eftir 72-80-84-96-104-116 lykkjur (= í hlið). Prjónið sléttprjón yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 11-12-13-14-15-16 cm prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir 16-16-16-18-20-20 lykkjur á hvorri hlið (= 8-8-8-9-10-10 lykkjur hvoru megin við prjónamerkin á hvorri hlið), aðrar lykkjur eru prjónaðar með sléttprjóni. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir með garðaprjóni yfir 16-16-16-18-20-20 lykkjurnar eru felldar af 10-10-10-12-14-14 lykkjur á hvorri hlið í næstu umferð (fellið af 5-5-5-6-7-7 lykkjur hvoru megin við hvort prjónamerki). Hvort stykki er nú prjónað til loka fyrir sig = 62-70-74-84-90-102 lykkjur á hvoru stykki.

FRAMSTYKKI:
Haldið áfram með sléttprjón með 3 lykkjum GARÐAPRJÓN á hvorri hlið – sjá útskýringu að ofan. Fækkið um 1 lykkju hvoru megin í annarri hverri umferð (= hverri umferð frá réttu) alls 17-18-19-21-22-23 sinnum – LESIÐ ÚRTAKA = 28-34-36-42-46-56 lykkjur. Þegar allri úrtöku er lokið eru prjónaðar 6 umferðir með garðaprjóni, fellið síðan af. Stykkið mælist ca 28-30-32-34-36-38 cm.

BAKSTYKKI:
Prjónið eins og framstykki.

TVINNUÐ SNÚRA:
Klippið 2 þræði ca 3 metra. Tvinnið þá saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda, passið uppá að snúran tvinnist vel saman.
Gerið 2 svona snúrur.
Þræðið snúruna í gegnum tvær efstu renndur með garðaprjóni á annarri hlið á framstykki, þræðið snúruna í gegn efst á annarri hlið á bakstykki og hnýtið einn hnút á öxl. Endurtakið á hinni hliðinni á toppnum.

Mynstur

= slétt
= Takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem voru prjónaðar saman
= sláið uppá prjóninn á milli 2 lykkja

Marquet 27.03.2019 - 20:26:

Bonjour, si je tricote avec des aiguilles droites, comment terminer A1 pour que cela fonctionne Merci

DROPS Design 01.04.2019 kl. 16:56:

Bonjour Mme Marquet, vous trouverez dans cette leçon comment adapter un modèle sur aiguilles droites. Bon tricot!

Kiara 19.06.2018 - 15:48:

Buongiorno lavoro a maglia da poco tempo e ho un dubbio. I ferri pari di A.1, se lavoro con i ferri dritti bisogna lavorarli a rovescio? Grazie

DROPS Design 19.06.2018 kl. 16:08:

Buongiorno Kiara. Sì esatto. Se lavora avanti e indietro, lavora i ferri pari a rovescio. Buon lavoro!

Pascale 31.05.2018 - 23:28:

Pour moi aussi c'est trop grand. Je suis obligée de tout redéfaire et recommencer. Je vais prendre des aiguilles plus petites et cette fois, faire un échantillon ...

Daniele 13.05.2018 - 15:37:

Décidément 3 noeuds dans la même pelote 😏🙄

Daniele 24.04.2018 - 21:04:

C est vraiment très large au niveau du motif trop large je vais tout défaire mais le coton détricoter c est pas le top je suis un peu déçue

DROPS Design 25.04.2018 kl. 09:10:

Bonjour Daniele, pensez à bien choisir la bonne taille (voir astuces ici) et pensez également à bien vérifier votre échantillon et à garder la même tension lorsque vous tricotez le top. Bon tricot!

Sosso 14.08.2017 - 19:11:

Buongiorno ancora e grazie per l'aiuto precedente. Adesso sono al punto di dover lavorare i lati separatamente. Come trasferisco i lati sui ferri dritti? Non trovo una spiegazione o video. Grazie molte e scusate il disturbo

DROPS Design 14.08.2017 kl. 21:53:

Buonasera Sosso. Può lavorare il davanti con i ferri dritti, lavorando le maglie direttamente dai ferri circolari e lasciare sui ferri circolari le maglie del dietro. Buon lavoro!

Sosso 05.08.2017 - 16:52:

Posso avere la spiegazione più estesa del III ferro di A1 per favore? Dall'ultimo gettato a quello successivo quante maglie sono da contare? Grazie mille

DROPS Design 05.08.2017 kl. 20:08:

Buonasera Sosso, il 3° ferro di A.1 va lavorato come segue: 1 gettato, 2 maglie diritto, passare 1 maglia a diritto senza lavorarla, 2 maglie insieme a diritto e accavallare la maglia passata sopra quelle appena lavorate, 2 maglie diritto, 1 gettato, 1 maglia diritto e ricomincia dal gettato iniziale. Buon lavoro!

Heather 14.07.2017 - 14:47:

How easy is this to make this a lot longer? I am a size small but don't want my midriff showing. I was thinking to knit it 20 cm then start the top portion? Would that work or should I put some increases in the main body part?

DROPS Design 17.07.2017 kl. 07:55:

Dear Heather, we are unfortunately not able to adjust every pattern to each individual request. You can have a look on other tops to find the one with the matching length to ajust. Your DROPS store will be able to help you even per mail or telephone. Happy knitting!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 178-68

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.