DROPS / 195 / 40

December Fields by DROPS Design

Prjónað teppi úr 2 þráðum DROPS Air. Stykkið er prjónað fram og til baka með köðlum, hálfu klukkuprjóni og kúlum.

DROPS Design: Mynstur ai-138
Garnflokkur C + C eða E
-------------------------------------------------------

Mál: Breidd: ca 96 cm. Lengd: ca 160 cm. 1 ferningur mælist ca 32 x 32 cm.
Efni:
DROPS AIR frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
850 g litur 01, natur

-------------------------------------------------------
FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

PRJÓNFESTA:
11 lykkjur á breidd og 15 umferðir á hæð með sléttprjóni og 2 þráðum = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 8: lengd 60 cm.
DROPS KAÐLAPRJÓNN – fyrir kaðla.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (7)

65% Alpakka, 28% Polyamide, 7% Ull
frá 1188.00 kr /50g
DROPS Air mix DROPS Air mix 1188.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Air uni colour DROPS Air uni colour 1188.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 20196kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

ÚTAUKNING:
Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat.

ÚRTAKA:
Fækkið um 1 lykkju með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

TEPPI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka í ferningum sem saumaðir eru saman í lokin. Prjónaðir eru 5 mismundandi ferningar og 3 af hverjum ferning = alls 15 ferningar.

FERNINGUR 1:
Fitjið upp 35 lykkjur á hringprjón 8 með 2 þráðum Air. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, þar sem í síðustu umferð í garðaprjóni er aukið út um 2 lykkjur – sjá ÚTAUKNING = 37 lykkjur. Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, A.1 (= 4 lykkjur) þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið fyrstu lykkjuna í A.1, 2 lykkjur garðaprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Haldið svona áfram fram og til baka þar til allt A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina. Prjónið 4 umferðir garðaprjón þar sem í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 2 lykkjur – sjá ÚRTAKA = 35 lykkjur. Fellið af – en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! Ferningurinn mælist ca 32 x 32 cm. Prjónið 2 ferninga til viðbótar = 3 ferningar.

FERNINGUR 2:
Fitjið upp 35 lykkjur á hringprjón 8 með 2 þráðum Air. Prjónið 4 umferðir garðaprjón þar sem í síðustu umferð með garðaprjóni er aukið út um 4 lykkjur = 39 lykkjur. Nú er mynstur prjónað þannig: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, A.2 (= 5 lykkjur), A.3 (= 25 lykkjur), A.4 (= 5 lykkjur), 2 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til A.2, A.3 og A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina. Nú eru 39 lykkjur í umferð. Prjónið 4 umferðir garðaprjón þar sem í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 4 lykkjur jafnt yfir = 35 lykkjur. Fellið af – en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! Ferningurinn mælist ca 32 x 32 cm. Prjónið 2 ferninga til viðbótar = 3 ferningar.

FERNINGUR 3:
Fitjið upp 35 lykkjur á hringprjón 8 með 2 þráðum Air. Prjónið 4 umferðir garðaprjón þar sem í síðustu umferð með garðaprjóni er aukið út um 3 lykkjur jafnt yfir = 38 lykkjur. Nú er mynstur prjónað þannig: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, 2 lykkjur brugðnar, A.5 (= 10 lykkjur) alls 3 sinnum á breidd, 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til allt A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina. Nú eru 38 lykkjur í umferð. Prjónið 4 umferðir garðaprjón þar sem í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 3 lykkjur jafnt yfir = 35 lykkjur.
Fellið af – en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! Ferningurinn mælist ca 32 x 32 cm. Prjónið 2 ferninga til viðbótar = 3 ferningar.

FERNINGUR 4:
Fitjið upp 35 lykkjur á hringprjón 8 með 2 þráðum Air. Prjónið 4 umferðir garðaprjón þar sem í síðustu umferð með garðaprjóni er aukið út um 2 lykkjur jafnt yfir = 37 lykkjur. Nú er mynstur prjónað þannig: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, A.6 (= 33 lykkjur), 2 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til allt A.6 hefur verið prjónað til loka á hæðina. Nú eru 37 lykkjur í umferð. Prjónið 4 umferðir garðaprjón þar sem í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 2 lykkjur = 35 lykkjur.
Fellið af – en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! Ferningurinn mælist ca 32 x 32 cm. Prjónið 2 ferninga til viðbótar = 3 ferningar.

FERNINGUR 5:
Fitjið upp 35 lykkjur á hringprjón 8 með 2 þráðum Air. Prjónið 4 umferðir garðaprjón þar sem í síðustu umferð með garðaprjóni er aukið út um 3 lykkjur = 38 lykkjur. Nú er mynstur prjónað þannig: Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, A.7 (= 34 lykkjur), 2 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til allt A.7 hefur verið prjónað til loka. Prjónið 4 umferðir garðaprjón þar sem í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 3 lykkjur jafnt yfir = 35 lykkjur.
Fellið af – en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! Ferningurinn mælist ca 32 x 32 cm. Prjónið 2 ferninga til viðbótar = 3 ferningar.

FRÁGANGUR:
Leggið ferningana eins og útskýrt er í teikningu. Númer á hverjum ferning sýnir hvaða mynstur er á ferningum. Saumið ferningana saman með 1 þræði Air. Saumið fyrst saman á lengdina, síðan á breiddina – saumið í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Klippið frá og festið enda.

Mynstur

= slétt lykkja frá réttu, brugðin lykkja frá röngu
= brugðin lykkja frá réttu, slétt lykkja frá röngu
= stingið hægri prjón í gegnum lykkju frá fyrri umferð, prjónið 1 lykkju slétt og sleppið lykkjum af prjóni
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat
= setjið 4 lykkjur á kaðlaprjón aftan við stykkið, prjónið 4 lykkjur slétt, prjónið 4 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= 2 lykkjur slétt saman
= setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= Kúla – prjónið þannig: 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt í sömu lykkju (= 3 lykkjur), snúið stykkinu. Prjónið 3 umferðir sléttprjón fram og til baka yfir þessar 3 lykkjur. Prjónið 3 lykkjur slétt saman = 1 lykkja
= setjið 1 lykkju á kaðlaprjón aftan við stykkið, prjónið 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðin af kaðlaprjóni
= setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, 1 lykkja brugðin, 2 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= setjið 1 lykkju á kaðlaprjón aftan við stykkið, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja slétt af kaðlaprjóni
= setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= setjið 3 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= setjið 1 lykkju á kaðlaprjón aftan við stykkið, 3 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðin af kaðlaprjóni
= setjið 3 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, 1 lykkja brugðin, 3 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= þessi rúða sýnir enga lykkju, farðu beint áfram í næsta tákn í mynsturteikningu

Athugasemdir (7)

Skrifa athugasemd!

Angela 20.09.2018 - 16:33:

Hallo, ich habe sie gemacht, diese Decke. Sie hat bei mir allerdings die Größe 1,80x1,20m. Oje das war viel Arbeit und ein Projekt über mehrere Jahre. Nun ist sie fertig und ist ein echter Hingucker worden.

Susanne 04.09.2018 - 16:44:

Was für eine schöne Decke! Wir waren gerade in Irland, und ich schwelge noch in den irischen Aranmustern und stricke schon an einem Pullover.... Aber ich glaube, die Decke muss nun auch in mein Programm

Monique 12.07.2018 - 14:16:

Eine tolle Decke für lange Winterabende und auch für kalte Spätsommertag. Ein Allrounder.

Angelique Lazouret 25.06.2018 - 01:07:

Très joli

Bärbel 16.06.2018 - 23:34:

Sieht klasse aus die Decke Kamindecke könnte man sie taufen

Judith Leyssens 11.06.2018 - 21:47:

Wat een knusse deken, ga ik zeker maken, om de komende winter knus onderuit te zakken :0))))

Stephanie 08.06.2018 - 13:51:

Tolle Musterdecke, ideal für den Winterabend am Kamin

Skrifaðu athugasemd um DROPS 195-40

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.