DROPS / 183 / 18

Mont Blanc by DROPS Design

Prjónuð peysa með laskalínu, köðlum, háum kraga og klauf á hliðum, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S-XXXL. Stykkið er prjónað úr 1 þræði DROPS Polaris eða 4 þráðum Air.

DROPS Design: Mynstur po-097
Garnflokkur F eða E+ E eða C + C + C + C
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS POLARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki F)
1200-1300-1400-1500-1700-1900 g litur 01, natur
Eða notið:
DROPS AIR frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
600-650-700-750-850-950 g litur 01, natur

DROPS HRINGPRJÓNAR (60 eða 80 cm) NR 15 – eða þá stærð sem þarf til að 7 lykkjur og 8 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð með 1 þræði Polaris eða 4 þráðum Air.

DROPS KAÐLAPRJÓNN – fyrir kaðla.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (4)

100% Ull
frá 724.00 kr /100g
DROPS Polaris uni colour DROPS Polaris uni colour 724.00 kr /100g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Polaris mix DROPS Polaris mix 847.00 kr /100g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 8688kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

SKIPT UM ENDA (á við þegar prjónað er með Polaris):
Þegar skipt er um dokku með Polaris er endanum á þræðinum sem hætt er með skipt í tvennt í síðustu 15 cm – klippið af annan hlutann, sama er gert með nýja þráðinn. Leggið fyrri og seinni 15 cm yfir hvorn annan þannig að þykktin verði sú sama og á garninu og prjónið síðan áfram – með þessu verða skilin ekki sýnileg.

GALDRALYKKJA:
Ef prjónað er í hring á hringprjón sem er of langur fyrir lykkjufjöldann er hægt að gera þannig: Hringprjóninn á að vera langur og hafa sveigjanlega snúru. Færið lykkjurnar að miðju á snúrunni. Deilið lykkjunum eftir miðju og dragið snúruna út á milli lykkja. Færið lykkjurnar að prjónaendanum á hvorri hlið, passið uppá að lykkjurnar verði ekki snúnar. Endinn sem á að prjóna með er á aftari prjóni og þú byrjar á að prjóna með fremri prjóninum. Dragið út aftari prjóninn til að prjóna lykkjurnar á þeim fremri. Þegar lykkjurnar á fremri prjóni hafa verið prjónaðar, snúið við og færið lykkjurnar til baka á auða prjóninn og prjónið hina hliðina alveg eins. Haldið svona áfram hringinn, passið uppá að draga alltaf út prjóninn á þeirri hlið þar sem þú hefur bandið.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

ÚRTAKA-1;
Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, (prjónamerki er staðsett hér), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir.

ÚRTAKA-2:
ATH: Til að úrtakan komi til skiptis hægra og vinstra megin á stykki er lykkjum fækkað þannig:
Í stærð S, M og L er lykkjum fækkað til skiptis í byrjun og lok umferðar sem fækkað er í.
Í stærð XL, XXL og XXXL er lykkjum fækkað í byrjun hverrar umferðar sem er fækkað í.
Fækkið lykkjum frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman.
Fækkið lykkjum frá röngu þannig: Prjónið 2 lykkjur brugðnar saman.

LASKALÍNA:
Aukið er út fyrir laskalínu hvoru megin við hvert prjónamerki (= 8 lykkjur fleiri í umferð).
Aukið út þannig, byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.

ÚTAUKNING (á við um fram- og bakstykki):
Aukið út um 1 lykkju með því að slá einu sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
----------------------------------------------------------

PEYSA:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón og prjónað er ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón. Lesið SKIPT UM ENDA (á við þegar prjónað er með Polaris)!

BERUSTYKKI:
Fitjið upp 40-40-44-44-48-52 lykkjur á hringprjón 15 með 1 þræði Polaris eða 4 þráðum Air. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 9 cm. Setjið 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar þannig: Fyrsta prjónamerkið í byrjun á umferð, annað prjónamerki eftir 14-14-16-16-18-20 lykkjur (= bakstykki), þriðja prjónamerki eftir 6 nýjar lykkjur (= ermi), fjórða prjónamerki eftir 14-14-16-16-18-20 nýjar lykkjur (= framstykki), nú eru eftir 6 lykkjur fram að fyrsta prjónamerki (= ermi). Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – lesið ÚRTAKA-1 = 32-32-36-36-40-44 lykkjur. ATH: Í vöruúrvalinu okkar höfum við ekki styttri prjóna en 60 cm í prjónastærð 15. Nú hefur lykkjum fækkað þannig að ummálið er minna en 60 cm í stærð S-XXL. Prjónið þess vegna áfram með GALDRALYKKJA – sjá útskýringu að ofan, þar til aukið hefur verið nægilega út að hægt sé að nota hringprjón 60 eða 80 cm.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Næsta umferð er prjónuð þannig: * 1-1-2-2-3-4 lykkjur slétt, MYNSTUR eftir mynsturteikningu A.1 (= 10 lykkjur í fyrstu umferð), 1-1-2-2-3-4 lykkjur slétt, (prjónamerki er staðsett hér), 4 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Í næstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í annarri hverri umferð 8-10-10-11-12-14 sinnum = 100-116-120-128-140-160 lykkjur (meðtaldar 4 lykkjur sem auknar eru út í 1. umferð í mynsturteikningu A.1). Laskaútaukning í stærð M, L, XXL og XXXL er nú lokið. Í stærð S og XL er prjónuð 1 umferð til viðbótar þar sem aukið er út um 1 lykkju á fram- og bakstykki alveg eins (ekki er aukið út á ermum) = 4 lykkjur fleiri.
Nú eru 104-116-120-132-140-160 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 21-25-25-29-30-35 cm frá eftir stroff og niður. Haldið síðan áfram með mynstur án þess að auka út lykkjur í 3-0-2-1-0-0 umferðir til viðbótar. Stykkið mælist ca 25-25-28-30-30-35 cm frá eftir stroff og niður.
Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 32-34-36-40-42-48 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 20-24-24-26-28-32 lykkjur á band (= ermi), fitjið upp 4-4-4-4-6-6 lykkjur undir ermi, prjónið 32-34-36-40-42-48 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 20-24-24-26-28-32 lykkjur á band (= ermi), fitjið upp 4-4-4-4-6-6 lykkjur undir ermi. Setjið eitt prjónamerki í stykkið. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 72-76-80-88-96-108 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og A.1 eins og áður. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp (= 2-2-2-2-3-3 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki) og 36-38-40-44-48-54 lykkjur á milli prjónamerkja á bakstykki og framstykki.
Þegar stykkið mælist 5 cm er aukið út um 1 lykkju á undan hverju og einu af prjónamerkjum – lesið ÚTAUKNING = 74-78-82-90-98-110 lykkjur.
Þegar stykkið mælist 10 cm er aukið út um 1 lykkju á eftir hverju og einu prjónamerki = 76-80-84-92-100-112 lykkjur.
Prjónið nú mismunandi eftir stærðum þannig:

Stærð S, L, XL og XXL:
Haldið nú áfram hringinn með mynstur og sléttprjón þar til stykkið mælist 17-18-18-20 cm.

Stærð M og XXXL:
Haldið nú áfram hringinn með mynstur og sléttprjón þar til stykkið mælist 19-17 cm og aukið jafnframt út þannig:
Þegar stykkið mælist 14 cm er aukið út um 1 lykkju á undan hverju og einu prjónamerki.
Þegar stykkið mælist 16 cm er aukið út um 1 lykkju á eftir hverju og einu prjónamerki.

ALLAR STÆRÐIR:
Nú eru 76-84-84-92-100-116 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 17-19-18-18-20-17 cm setjið 38-42-42-46-50-58 lykkjur frá bakstykki á band. Prjónið síðan stroff fram og til baka yfir 38-42-42-46-50-58 lykkjur á framstykki. Byrjið frá réttu og prjónið þannig: 2 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 2 lykkjur garðaprjón.
Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 6 cm og stykkið mælist alls 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Setjið til baka lykkjur á bakstykki á prjóninn og prjónið sléttprjón og mynsturteikningu A.1 eins og áður með 2 kantlykkjum með garðaprjóni á hvorri hlið í 6 cm. Prjónið síðan stroff fram og til baka alveg eins og á framstykki þar til stroffið mælist 6 cm. Klaufin á framstykki er 6 cm löng, klauf á bakstykki er 12 cm löng. Alls mælist stykkið ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður á bakstykki.

ERMI:
Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón og saumaðar saman í lokin. Setjið til baka 20-24-24-26-28-32 lykkjur af bandi á hringprjón 15 og fitjið upp 2-2-2-2-3-3 nýjar lykkjur í hvora hlið = 24-28-28-30-34-38 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 4-4-2-4-4-2 cm fækkið um 1 lykkju á hægri hlið á stykki – lesið ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum til skiptis vinstra og hægra megin á stykki í 2.-2.-2.-1.-1.-1. hverri umferð 8-12-12-14-14-18 sinnum (= 4-6-6-7-7-9 sinnum á hvorri hlið) = 16-16-16-16-20-20 lykkjur. Þegar stykkið mælist 33-34-31-30-29-24 cm prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 6 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina ermina alveg eins.

FRÁGANGUR:
Saumið saum undir ermum í ystu lykkjubogana þannig að saumurinn verði ekki of þykkur. Saumið saman op undir ermum.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo að ekki myndist gat.
= setjið 4 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, prjónið 4 lykkjur slétt, prjónið 4 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= þegar öll mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka á hæðina, endurtakið mynstur frá umferð merktri með ör í mynsturteikningu


Athugasemdir (4)

Etienne Wouters Nickmans 05.02.2019 - 19:41:

Ik wil deze trui graag breien met breinaalden en niet met rondbreinaalden. Is daar ook een uitleg voor voorzien?

DROPS Design 08.02.2019 kl. 16:46:

Dag Etienne,

Veel truien zijn inderdaad ook geschikt om met rechte naalden te breien. Hier is een les over geschreven; zie hier. Deze trui wordt wel van boven naar beneden gebreid, dus dan zou je steken op moeten zetten na de halsboord, de raglanlijnen op het einde aan elkaar moeten naaien met maassteken en op het einde steken voor de halsboord op moeten nemen om de halsboord te breien.

Linda 29.01.2019 - 14:52:

Quand vous décrivez la taille des aiguilles à tricoter, est-ce en grandeurs métriques ou américaines. Ex: vous conseillez des 15 Est-ce 15 américain ou 10 metric?

DROPS Design 29.01.2019 kl. 16:39:

Bonjour Linda, la taille des aiguilles dans les modèles français est en système métrique , pour connaître l'équivalence en système US, changez la langue du modèle pour US-English - retrouvez également les équivalences ici. Bon tricot!

Anja 23.11.2017 - 21:05:

Ein wunderschönes Modell und endlich mal wieder eins aus Drops Polaris - da gibt es ja leider nicht so viel. Ich bin nur irritiert über die Preisangabe oben rechts: 102,00 € kostet es doch nie und nimmer, dieses Modell nachzustricken, nichtmal in der größten Größe, oder? Ist eigentlich geplant, die Farbpalette von Drops Polaris mal zu erweitern?

DROPS Design 24.11.2017 kl. 08:41:

Liebe Anja, Danke für den Hinweis, Garnmenge wurde korrigiert, jetzt sehen Sie den richtigen Preis. Viel Spaß beim stricken!

Lorella 22.11.2017 - 18:35:

Ho appena notato che una signora vende su un noto sito prodotti realizzati con i vostri modelli. cioè ha messo tutte le foto originali dei vostri modelli.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 183-18

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.