DROPS Extra / 0-1445

Merry Pillow by DROPS Design

Heklaður púði með áferðamynstri úr DROPS Muskat. Þema: Jól

Leitarorð: jól, púðar,

DROPS Design: R-736
Garnflokkur B.
-------------------------------------------------------

Mál: 40 x 40 cm. Púðaverið passar fyrir kodda 45 x 45 cm það á að strekkjast aðeins á því svo að það verði fallegt.
DROPS Muskat frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B).
350 g litur 12, rauður.

HEKLFESTA:
17 stuðlar á breidd og 10 umferðir á hæðina = 10 x 10 cm.

HEKLUNÁL:
DROPS HEKLUNÁL NR 4.
Nálarstærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari heklunál. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni heklunál.

KODDI: 45 x 45 cm.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (2)

100% Bómull
frá 506.00 kr /50g
DROPS Muskat uni colour DROPS Muskat uni colour 506.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3542kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. A.2 sýnir hvernig umferðin byrjar/endar.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

PÚÐI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Púðinn er heklaður í hring en snúið er við í hverri umferð og heklað fram og til baka í umferð til að áferðin verði alveg eins alla leiðina. Púðinn er saumaður saman í efri og neðri kanti í lokin.

PÚÐI:
Heklið 168 loftlykkjur og tengið þær saman í hring með keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Snúið stykkinu og heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja í hverja og eina af næstu 5 loftlykkjum. Heklið síðan þannig: * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 fastalykkju í hverja og eina af næstu 6 loftlykkjum *, endurtakið frá *-* út umferðina, festið með einni keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í umferð = 144 fastalykkjur. Snúið, heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkju í hverja fastalykkju út umferðina. Endið umferðina með einni keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Heklið nú eftir mynsturteikningu A.1 og A.2 þannig: Heklið 3 loftlykkjur (= A.2), 24 mynstureiningar A.1, umferðin endar með einni keðjulykkju í 3. Lykkju í umferð (= A.2), snúið stykkinu og haldið áfram eftir mynsturteikningu. ATH: A.2 er ekki talið með í lykkjufjölda. Haldið áfram með mynstur þar til stykkið mælist ca 40 cm, heklið 1 umferð með fastalykkjum, klippið frá og festið enda, dragið bandið í gegn.

Frágangur: Saumið saman í efri kant, kant í kant í ystu lykkjubogana. Setjið kodda í púðaverið og saumið saman í neðri kant.

Mynstur

= loftlykkja
= fastalykkja í lykkju
= fastalykkja í aftari lið á lykkju frá réttu og í fremri lið á lykkju frá röngu
= fastalykkja um loftlykkju
= stuðull í lykkju
= stuðull á milli 2 stuðla
= stuðull um loftlykkju
= hoppið yfir 1 lykkju, 1 stuðull í næstu fastalykkju, 1 stuðull í lykkju sem hoppað var yfir
= 1 stuðlahópur: Heklið 1 stuðul í næsta stuðul, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið 2 stuðla í sama stuðul alveg eins, dragið bandið í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni
= þessi umferð er ekki hekluð, hún hefur nú þegar verið hekluð og sýnir eingöngu hvernig á að hekla næstu umferð í lykkjurnar
= keðjulykkja

Jana 19.01.2019 - 14:33:

Vypadá nádherně!!!! :)

Lourdes 01.01.2019 - 23:17:

Me encanta, queda hermoso

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1445

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.