DROPS Extra / 0-1195

Merrier Christmas by DROPS Design

Prjónaður jólasveinn sem umgjörð utan um vínkassa með húfu með norrænu mynstri og dúsk úr DROPS Nepal og skeggi úr DROPS Eskimo. Þema: Jól.

DROPS Design: Mynstur nr ne-201
Garnflokkur C eða A + A og E (skegg)
----------------------------------------------------------
Mál: Ummál á botni: ca 47 - 52 cm. Hæð (frá botni að topp á húfu): ca 49- 53 cm.
Passar fyrir vínpoka: 2 lítrar - 3 lítrar.
Efni:
DROPS NEPAL frá Garnstudio
100 g í báðar stærðir nr 3620, rauður
100 g í báðar stærðir nr 0100, natur
Og notið
DROPS ESKIMO frá Garnstudio
50 gr í báðar stærðir nr 01, natur

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 5 – eða sú stærð sem þarf til að 17 l x 22 umf með sléttprjón verði 10 x 10 cm.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (1)

65% Ull, 35% Alpakka
frá 550.00 kr /50g
DROPS Nepal uni colour DROPS Nepal uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Nepal mix DROPS Nepal mix 572.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta

100% Ull
frá 484.00 kr /50g
DROPS Eskimo uni colour DROPS Eskimo uni colour 484.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Eskimo mix DROPS Eskimo mix 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Eskimo print DROPS Eskimo print 594.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2684kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1 og A.2. Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni.

ÚRTAKA:
Fækkið um 1 l með því að prjóna 2 l slétt saman.
----------------------------------------------------------

VÍNKASSA UMGJÖRÐ:
Stykkið er prjónað sem eitt neðan frá og upp, en fyrst er stroff fyrir húfu prjónað sér. Vínpokanum er komið fyrir inn frá botni og botninn er síðan dreginn saman með snúru.

KANTUR Á HÚFU:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna með Nepal.
Fitjið upp 96-104 l á hringprjóna nr 5 með rauðum. Prjónið 1 umf slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 l sl, 2 l br) þar til stykkið mælist 4 cm, prjónið 1 umf slétt þar sem fækkað er um 16 l jafnt yfir = 80-88 l. Geymið stykkið (setjið l á band/prjón).

BOTN/HÖFUÐ:
Botninn er prjónaður í hring á hringprjóna með Nepal, skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörfum. Fitjið upp 80-88 l á hringprjóna nr 5 með natur. Prjónið 1 umf br. Prjónið næstu umf þannig: * 2 l slétt saman, sláið uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* út umf (í næstu umf er uppslátturinn prjónaður slétt svo að ekki myndist gat). Prjónið nú sléttprjón þar til stykkið mælist 9-10 cm – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú höfuðið þannig: Prjónið GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá skýringu að ofan – í 5 cm. Klippið frá. Setjið 1 prjónamerki eftir 40-44 l, héðan byrjar umf á húfunni.
HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

HÚFA:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna nr 5 með rauðum Nepal, skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörfum. Kanturinn á húfuna er nú prjónaður saman við höfuðið í næstu umf þannig: Leggið kantinn í kringum stykkið réttu á móti réttu og byrjun á umf mætast, prjónið fyrstu l frá kanti og fyrstu l frá höfði slétt saman. Haldið áfram að prjóna 1 l frá báðum stykkjum saman umf hringinn = 80-88 l. Héðan er prjónað sléttprjón. Þegar stykkið mælist 10 cm er prjónað A.1 yfir allar l (= 10-11 mynstureiningar á breiddina). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er A.2 prjónað yfir allar l – JAFNFRAMT er fækkað um 4 l jafnt yfir í 2. umf í mynstri – LESIÐ ÚRTAKA = 76-84 l. Endurtakið A.2 alls 8-9 sinnum til viðbótar á hæðina – JAFNFRAMT er fækkað um 8 l jafnt yfir í hvert skipti sem 2. umf í A.2 er endurtekin = 12 l á prjóni eftir alla úrtöku. Prjónið með rauðum. Prjónið 1 umf þar sem fækkað er um 4 l jafnt yfir = 8 l. Prjónið nú allar l slétt saman 2 og 2 = 4 l. Klippið frá og dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru og festið vel. Stykkið mælist ca 44-48 cm.

SNÚRA:
Klippið 2 þræði með natur úr Nepal ca 3 metra. Tvinnið þá saman þar til þeir taka í, leggið snúruna tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda. Þræðið snúruna upp og niður í gegnum götin á botninum.

DÚSKUR:
Gerið einn dúsk með rauðum Nepal ca 6 cm að þvermáli og saumið niður í toppinn á húfunni.

SKEGG:
Festið kögur í garðaprjón á höfði.
1 kögur = klippið 1 þráð ca 60 cm með Eskimo. Leggið þá saman tvöfalda og þræðið lykkjunni í gegnum eina af br l efst á höfði að framan (þ.e.a.s. í 1. umf með br neðan við kant á húfu). Festið eins mörg kögur og óskað er eftir, allt eftir því hversu breitt og þétt skegg þú vilt að jólasveinninn sé með (hér er það fest í neðstu – og í 2 efstu brugðnu umf, það eru 7 kögur hvoru megin við opið með 1 l br á milli kögra).
Nuddið síðan skeggið varlega með fingrunum. Klippið það í óskaða lengd og form.

Mynstur

= natur
= rauður

Lora 22.12.2015 - 12:22:

This is so cute . I'm working on it now. The pattern is so clear and easy to follow. I love it !

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1195

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.