DROPS Extra / 0-1401

Holiday Servings by DROPS Design

Heklaður dúkur fyrir jólin. Stykkið er heklað úr DROPS Belle.

DROPS Design: Mynstur vs-039
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------
Mál: ca 40 cm að þvermáli
Efni:
DROPS BELLE frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
100 g litur 10, mosagrænn

Einnig er hægt að hekla stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HEKLUNÁL NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 18 stuðlar og 9 umferðir verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (4)

53% Bómull, 33% Viscose, 14% Hör
frá 550.00 kr /50g
DROPS Belle uni colour DROPS Belle uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1100kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1.
----------------------------------------------------------

DÚKUR:
Stykkið er heklað í hring frá miðju á dúk og út.
Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 4 með Belle og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1b alls 7 sinnum í umferð – mynsturteikning A.1a sýnir hvernig umferðin byrjar og endar.
ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar öll mynsturteikningin hefur verið hekluð til loka á hæðina er klippt frá og endi festur.

Mynstur

= 1 loftlykkja
= 3 loftlykkjur
= 3 loftlykkjur
= 4 loftlykkjur
= 6 loftlykkjur
= fastalykkja um loftlykkju/loftlykkjuboga
= stuðull í lykkju
= stuðull um loftlykkjuhring/loftlykkjuboga
= tvíbrugðinn stuðull í lykkju
= heklið 2 stuðla saman þannig: Heklið 1 stuðul í fyrstu lykkju, en bíði með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin, heklið 1 stuðul í næstu lykkju, en nú er bandið dregið í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni
= heklið 2 stuðla saman um loftlykkjubogann þannig: Heklið 2 stuðla um loftlykkjubogann, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegnum báða þessa stuðla í lokin, bregðið bandi um heklunálina og dragið bandið í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni
= heklið 2 tvíbrugðna stuðla saman þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í fyrstu lykkju, en bíðið með að bregða bandi um heklunálina og að draga bandið í gegn í lokin, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju, en nú er bandið dregið í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni
= umferðin byrjar með 3 loftlykkjum (hekluð sem viðbót við fyrsta stuðul). Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar
= umferðin byrjar með að skipta út 2 fyrstu tvíbrugðnu stuðlana sem heklaðir voru saman með því að hekla þannig: Heklið 4 loftlykkjur (jafngilda 1 tvíbrugðnum stuðli), heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju og dragið síðasta uppslætti í gegnum báðar lykkjurnar á heklunálinni. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju í byrjun umferðar.
= umferðin byrjar með að skipta út fyrsta stuðul með 3 loftlykkjur. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar
= 4 loftlykkjur, tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – sjá punkt í hring, umferðin byrjar og endar hér

Trine Johansen 27.11.2018 - 19:45:

Hvor står det hvor mange staver som skal i første ring?

DROPS Design 28.11.2018 kl. 10:02:

Hei Trine. Du skal gjenta A.1 rundt 7 ganger. Det er 2 staver om ringen i hver A.1 = totalt 14 staver på omgangen. God fornøyelse

Tanja 01.09.2018 - 19:23:

Es gibt zwei Zeichen für 3 LM in der Legende. Soll der Bogen vielleicht nur 2 LM anzeigen?

DROPS Design 04.09.2018 kl. 11:08:

Liebe Tanja, die beiden Zeichen sind je für 3 LM - siehe auch im Video. Viel Spaß beim häkeln!

Mel 28.03.2018 - 21:19:

Have just made this in a DK weight wool. It took me two evenings and the diagram was very easy to follow. Can't wait for Christmas to display it!!

Lina 12.12.2017 - 01:26:

Kan ni inte göra denna i skrivet mönster, detta diagram vart bara rörigt för mig. Klarar text bättre.

DROPS Design 12.12.2017 kl. 07:43:

Hei Lina. Denne oppskriften er kun som diagram, men det er også 2 hjelpevideo til denne oppskriften. De finner du nederst på siden. God Fornøyelse.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1401

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.