DROPS / 187 / 30

Diamonds in Lace by DROPS Design

Toppur með gatamynstri, laskalínu og A-formi, prjónaður ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Safran.

DROPS Design: Mynstur e-273
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS SAFRAN frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
250-250-300-300-350-350 g litur 17, hvítur

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 og 80 cm) NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 23 lykkjur og 30 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 og 80 cm) NR 3 fyrir kant með garðaprjóni - eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur og 48 umferðir með garðaprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (13)

100% Bómull
frá 374.00 kr /50g
DROPS Safran uni colour DROPS Safran uni colour 374.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1870kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 110 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 44) = 2,5.
Í þessu dæmi þá er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis eftir aðra og þriðju hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

LASKALÍNA:
Aukið út í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð).
Prjónið fram að 2 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að ekki myndist gat! Prjónið síðan nýjar lykkjur slétt.

ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Prjónið fram að 2 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið á hinni hliðinni (= 4 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo að ekki myndist gat.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna.

BERUSTYKKI:
Fitjið upp 110-115-120-125-130-137 lykkjur á hringprjón 3 með Safran. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 44-39-38-41-56-65 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING (jafnt yfir) = 154-154-158-166-186-202 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Setjið 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna: Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð (= í skiptinguna á milli ermi og bakstykkis), setjið næsta prjónamerki eftir 53-53-55-59-69-77 lykkjur (= bakstykki), setjið næsta prjónamerki eftir 24 nýjar lykkjur (= ermi), setjið næsta prjónamerki eftir 53-53-55-59-69-77 nýjar lykkjur (= framstykki), nú eru 24 lykkjur (= ermi) á eftir síðasta prjónamerki.
Umferðin byrjar í skiptingu á milli erma og bakstykkis. Nú er mynstur prjónað þannig: * 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 0-0-1-3-8-12 lykkjur, prjónið miðju 49 lykkjurnar í A.1 (þ.e.a.s. hoppið yfir ystu 4 lykkjurnar hvoru megin við mynsturteikningu), prjónið 0-0-1-3-8-12 lykkjur slétt (= bakstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 20 lykkjur slétt (= ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 11-11-12-14-19-23 lykkjur slétt, A.2 (= 27 lykkjur), 11-11-12-14-19-23 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 20 lykkjur slétt (= ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Fyrsta útaukningin fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, er nú lokið (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 20-24-28-31-33-36 sinnum (meðtalin fyrsta útaukningin eins og útskýrt er að ofan) = 314-346-382-414-450-490 lykkjur. ATH: Í hvert skipti sem aukið er út fyrir laskalínu er pláss til að prjóna eina lykkju fleiri af mynstri A.1 að laskalínu á bakstykki.
Þegar auknar hafa verið út nægilega margar lykkjur til að prjóna allar lykkjur í mynsturteikningu eru eftir 16-20-24-27-29-32 útaukningar fyrir laskalínu – þessar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn slétt. Mynsturteikning A.1 er endurtekin á hæðina til loka.
Mynsturteikning A.2 er prjónuð einu sinni til viðbótar á hæðina, síðan er prjónað sléttprjón yfir allar lykkjur í A.2.
Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar á stykkið að mælast 15-17-20-22-23-25 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Haldið síðan áfram án þess að auka út fyrir laskalínu þar til stykkið mælist 19-20-21-22-23-25 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan (ef prjónfestan passar á hæðina þá hefur stykkið náð réttu máli í stærð XL, XXL og XXXL). Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 93-101-111-121-135-149 lykkjurnar (= bakstykki), setjið næstu 64-72-80-86-90-96 lykkjurnar á band (= ermi), fitjið upp 8-8-8-10-10-10 nýjar lykkjur í hlið undir ermi, prjónið næstu 93-101-111-121-135-149 lykkjurnar (= framstykki), setjið næstu 64-72-80-86-90-96 lykkjurnar á band (= ermi), fitjið upp 8-8-8-10-10-10 nýjar lykkjur í hlið undir ermi. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 202-218-238-262-290-318 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í hvora hlið, þ.e.a.s. mitt í nýjar 8-8-8-10-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp á hvorri hlið undir ermum (= 101-109-119-131-145-159 lykkjur bæði á bakstykki og á framstykki). Haldið áfram hringinn með mynstur A.1 eins og áður og prjónið sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Þegar stykkið mælist 4 cm er aukið út um 2 lykkjur á hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út með ca 3-3-3-4-4-4 cm millibili alls 9 sinnum = 238-254-274-298-326-354 lykkjur. Þegar stykkið mælist ca 34-35-36-37-38-38 cm frá skiptingu, skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 6 umferðir garðaprjón. Fellið af. Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði ekki stífur er hægt að fella af með grófari prjónum. Toppurinn mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður.

ERMI:
Setjið 64-72-80-86-90-96 lykkjurnar af bandi á annarri hlið á stykki á sokkaprjón 3,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 8-8-8-10-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 72-80-88-96-100-106 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-8-10-10-10 nýjar lykkjur undir ermi. Byrjið umferð hér og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingu er skipt yfir á sokkaprjón 3. Prjónið 6 umferðir garðaprjón. Fellið af. Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði ekki stífur er hægt að fella af með grófari prjónum.
Prjónið hina ermina alveg eins.

Mynstur

= slétt
= Á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að ekki myndist gat
= 2 lykkjur slétt saman
= Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru samanMarylin Estrada 05.11.2018 - 21:43:

Quisiera hacer la parte d atrás sin calados sólo en punto derecho es posible?

DROPS Design 19.11.2018 kl. 22:40:

Hola Marylin. Puedes trabajar la espalda sin calados sustituyendo los puntos trabajados junto al diagrama A.1 por puntos en punto jersey.

Beverly 28.09.2018 - 18:37:

I figured out what was wrong, i was misreading the chart. Now my second question. Is the pattern to knit all stitches every other row? As every other row on the chart is blank

DROPS Design 30.09.2018 kl. 09:02:

Dear Beverly,the even numbered rows (every other row) is knit all the way around. Happy Knitting!

Beverly 28.09.2018 - 14:49:

I am knitting size M. I have done the 3 garter ridges and added the 39 stitches. My problem is that as i am working the middle 49 stitches of A1, i run out of stitches before i finish the pattern. I am able to finish about 44 stitches of the pattern. What am i doing wrong?

DROPS Design 01.10.2018 kl. 07:45:

Dear Berverly, work 1st row in pattern while inc for raglan as follows: Knit 2, 1 YO, work the middle 49 stitches in A.1, (= back piece), 1 YO, knit 4, 1 YO, knit 20 (= sleeve), 1 YO, knit 4, 1 YO, knit 11, A.2 (= 27 stitches), knit 11, 1 YO, knit 4, 1 YO, knit 20 (= sleeve), 1 YO, knit 2. = 2+49+4+20+4+11+27+11+4+20+2= 154+8 YOs = 162 sts. Happy Knitting!

Friedgund Thum 24.07.2018 - 16:31:

Ich habe mir diesen Pulli in schwarz und das n blau gestrickt! Er sitzt super und ist ein echtes Allround-Teil. Großartig!!!! Nun habe ich schon den ersten Auftrag einer Freundin bekommen, ihr auch einen zu stricken 😊

Friedgund Thum 24.07.2018 - 16:31:

Ich habe mir diesen Pulli in schwarz und das n blau gestrickt! Er sitzt super und ist ein echtes Allround-Teil. Großartig!!!! Nun habe ich schon den ersten Auftrag einer Freundin bekommen, ihr auch einen zu stricken 😊

Ute Hartmann 19.07.2018 - 18:50:

Ich habe mir diesen wunderschönen Pulli nachgestrickt. Es war das erste Mal, dass ich einen Pullover von oben nach unten strickte und es hat super geklappt. Durch das durchgehende Muster im Rückenbereich wird das Stricken auch nicht langweilig.

Bader Isabel 16.07.2018 - 10:02:

Guten Tag Gerne möchte ich dieses Top ohne Muster stricken. Kann ich das Muster einfach ignorieren und die Raglanzunahmen arbeiten und muss ich trotzdem Maschen überspringen? Mir ist nicht ganz klar, wie ich einen Ausschnitt erhalte. Vielen Dank für Ihre Rückmeldung und freundliche Grüsse. Isabel Bader

DROPS Design 16.07.2018 kl. 12:03:

Liebe Frau Bader, Sie können wahrscheinlich das Top ohne Lochmuster stricken, einfach Diagramme ignorieren, für die Raglanzunahmen werden Löcher entstehen, wenn Sie keine möchten, können Sie die Umschläge verschränkt stricken (oder mit einem anderen Technik zunehmen). Viel Spaß beim stricken!

Doris 19.05.2018 - 09:26:

Ich habe den Pullover in Drops Baby Merino gestrickt. Er ist superschön geworden und passt wie angegossen. Danke für die vielen schönen Muster!

Carmen 10.05.2018 - 19:44:

Tengo una duda con este patrón. Cuando dice que a partir de los 15cms de ranglan se siga tejiendo hasta los 19cms pero sin aumentar puntos ?se sigue echando la hebra para que quede el agujero? No se si me he explicado bien ,espero que si.Gracias por atenderme.

DROPS Design 13.05.2018 kl. 12:48:

Hola Carmen, después de completar los aumentos del raglán, las vueltas que se trabajan para alcanzar las medidas no tienen hebras, ya que las hebras se trabajan para aumentar puntos.

TREHOUT 04.05.2018 - 12:36:

Bonjour, est-il est possible de livrer en france le coloris 17 (blanc)?\r\nsi oui, à quel prix?

DROPS Design 04.05.2018 kl. 14:18:

Bonjour Mme Trehout, vous trouverez ici la liste des magasins DROPS en France, si vous n'avez pas la chance d'avoir une boutique près de chez vous, n'hésitez pas à visiter les différentes boutiques en ligne. Bon tricot!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 187-30

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.