DROPS / 188 / 22

Summer Romance by DROPS Design

Prjónaður toppur með gatamynstri, laskalínu, prjónaður ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Paris.

DROPS Design: Mynstur w-698
Garnflokkur C eða A + A
-----------------------------------------------------------

Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
400-450-500-550-600-650 g litur 16, hvítur

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur C)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 og 80 cm) NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 22 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 og 80 cm) NR 4,5 – fyrir kant með garðaprjóni – eða þá stærð sem þarf til að 18 lykkjur og 23 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (2)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2464kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3.

LASKALÍNA:
Aukið út um 8 lykkjur í umferð.
Á bakhlið og ermum er útaukning teiknuð inn í mynsturteikningu A.1 og A.3.
Á framstykki er aukið út þannig:
Á eftir prjónamerki: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn.
Á undan prjónamerki: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, prjónamerki er staðsett hér.
Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að ekki myndist gat!

ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 82 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 6) = 13,7.
Í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 14. hverja lykkju.
Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.

ÚTAUKNING-2:
Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið á hinni hliðinni (= 4 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. Gatamynstur er prjónað á ermum og bakstykki. Framstykki er prjónað með sléttprjóni.

BERUSTYKKI:
Fitjið upp 82-85-88-92-95-99 lykkjur á stuttan hringprjón 4,5 með Paris. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-3-0-8-17-13 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir) = 88-88-88-100-112-112 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna þannig: Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð (= í skiptingu á milli bakstykkis og vinstri ermi), setjið eitt prjónamerki á eftir nýjar 31-31-31-37-43-43 lykkjur (= bakstykki), setjið eitt prjónamerki á eftir 13 nýjar lykkjur (= hægri ermi), setjið eitt prjónamerki á eftir nýjar 31-31-31-37-43-43 lykkjur (= framstykki), nú eru 13 lykkjur eftir á vinstri ermi.
Prjónið mynstur þannig: 1 lykkja slétt, A.1 (= 2 lykkjur), A.2 yfir næstu 24-24-24-30-36-36 lykkjurnar (= 4-4-4-5-6-6 mynstureiningar með 6 lykkjum), A.3 (= 3 lykkjur), 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), A.1 (= 2 lykkjur), A.2 (= 6 lykkjur), A.3 (= 3 lykkjur), 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 29-29-29-35-41-41 lykkjurnar, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), A.1 (= 2 lykkjur), A.2 (= 6 lykkjur), A.3 (= 3 lykkjur), 1 lykkja slétt (prjónamerki í byrjun á umferð er hér). Fyrsta útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, er nú lokið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Haldið áfram með mynstrið hringinn og aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 17-20-22-24-26-28 sinnum (meðtaldar fyrsta útaukning sem útskýrð var að ofan = 224-248-264-292-320-336 lykkjur.
Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar fyrir laskalínu og umferð með ör í þinni stærð í A.1-A.1 er lokið mælist stykkið ca 16-19-21-23-25-26 cm frá uppfitjunarkanti og niður mitt framan á topp.
Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið næstu umferð í mynsturteikningu (= umferð með sléttum lykkjum) yfir fyrstu 65-71-75-85-95-99 lykkjurnar, setjið næstu 47-53-57-61-65-69 lykkjurnar á band (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur í hlið undir ermi, prjónið sléttprjón eins og áður yfir næstu 65-71-75-85-95-99 lykkjurnar, setjið næstu 47-53-57-61-65-69 lykkjurnar á band (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur í hlið undir ermum. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 146-158-170-190-214-226 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermum á hvorri hlið (= 4-4-5-5-6-7 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerkin). Byrjið umferð á vinstri hlið og haldið áfram með mynstur hringinn þannig: 6-3-6-2-5-2 lykkjur slétt, haldið áfram með A.2 yfir næstu 60-72-72-90-96-108 lykkjurnar (= 10-12-12-15-16-18 mynstureiningar með 6 lykkjum), 7-4-7-3-6-3 lykkjur slétt (prjónamerki í hlið er hér), prjónið sléttar lykkjur yfir 73-79-85-95-107-113 lykkjurnar á framstykki. Haldið svona áfram með mynstur hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki á hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING-2. Aukið svona út í 4. hverri umferð alls 17 sinnum = 214-226-238-258-282-294 lykkjur. JAFNFRAMT í hvert skipti sem aukið hefur verið um 6 nýjar lykkjur á hvorri hlið eru prjónaðar 2 mynstureiningar fleiri á breiddina á bakstykki. Á framstykki eru nýjar lykkjur prjónaðar slétt. Þegar stykkið mælist 36-35-35-35-35-36 cm skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Ef affellingarkanturinn verður stífur er hægt að fella af með ½ númeri grófari prjónum.
Stykkið mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður.

ERMAR:
= 47-53-57-61-65-69 lykkjur. Setjið lykkjur af bandi á annarri hlið á stykki á sokkaprjón 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 8-8-10-10-12-14 nýju lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermum = 55-61-67-71-77-83 lykkjur. Byrjið umferð mitt undir ermum og prjónið mynstur í hring þannig: 0-3-0-2-5-2 lykkjur slétt, A.2 alls 9-9-11-11-11-13 sinnum (ATH: Passið uppá að mynstrið á ermi haldið áfram eins og áður og að byrjað sé í sléttri umferð í mynstri), 1-4-1-3-6-3 lykkjur slétt. Haldið svona áfram hringinn í 2 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Ef affellingarkanturinn verður stífur er hægt að fella af með ½ númeri grófari prjónum.

Mynstur

= slétt
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat
= 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman
Rikke 13.01.2019 - 00:11:

Hei Jeg strikker i str S, og jeg får ikke første økningene til raglan til å stemme på maskmakørene. Jeg treffer ikke på dem slik oppskriften tilsier. Jeg har en maske for lite. Er det en feil her i oppskriften, eller er det bare jeg sm driver å gjør feil? :)

DROPS Design 16.01.2019 kl. 11:22:

Hei Rikke. Du har 88 masker på pinnen, fordelt slik med merker mellom, 31 (bakstykke), 13 (erme), 31 (forstykke), 13 (erme). Du strikker bakstykket slik: 1 rett, A.1 (2 m), A.2 over 24 m, A.3 (3 m), 1 rett (merket sitter etter denne) = 31 m + 2 kast. Ermet strikkes slik: 1 rett, A.1, A.2, A.3, 1 rett (merket sitter etter denne) = 13 m + 2 kast. Forstykket: 1 rett, 1 kast, 29 rett, 1 kast, 1 rett (merket sitter etter denne) = 31 m + 2 kast. Siste erme strikkes som det første. Du har strikket over alle 88 m, og du har også økt 8 masker til raglan. God fornøyelse

Toni 15.10.2018 - 14:25:

Hi, this is a first time attempting a drops design pattern. I've inserted my marker threads but am now stuck at readingredients what to do next. Could someone explain it me please?

DROPS Design 15.10.2018 kl. 15:59:

Dear Toni, when the marker are inserted, work next round as follows: K1, A.1 (= 2 stitches), A.2 over the next 24-36 sts (see size = 4-6 repetitions of 6 sts), A.3 (= 3 sts), K2 (marker thread is in the middle of these 2 sts), A.1 (= 2 sts), A.2 (= 6 sts), A.3 (= 3 sts), K2 (marker thread is in the middle of these 2 sts), 1 YO, K 29-41 sts, 1 YO, K2 (marker thread is in the middle of these 2 sts), A.1 (= 2 sts), A.2 (= 6 sts), A.3 (= 3 sts), K11 (marker thread at beginning of round is here) = you have increased for the raglan for the first time, continue increasing as under RAGLAN every other round. Happy knitting!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 188-22

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.