DROPS Extra / 0-1046

A Toast to Christmas! by DROPS Design

Hekluð umgjörð utan um vínkassa úr DROPS Paris. Þema: Jól

DROPS Design: Mynstur nr w-534
Garnflokkur C eða A + A
-----------------------------------------------------------
Mál: 52 cm að ummáli og 21 cm á hæð.
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio
200 gr litur nr 44, brúnn
50 gr litur nr 17, natur
Og rest af litum: nr 12 skær rauður, nr 46 ryð, nr 39 pistasíu, nr 14 skærgulur og litur nr 10 dökk turkos.

DROPS HEKLUNÁL NR 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 16 fl og 18 umf verði 10 x 10 cm.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (3)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1540kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

MÆLING:
Uppskriftin gengur út frá að vínkassinn sé með ummál 52 cm. Ef vínkassinn þinn hefur annað mál eru bættar við/dregnar frá 3 l fyrir annan hvern cm ef vínkassinn er stærri/minni en 52 cm að ummáli.
Mælið breiddina á skammhlið á vínkassanum og margfaldið cm málið með 1,6. Deilið lykkjufjöldanum með 2 og byrjið svo margar l á undan prjónamerki.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Hver umf með fl byrjar á 1 ll.

GALDRALYKKJA:
Til þess að koma í veg fyrir göt í miðju er heklað með þessari aðferð (í stað þess að gera ll-hring): Haldið í endann og gerið lykkju utan um vinstri vísifingur. Haldið í lykkjuna með vinstri þumli og löngutöng, þráðurinn liggur yfir vinstri vísifingur.
Stingið heklunálinni í gegnum lykkjuna, bregðið bandinu um heklunálina og dragið það í gegnum lykkjuna, heklið 1 ll, heklið síðan 5 fl í kringum lykkjuna. Þegar óskaður fjöldi fl er kominn, dragið í bandið þannig að þú dregur saman lykkjuna.

----------------------------------------------------------

VÍNKASSA UMGJÖRÐ:
Stykkið er heklað fram og til baka. Fitjið upp 84 ll með heklunál nr 4,5 með brúnu – LESIÐ MÆLING. Heklið 1 ll – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR, 1 fl í hverri ll (= 84 fl).
Heklið 2 umf til viðbótar með 1 fl í hverja fl (síðasta umf er frá réttu).
Heklið nú þannig: Heklið 1 fl í hverja og eina af fyrstu 74 fl þar til stykkið mælist 6 cm, stillið af að næsta umf er frá röngu.

Heklið 1 fl í hverja og eina af fyrstu 74 fl, heklið 10 ll JAFNFRAMT er sett 1 prjónamerki á milli 5. og 6. ll.
ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!

Heklið nú 1 fl í hverja l (= 84 fl). Haldið áfram með 1 fl í hverja fl þar til stykkið mælist 14 cm. Skiptið yfir í natur. Heklið 1 umf þannig: * 1 fl, 1 ll, hoppið yfir 1 fl *, endurtakið frá *-* og endið á 1 fl í síðustu fl í umf. Skiptið yfir í brúnt og heklið 1 fl í hverja fl og 1 fl um hverja ll í umf. Heklið 1 fl í hverja fl þar til stykkið mælist 21 cm. ATH: Stillið hæðina eftir vínkassanum. Skiptið yfir í natur. Heklið 1 umf þannig: * 1 fl, 1 ll, hoppið yfir 1 fl *, endurtakið frá *-* og endið á 1 fl í síðustu fl í umf. Klippið frá og festið enda.

FRÁGANGUR:
Saumið saman hliðar yst í lykkjubogann með brúnu.

EFRI PARTUR:
Heklið nú efri part á vínkassanum fram og til baka með heklunál nr 4,5 og brúnu. Byrjið 9 l á undan prjónamerki og heklið 1 fl í hverja og eina af næstu 18 l. Snúið við og heklið 1 fl í hverja og eina af 18 fl. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 15 cm (ATH: Stillið af eftir lengd á vínkassanum þínum). Klippið frá og festið enda.

FRÁGANGUR:
Saumið efri partinn við hliðarnar yst í lykkjubogann.

KANTUR:
Heklið kant þar sem heklað var með einni natur umf mitt í húsið þannig: Heklið frá röngu, þ.e.a.s. heklið að vinstri hlið með heklunál nr 4,5 með natur þannig: * 1 fl, 3 ll, hoppið yfir 1 fl *, endurtakið frá *-* í kringum allt húsið, endið á einni kl í fyrstu fl. Heklið nú 3 ll, heklið 5 st og 1 kl um hvern ll-boga í umf, endið á 1 kl í 3. ll. Klippið frá og festið enda. Endurtakið kant neðst niðri á húsinu (í fyrstu fl-umf).

ÞAK:
Sjá teikningu. Deilið þakinu í tvennt á hæðina, frá kanti og upp að síðustu umf með natur. Saumið síðan út með aftursting frá kanti, yfir þakið og yfir á hina hliðina. Endurtakið þar til allt þakið er skipt upp í rúður/ferninga. Saumið út með aftursting niður meðfram hverri hlið.

SKRAUT:
Heklið með GALDRALYKKJA – sjá skýringu að ofan, með heklunál nr 4,5 með appelsínugulum/skær rauðum/dökk turkos/grænum/skær gulum Paris. Klippið frá. Heklið skraut í hverja rúðu/ferning á þakinu.

HURÐ + GLUGGI:
Á langhlið er saumuð út hurð með aftursting með natur, ca 10 cm upp frá uppfitjunarkanti og 5 cm á breidd. Heklið 1 ískant efst uppi á hurðinni með natur með byrjun frá réttu þannig: Heklið 1 fl í fyrstu fl, * 2 ll, hoppið yfir 2 fl, 1 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* alls 2 sinnum. Snúið við og heklið til baka: 1 hst, 1 st, 1 hst, 1 kl um hvern ll-boga.

Saumið út glugga með aftursting með natur við hliðina á hurðinni, ca 5 cm upp, heklið síðan ískant alveg eins og á hurðinni. Heklið galdralykkju með heklunál nr 4,5 fyrir hurðarhún með natur. Festið á hurðina.

SNJÓKÚLUR:
Heklið eina galdralykkju með heklunál nr 4,5 með natur. Heklið alls 3 snjókúlur. Festið við aðra langhliðina.

ÍSING:
Í kringum opið er heklaður 1 ískantur efst með heklunál nr 4,5 með natur þannig: Byrjið frá réttu, heklið 1 fl í fyrstu fl, * 2 ll, hoppið yfir 2 fl, 1 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum. Snúið við og heklið til baka: 1 hst, 1 st, 1 hst, 1 kl um hvern ll-boga. Klippið frá og festið enda.

Mynstur

= hliðar á kassa
= toppur á kassa
= ísing

Kay Hewitt 29.05.2016 - 02:52:

Thank you for this fantastic pattern, It is absolutely perfect for my Mother!!! I can't wait to start crocheting this right away even though Christmas is many months off.

Gloria 14.03.2015 - 22:13:

I have lived your patterns for years now My daughter loves gingerbread anything this I will add to her collection for Christmas gift God. Bless all of you

E. Van Swieten 11.12.2014 - 12:54:

Ich wollte gerade schreiben dass dies die ideale kalorienfreie Alternative zum Lebkuchenhaus ist.... und dann sah ich, dass es als Deko für einen Weinkarton gedacht ist. Also wir streichen das 'kalorienfrei'. Und die Kinder dürfen nur gucken (-: Witig finde ich's trotzdem. (-:

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1046

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.