DROPS / 178 / 66

Mazo by DROPS Design

Toppur með v-hálsmáli, áferðamynstri og klauf á hliðum, prjónaður neðan frá og upp úr DROPS Muskat. Stærð S - XXXL.

Leitarorð: toppar, v-hálsmál,

DROPS Design: Mynstur r-709
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS MUSKAT frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
200-200-200-250-250-300 g litur 06, ljós bleikur

DROPS HRINGPRJÓNAR (60 cm) NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkja og 28 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (14)

100% Bómull
frá 506.00 kr /50g
DROPS Muskat uni colour DROPS Muskat uni colour 506.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2024kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Veljið mynstur fyrir rétta stærð.

ÚTAUKNING:
Aukið út um 1 lykkju með því að slá einu sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. ATH: Nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur A.2.

ÚRTAKA:
Fækkið um 1 lykkju innan við 3 kantlykkjur með garðaprjóni. Allar úrtökur eru gerðar frá réttu!
Fækkið lykkjum á eftir 3 kantlykkjum með garðaprjóni þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.
Fækkið lykkjum á undan 3 kantlykkjum með garðaprjóni þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan 3 kantlykkjum með garðaprjóni og prjónið 2 lykkjur slétt saman.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Toppurin er prjónaður fram og til baka í 2 stykkjum og er saumaður saman í lokin.

BAKSTYKKI.
Fitjið upp 81-89-97-107-119-133 lykkjur með Muskat á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu. Prjónið stroff þannig (1. umferð = rétta): Prjónið 3 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið 1 lykkju slétt, endurtakið A.1 (= 2 lykkjur) þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 3 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka þar til A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina.
Prjónið síðan A.2 (= 2 lykkjur) yfir A.1. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 5 cm er fitjuð upp 1 ný lykkja í lok 2 næstu umferða (merkir þar sem klauf endar) = 83-91-99-109-121-135 lykkjur.

Prjónið mynstur þannig: 1 kantlykkja með garðaprjóni, 1 lykkja slétt, A.2 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja með garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 7 cm er aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING!
Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 10 cm = 87-95-103-113-125-139 lykkjur. Þegar stykkið mælist 19-20-21-22-23-24 cm prjónið frá ör í A.3 yfir miðju 7 lykkjurnar í umferð – passið uppá að þessi umferð merkt með ör sé prjónuð frá röngu!
Í fyrstu umferð frá réttu eftir A.3 er prjónað áfram yfir fyrstu 44-48-52-57-63-70 lykkjurnar í umferð og þær 44-48-52-57-63-70 lykkjur sem eftir eru, eru settar á 1 band.

HÆGRI HLIÐ AÐ AFTAN:
= 44-48-52-57-63-70 lykkjur. LESIÐ ALLAN NÆSTA KAFLA – lykkjum er fækkað fyrir hálsmáli og handveg samtímis þannig:
Prjónið mynstur A.2 eins og áður með 3 kantlykkjum með garðaprjóni að hálsi og 1 kantlykkju með garðaprjóni að hlið.
KANUR Í HÁLSI:
Í fyrstu umferð frá réttu byrjar úrtaka fyrir háls.
Fækkið um 1 lykkju innan við 3 kantlykkjum með garðaprjóni – LESIÐ ÚRTAAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 16-18-20-22-24-26 sinnum.
HANDVEGUR:
Þegar stykkið mælist 21-22-23-24-25-26 cm prjónið garðaprjón yfir ystu 10-10-12-11-11-14 lykkjurnar að hlið (meðtalin 1 kantlykkja með garðaprjóni). Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir með garðaprjóni) yfir þessar lykkjur eru felldar af fyrstu 7-7-9-8-8-11 lykkjur í byrjun á umferð fyrir handveg. Næstu 3 lykkjurnar eru prjónaðar með garðaprjóni (= kantur að handveg). Fækkið um 1 lykkju innan við 3 kantlykkjur með garðaprjóni við handveg. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 10-12-12-14-18-20 sinnum.

Eftir allar úrtökur fyrir handveg og háls eru 11-11-11-13-13-13 lykkjur eftir á prjóni fyrir hlýra. Haldið áfram með mynstur eins og áður með 3 kantlykkjur með garðaprjóni á hvorri hlið. Hlýrinn er prjónaður síðan eins og sýnt er í A.4 – veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð. Þegar stykkið mælist 39-41-43-45-47-49 cm fellið af.

VINSTRI HLIÐ AÐ AFTAN:
Setjið til baka 44-48-52-57-63-70 lykkjur af bandi á hinni hliðinni á hringprjón 4 og prjónið alveg eins og á hægri hlið að aftan, nema spegilmynd – ATH! Þegar fellt er af fyrir handveg á hlið er fellt af í byrjun á umferð frá röngu (í stað byrjun umferðar frá réttu). Aðrar úrtökur fyrir handveg og hálsmáli eru gerðar frá réttu!

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp og prjónið eins og bakstykki.

FRÁGANGUR:
Saumið saman báða hlýrana með lykkjuspori svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Saumið hliðarsauminn innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið fyrir handveg og niður að klauf. Endurtakið á hinni hliðinni. Klippið frá og festið enda.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu
= prjónið 1 lykkju slétt framan í og aftan í sömu lykkju (= 1 lykkja fleiri)
= byrjið í þessari umferð - passið uppá að byrjað sé frá röngu!


Monica 04.04.2019 - 10:10:

Buongiorno, sono arrivata a cm 7, ho fatto un gettato dopo la prima maglia legaccio da ogni lato, lavorato quel gettato a diritto ritorto sul ferro di rovescio e ora sono sul diritto ma lavorando 1m legaccio, 1dir, A2 il motivo non combacia, mi potreste dire dov è l errore? grazie mille, saluti.

DROPS Design 04.04.2019 kl. 11:43:

Buongiorno Monica. Deve continuare a lavorare le maglie del diagramma A2 come già impostate, lavorando quelle aumentate di conseguenza. P.es se ha aumentato e il ferro successivo è un ferro 1 o 3 del diagramma A2, lavora 1 maglia vivagno, 1 m dir, e poi riprende con 1 m rovescio, 1 m dir e così via. Buon lavoro!

Petra 30.06.2018 - 15:12:

A.3 mallikuvassa pitää aloittaa nuolella merkitystä kohdasta. Ohje sanoo että tee A.3 mallikuvio loppuun niin tarkoittaako se että ennen nuolella merkittyä kerrosta tuleva kuvio on tehtävä myös että A.3 on tehty loppuun vai loppuuko tuohon kuvion yläreunaan. Missä muuten tullaan tarvitsemaan mallikuvio A.3 alaosaa?

Anette Öhrn 11.05.2018 - 18:42:

Skulle vilja kunna översätta redan tidigare frågor och svar till mitt språk. Kanske jag då slipper att fråga igen...

Celine 21.04.2018 - 20:02:

Hei, Jeg forstår ikke hvordan jeg skal gå frem med mønster A.3. Hvis det kun er 7 masker som skal strikkes med mønster, hvordan skal jeg strikke de resterende maskene? Skal jeg gå rett fra A.2 til A.3 midterste ved pilen? Skal jeg dele toppen etter å ha strikket A.3?

Suzy 11.03.2018 - 02:37:

I'm confused about the first row garter stitch. Does it mean I knit 3 then knit 1 then, purl then knit?

DROPS Design 11.03.2018 kl. 16:04:

Dear Suzy, the first row (wrong side) is purled. The next row (right side) work 3 stitches in garter stitch, 1 knit, repeat A.1 (1 purl/1 knit) until 3 stitch remain in the row, work 3 stitches in garter stitch.

Camila 20.01.2018 - 18:13:

Cuando se logran los 20 cm. y dicen que hay que pasar a A3, piden hacer calzar la hilera marcada con flecha para ser tejida por el lado revés. Cuando miro el diagrama muestran que la hilera con la flecha viene inmediatamente luego de hacer una hilera realizada por el lado revés. Siendo así como hago calzarlo? Tendría que omitir la fila de puntos revés por el lado revés que sale en el diagrama??. El diagrama me confunde

DROPS Design 28.01.2018 kl. 16:39:

Hola Camila. Ten en cuenta que en este patrón la primera fila se trabaja por el lado revés. En este caso, la fila con la flecha, justo toca trabajarla por el lado revés. (revés-derecho-revés-derecho-revés...).

Maria Coggins 14.09.2017 - 15:01:

Ik heb het truitje iets langer gebreid. Het patroon is scheef wanneer ik het draag. Dit is al vaker voorgekomen wanneer ik de rondbreinaald gebruik. Wat doe ik verkeerd?

Marina 08.08.2017 - 19:07:

Buongiorno, scusate ma non capisco bene il passaggio riguardante il diagramma A3: " Quando il lavoro misura 19-20-21-22-23-24 cm, lavorare il diagramma A.3 sulle 7 maglie centrali a partire dalla riga indicata dalla freccia". Cioè ripeto il diagramma A3 su tutte le maglie o solo sulle 7 centrali?

DROPS Design 08.08.2017 kl. 19:49:

Buonasera Marina, deve lavorare il diagramma A.3 solo sulle 7 maglie centrali. Buon lavoro!

Marina 29.07.2017 - 13:15:

E inoltre: il diagramma A1 è formato da 8 ferri, giusto?

DROPS Design 29.07.2017 kl. 13:21:

Buongiorno Marina, si, il diagramma A.1 è formato da 8 ferri. Buon lavoro!

Marina 29.07.2017 - 12:53:

Buongiorno, ho iniziato questo top ma non capisco bene le istruzioni per il dietro: lavoro 3m a legaccio, 1 a diritto poi diagramma A1 e infine 3m a legaccio. Poi c'è scritto "continuare così": come lavoro quella m a diritto? Sul rovescio come dovrei procedere? 3 m a legaccio, 1 a diritto e A1? O la m a diritto in più sul rovescio va lavorata prima delle ultime 3? Grazie

DROPS Design 29.07.2017 kl. 13:24:

Buongiorno Marina, la maglia a diritto sul rovescio del lavoro va lavorata a rovescio prima delle ultime 3 maglie. Buon lavoro!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 178-66

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.