DROPS / 188 / 16

Diamonds in Lace Top by DROPS Design

Toppur með gatamynstri, laskalínu og A-formi, prjónaður ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Safran.

DROPS Design: Mynstur e-274
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS SAFRAN frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
250-250-300-300-350-350 g litur 17, hvítur

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 og 80 cm) NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 23 lykkjur og 30 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 og 80 cm) NR 3 fyrir kant með garðaprjóni - eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur og 48 umferðir með garðaprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (5)

100% Bómull
frá 374.00 kr /50g
DROPS Safran uni colour DROPS Safran uni colour 374.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1870kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 110 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 44) = 2,5.
Í þessu dæmi þá er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis eftir aðra og þriðju hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

LASKALÍNA:
Aukið út í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð).
Prjónið fram að 2 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að ekki myndist gat! Prjónið síðan nýjar lykkjur slétt.

ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Prjónið fram að 2 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið á hinni hliðinni (= 4 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo að ekki myndist gat.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna.

BERUSTYKKI:
Fitjið upp 110-115-120-125-130-137 lykkjur á hringprjón 3 með Safran. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 44-39-38-41-56-65 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING (jafnt yfir) = 154-154-158-166-186-202 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Setjið 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna: Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð (= í skiptinguna á milli ermi og bakstykkis), setjið næsta prjónamerki eftir 53-53-55-59-69-77 lykkjur (= bakstykki), setjið næsta prjónamerki eftir 24 nýjar lykkjur (= ermi), setjið næsta prjónamerki eftir 53-53-55-59-69-77 nýjar lykkjur (= framstykki), nú eru 24 lykkjur (= ermi) á eftir síðasta prjónamerki.
Umferðin byrjar í skiptingu á milli erma og bakstykkis. Nú er mynstur prjónað þannig: * 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 0-0-1-3-8-12 lykkjur, prjónið miðju 49 lykkjurnar í A.1 (þ.e.a.s. hoppið yfir ystu 4 lykkjurnar hvoru megin við mynsturteikningu), prjónið 0-0-1-3-8-12 lykkjur slétt (= bakstykki/framstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 20 lykkjur slétt (= ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett hér) *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Fyrsta útaukningin fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, er nú lokið (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 20-24-28-31-33-36 sinnum (meðtalin fyrsta útaukningin eins og útskýrt er að ofan) = 314-346-382-414-450-490 lykkjur. ATH: Í hvert skipti sem aukið er út fyrir laskalínu er pláss til að prjóna eina lykkju fleiri af mynstri A.1 að laskalínu á bakstykki og framstykki.
Þegar auknar hafa verið út nægilega margar lykkjur til að prjóna allar lykkjur í mynsturteikningu eru eftir 16-20-24-27-29-32 útaukningar fyrir laskalínu – þessar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn slétt. Mynsturteikning A.1 er endurtekin á hæðina til loka.
Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar á stykkið að mælast 15-17-20-22-23-25 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Haldið síðan áfram án þess að auka út fyrir laskalínu þar til stykkið mælist 19-20-21-22-23-25 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan (ef prjónfestan passar á hæðina þá hefur stykkið náð réttu máli í stærð XL, XXL og XXXL). Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 93-101-111-121-135-149 lykkjurnar (= bakstykki), setjið næstu 64-72-80-86-90-96 lykkjurnar á band (= ermi), fitjið upp 8-8-8-10-10-10 nýjar lykkjur í hlið undir ermi, prjónið næstu 93-101-111-121-135-149 lykkjurnar (= framstykki), setjið næstu 64-72-80-86-90-96 lykkjurnar á band (= ermi), fitjið upp 8-8-8-10-10-10 nýjar lykkjur í hlið undir ermi. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 202-218-238-262-290-318 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í hvora hlið, þ.e.a.s. mitt í nýjar 8-8-8-10-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp á hvorri hlið undir ermum (= 101-109-119-131-145-159 lykkjur bæði á bakstykki og á framstykki). Haldið áfram hringinn með mynstur A.1 eins og áður og prjónið sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Þegar stykkið mælist 4 cm er aukið út um 2 lykkjur á hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út með ca 3-3-3-4-4-4 cm millibili alls 9 sinnum = 238-254-274-298-326-354 lykkjur. Þegar stykkið mælist ca 34-35-36-37-38-38 cm frá skiptingu, skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 6 umferðir garðaprjón. Fellið af. Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði ekki stífur er hægt að fella af með grófari prjónum. Toppurinn mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður.

ERMI:
Setjið 64-72-80-86-90-96 lykkjurnar af bandi á annarri hlið á stykki á sokkaprjón 3,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 8-8-8-10-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 72-80-88-96-100-106 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-8-10-10-10 nýjar lykkjur undir ermi. Byrjið umferð hér og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingu er skipt yfir á sokkaprjón 3. Prjónið 6 umferðir garðaprjón. Fellið af. Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði ekki stífur er hægt að fella af með grófari prjónum.
Prjónið hina ermina alveg eins.

Mynstur

= slétt
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að ekki myndist gat
= 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman


Helle Christensen 27.07.2018 - 08:10:

Hej Drops Dejligt i er begyndt at bruger modeller som er ældre end 25 og som vejer mere end 50 kg. Jeg glæder mig til at hoppe i denne model😀. Rigtig dejlig dag til jer

Katharina 04.05.2018 - 17:41:

Vielen Dank für die schöne Anleitung! Ich habe diesen Pullover nach gestrickt, er ist wunderschön geworden!

Heike Rohn 23.02.2018 - 15:05:

Guten Tag, ist dieses hier das gleiche Modell wie 187-30, nur andersherum angezogen?

DROPS Design 23.02.2018 kl. 16:42:

Liebe Frau Rohn, das Lochmuster am Vorderteil im 187-30 ist verschieden, sonnst sind beide Modellen gleich. Viel Spaß beim stricken!

Gonet Yvette 13.02.2018 - 08:30:

Bonjour merci pour ces magnifiques modéles. Savez-vous si le modèle e-274 va bientôt arriver ? j'ai hâte de le tricoter. Merci

DROPS Design 13.02.2018 kl. 09:49:

Bonjour Mme Gonet, ça ne devrait plus tarder... bon tricot!

Cathy 13.12.2017 - 22:18:

Wish it was summer... so I can wear this one.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 188-16

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.