DROPS Extra / 0-1440

Seasonal Dish by DROPS Design

Heklaður dúkur úr DROPS Belle. Stykkið er heklað frá miðju og út í hring. Þema: Jól.

Leitarorð: borðbúnaður, hringur, jól,

DROPS Design: Mynstur vs-047
Garnflokkur B
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
Mál: ca 47 cm að þvermáli

EFNI:
DROPS BELLE frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
150 g litur 12, kirsuber

HEKLFESTA:
20 stuðlar á breidd og 10 umferðir á hæðina = 10 x 10 cm.

HEKLUNÁL:
DROPS HEKLUNÁL NR 3,5.
Nálarstærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari heklunál. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni heklunál.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (2)

53% Bómull, 33% Viscose, 14% Hör
frá 550.00 kr /50g
DROPS Belle uni colour DROPS Belle uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1650kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6 (A.1, A.3 og A.5 sýnir hvernig umferðin byrjar og endar).

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

DÚKUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er heklað í hring frá miðju og út.

DÚKUR:
Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 3,5 með Belle og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju sem var hekluð. Heklið A.1 (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar, A.2 alls 6 sinnum hringinn í umferð. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Frá umferð merktri með svartri stjörnu eru heklaðar 15 mynstureiningar hringinn í umferð. Í síðustu umferð í A.2 er að auki aukið út um 6 stuðla jafnt yfir = 156 stuðlar. Stykkið mælist ca 25 cm að þvermáli.
Heklið áfram frá umferð með ör þannig: Heklið A.3 (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), heklið A.4 alls 13 sinnum hringinn í umferð. Þegar A.3 og A.4 hefur verið heklað til loka eru 260 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 43 cm að þvermáli.
Heklið síðan frá umferð með ör þannig: Heklið A.5 (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), heklið A.6 yfir hverja mynstureiningu A.4. Þegar A.5 og A.6 hefur verið heklað til loka er dúkurinn tilbúinn. Stykkið mælist ca 47 cm að þvermáli. Klippið frá og festið enda.

Mynstur

= Byrjið hér – þessi loftlykkjuhringur er útskýrður í uppskrift. Haldið áfram frá tákni yfir punkti í hring og heklið til vinstri
= 1 loftlykkja
= 4 loftlykkjur
= 7 loftlykkjur
= 1 fastalykkja um loftlykkju/loftlykkjuboga
= 1 fastalykkja í lykkju
= 1 stuðull um loftlykkjuhring/loftlykkjuboga
= 1 stuðull í lykkju
= 1 tvíbrugðinn stuðull í lykkju
= 1 keðjulykkja í lykkju
= í byrjun á umferð er fyrsta stuðli skipt út fyrir 3 loftlykkjur, umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð
= í byrjun á umferð er hekluð 1 loftlykkja (kemur ekki í stað fyrstu lykkju), endið umferð með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í byrjun á umferð
= í byrjun á umferð er fyrsti tvíbrugðni stuðullinn skipt út fyrir 4 loftlykkjur, umferðin endar með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju í byrjun á umferð
= byrjið í þessari umferð, fyrri umferð hefur nú þegar verið hekluð
= héðan eru heklaðar 15 mynstureiningar hringinn í umferð
= í þessari umferð er aukið út um 6 lykkjur jafnt yfir = 156 lykkjurJoanna 09.01.2019 - 22:57:

Hello. I wonder if doily made of Belle Drops needs to be blocked? Thank you Joanna

DROPS Design 10.01.2019 kl. 09:45:

Dear Joanna, you can always block doilies to make them nicer, and somewhat more flat. Happy crocheting!

Christine Takada 14.12.2018 - 22:29:

I'm sorry, I usually love your patterns, but this one is supremely badly written and totally confusing. Can you possibly please rewrite this in the usual way? ( For example: Ch4, sl st in 1st st to form ring. Rnd 1: 6 DC in ring, sl st to join....etc.) Not everybody can work off a diagram, or even with a video tutourial, and prefer a written pattern. I\'ve made several of your patterns before, and have never encountered one this confusing. 😕

DROPS Design 17.12.2018 kl. 10:48:

Dear Mrs Takada, we only have diagram to this pattern, start working with the ring of chains -see symbol - and read from the right towards the left on every round like this: work A.1 (= beg of round), repeat A.2 a total of 6 times in the round (then from the round with a black star, repeat A.2 a total of 15 times in the round) increasing 6 sts on last round in A.2. You will then crochet A.3 (beg of round) and repeat A.4 a total of 13 times in the round. and so on with next diagrams. Happy crocheting!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1440

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.