DROPS Extra / 0-1407

Festive Flowers by DROPS Design

Heklað blóm fyrir jólin. Stykkið er heklað úr DROPS Baby Merino.

DROPS Design: Mynstur bm-045
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------
Mál: ca 8 cm að þvermáli.
Efni:
DROPS BABY MERINO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50 g litur 16, rauður
50 g litur 08, kirsuberjarauður

Einnig er hægt að hekla stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HEKLUNÁL NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 24 stuðlar og 13 umferðir verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

FYLGIHLUTIR: Silkiborði – ca 1 meter
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (2)

100% Ull
frá 748.00 kr /50g
DROPS Baby Merino uni colour DROPS Baby Merino uni colour 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Baby Merino mix DROPS Baby Merino mix 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1496kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1.
----------------------------------------------------------

HEKLAÐ BLÓM:
Blómið er heklað eftir mynsturteikningu A.1 – þannig:
Heklið 3 loftlykkjur með rauðum og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju.

UMFERÐ 1:
Heklið 3 loftlykkjur (= jafngilda 1 stuðli), heklið síðan 15 stuðla um hringinn = 16 stuðlar.

UMFERÐ 2: Skiptið yfir í kirsuberjarauður.
Heklið 7 loftlykkjur (jafngilda 1 stuðli + 4 loftlykkjur), hoppið yfir 1 stuðul, heklið * 1 stuðul í næsta stuðul + 4 loftlykkjur, hoppið yfir 1 stuðul *, heklið frá *-* 6 sinnum til viðbótar og endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar = 8 stuðlar með 4 loftlykkjum á milli hverra.

UMFERÐ 3:
Heklið 5 loftlykkjur, takið heklunálina út úr lykkjunni, þræðið hana í gegnum toppinn á síðasta stuðli sem var heklaður frá fyrri umferð, þræðið í gegnum lykkjuna frá loftlykkjum, bregðið bandinu um heklunálina og dragið í gegnum báðar lykkjurnar. Heklið 3 loftlykkjur, heklið síðan 11 stuðla um þennan 5-loftlykkjuboga. Heklið 6 tvíbrugðna stuðla um 3 loftlykkjur í byrjun á fyrri umferð, heklið 1 keðjulykkju efst í næsta stuðul = 1 blað.
* Heklið 5 loftlykkjur, takið heklunálina úr lykkjunni og leggið loftlykkjurna á bahklið á fyrra blaði sem var heklað. Brjótið blaðið að þér og þræðið heklunálinni í gegnum stuðul sem er á milli 11 stuðla og 6 tvíbrugðnu stuðla sem voru heklaðir frá fyrra blaði, þræðið í gegnum lykkjuna frá loftlykkjum, bregðið bandi um heklunálina og dragið í gegnum báðar lykkjurnar. 5-loftlykkjubogar eru nú fastir aftan við fyrra blað sem var heklað. Heklið 3 loftlykkjur, heklið síðan 11 stuðla um þessa 5-loftlykkjuboga. Heklið 6 tvíbrugðna stuðla um næsta stuðul frá fyrri umferð, heklið 1 keðjulykkju efst frá næsta stuðli = 1 blað. * Heklið frá *-* þar til hekluð hafa verið alls 8 blöð í þessari umferð. Klippið frá og festið enda.

Heklið annað blóm alveg eins, nema með gagnstæðum litum, þ.e.a.s. 1. umferð er hekluð með kirsuberjarauðum, 2. og 3. umferð er hekluð með rauðum.

Heklið 2 blóm af hvorri litasamsetningu.

Þræðið silkiborða upp og niður í gegnum loftlykkjubogana á bakhlið á blómi

Mynstur

= Heklið 3 loftlykkjur og tengið saman í hring með keðjulykkju
= loftlykkja
= 1 stuðull
= 1 keðjulykkja
= Heklið 5 loftlykkjur, takið heklunálina út úr lykkjunni, þræðið hana í gegnum toppinn á síðasta stuðli sem var heklaður frá fyrri umferð, þræðið í gegnum lykkjuna frá loftlykkjum, bregðið bandinu um heklunálina og dragið í gegnum báðar lykkjurnar. Heklið 3 loftlykkjur, heklið síðan 11 stuðla um þennan 5-loftlykkjuboga. Heklið 6 tvíbrugðna stuðla um 3 loftlykkjur í byrjun á fyrri umferð, heklið 1 keðjulykkju efst í næsta stuðul = 1 blað.
= Heklið 5 loftlykkjur, takið heklunálina úr lykkjunni og leggið loftlykkjurna á bahklið á fyrra blaði sem var heklað. Brjótið blaðið að þér og þræðið heklunálinni í gegnum stuðul sem er á milli 11 stuðla og 6 tvíbrugðnu stuðla sem voru heklaðir frá fyrra blaði, þræðið í gegnum lykkjuna frá loftlykkjum, bregðið bandi um heklunálina og dragið í gegnum báðar lykkjurnar. 5-loftlykkjubogar eru nú fastir aftan við fyrra blað sem var heklað. Heklið 3 loftlykkjur, heklið síðan 11 stuðla um þessa 5-loftlykkjuboga. Heklið 6 tvíbrugðna stuðla um næsta stuðul frá fyrri umferð, heklið 1 keðjulykkju efst frá næsta stuðli = 1 blað.

Monika Opočenská 15.12.2017 - 10:50:

Dobrý den, omylem je návod v angličtině, bude, moc prosím i v češtině? Děkuji Monika Opočenská

DROPS Design 15.12.2017 kl. 23:55:

Dobrý den, Moniko, děkuji za upozornění - opraveno. Hana

Adrienne 15.12.2017 - 06:47:

Il manque le n° du crochet pour pouvoir réaliser ce modèle, serait-il possible de nous l'indiquer ? Merci.

DROPS Design 15.12.2017 kl. 08:49:

Bonjour Adrienne, oubli corrigé, il faut un crochet n°3. Merci. Bon crochet!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1407

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.