DROPS Puna
DROPS Puna
100% Alpakka
frá 968.00 kr /50g
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 5808.00kr.

Garnkostnaður er reiknaður út frá minnstu stærð mynsturs og ódýrustu vörutegund garns. Ertu að leita að enn betra verði? Þú gætir fundið það á DROPS Tilboð!

DROPS SS24
DROPS 173-21
DROPS Design: Mynstur nr pu-008
Garnflokkur B
----------------------------------------------------------

HÚFA:
Stærð: S – M – L
Höfuðmál: 54/56 – 56/58 – 58/60 cm

Efni:
DROPS PUNA frá Garnstudio
100-100-100 g litur nr 04, grábrúnn

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 21 l x 28 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
DROPS HRINGPRJÓNN (40 cm) NR 3,5 fyrir stroff – eða þá stærð sem þarf til að 22 l x 30 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
DROPS KAÐLAPRJÓNN – fyrir kaðla.

HÁLSSKJÓL:
Stærð: S - M - L
Mál:
Yfirvídd 88-104-126 cm,
hæð: 27-28-29 cm.

Efni:
DROPS PUNA frá Garnstudio
150-150-200 g litur nr 04, grábrúnn

DROPS HRINGPRJÓNN (40 cm) NR 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 20 l x 26 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
DROPS HRINGPRJÓNN (40 cm) NR 4 fyrir stroff – eða þá stærð sem þarf til að 21 l x 28 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
DROPS KAÐLAPRJÓNN – fyrir kaðla

HANDSTÚKUR:
Stærð: S/M – L

Efni:
DROPS PUNA frá Garnstudio
50-50 g litur nr 04, grábrúnn

DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 21 l x 28 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3,5 fyrir stroff – eða þá stærð sem þarf til að 22 l x 30 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
DROPS KAÐLAPRJÓNN – fyrir kaðla.

-------------------------------------------------------

Garnmöguleiki – Sjá hvernig breyta á um garn hér
Garnflokkur A til F – Nota sama mynstur og breyta um garn hér
Efnismagn ef notað er annað garn – Notaðu umreiknitöfluna okkar hér

-------------------------------------------------------

DROPS Puna
DROPS Puna
100% Alpakka
frá 968.00 kr /50g
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 5808.00kr.

Garnkostnaður er reiknaður út frá minnstu stærð mynsturs og ódýrustu vörutegund garns. Ertu að leita að enn betra verði? Þú gætir fundið það á DROPS Tilboð!

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.12. Sjá mynsturteikningu fyrir rétta stærð.

ÚRTAKA:
Fækkið l á undan A.8 þannig: Prjónið þar til 3 l eru eftir á undan A.8, prjónið 2 l slétt saman, 1 l sl.
Fækkið l á eftir A.8 þannig: Prjónið 1 l sl, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna / sokkaprjóna.

HÚFA:
Fitjið upp 114-120-126 l á hringprjóna nr 3,5 með Puna. Prjónið * A.1 (sjá mynsturteikningu fyrir rétta stærð = 12-14-16 l), A.2a (= 26 l) *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum á breidd. Þegar stykkið mælist 3-3-4 cm prjónið A.2b yfir A.2a, aðrar l eru prjónaðar í mynstri eins og áður. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2b hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 120-126-132 l í umf. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4. Prjónið * 12-14-16 l sléttprjón, A.3 (= 28 l) yfir A.2 *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum á breidd. Endurtakið A.3 alls 3 sinnum á hæð. Stykkið mælist nú ca 17-17-18 cm. * Prjónið og fækkið l eins og A.4 (sjá mynstur fyrir rétta stærð = 12-14-16 l) yfir l í sléttprjóni og fellið af eins og A.5 yfir A.3 *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum á breidd. Þegar A.4 og A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 27 l í umf. Prjónið l 2 og 2 saman þar til 1 l er eftir, 1 l sl = 14 l. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru og festið vel. Húfan mælist ca 25-25-26 cm.

-------------------------------------------------------

HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna.

HÁLSSKJÓL:
Fitjið upp 310-330-350 l á hringprjóna nr 4 með Puna.
Prjónið A.6 (= 33 l), 2 l sl, prjónið stroff (= 3 l br, 2 l sl) yfir næstu 120-130-140 l, A.6 yfir næstu 33 l, 2 l sl, prjónið stroff (= 3 l br, 2 l sl) yfir síðustu 120-130-140 l. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 4 cm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4,5. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!

Næsta umf er prjónuð þannig: Prjónið A.7 yfir A.6, 2 l sl, * prjónið 2 l br saman, 1 l br, 2 l sl *, endurtakið frá *-* yfir næstu 120-130-140 l (= 24-26-28 l færri), A.7 yfir A.6, 2 l sl, *prjónið 2 l br saman, 1 l br, 2 l sl *, endurtakið frá *-* yfir næstu 120-130-140 l (= 24-26-28 l færri). Þegar A.7 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 252-268-284 l í umf.

Næsta umf er prjónuð þannig: Prjónið A.8 (= 28 l), 2 l sl, prjónið stroff (= 2 l br, 2 l sl) yfir næstu 96-104-112 l, A.8 yfir næstu 28 l, 2 l sl, prjónið stroff (= 2 l br, 2 l sl) yfir síðustu 96-104-112 l. Haldið áfram með mynstur svona JAFNFRAMT í annarri hverri umf er fækkað um 1 l hvoru megin við hvert A.8 (= 4 l færri í annarri hverri umf) – LESIÐ ÚRTAKA. Haldið svona áfram með úrtöku þar til stykkið mælist 22-23-24 cm = ca 160-168-180 l. Stillið af að næsta umf sé 1 umf þar sem 28 l eru í mynstri A.8. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4 og prjónið A.9 (= 28 l) yfir A.8. Þegar A.9 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru ca 156-164-176 l í umf. Prjónið síðan br yfir br og sl yfir sl þar til stykkið mælist 27-28-29 cm. Fellið af með sl yfir sl og br yfir br.

-------------------------------------------------------

HANDSTÚKUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.

HANDSTÚKA:
Fitjið upp 40-44 l á sokkaprjóna nr 3,5 með Puna.
Prjónið A.10 (sjá mynsturteikningu fyrir rétta stærð = 14-18 l), síðan A.2 (= 26 l). Þegar stykkið mælist 3 cm er prjónað A.2b yfir A.2a, aðrar l eru prjónaðar eins og áður. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2b hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 42-46 l í umf. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4. Prjónið 14-18 l sléttprjón og A.11 yfir A.2. Endurtakið A.11 á hæðina. Þegar stykkið mælist 17-18 cm, passið að næsta umf sé 1 umf þar sem það eru 28 l í mynstri A.11. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3,5. Prjónið A.10 yfir fyrstu 14-18 l og prjónið A.12a yfir A.11. Þegar A.12a hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 40-44 l í umf. Síðan er A.12b endurtekið yfir A.12a þar til stykkið mælist 21-22 cm. Fellið af með sl yfir sl og br yfir br.
Prjónið aðra handstúku á sama hátt.

Mynstur

symbols = slétt lykkja
symbols = brugðin lykkja
symbols = sláið 1 sinni uppá prjóninn á milli 2 lykkja
symbols = lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir
symbols = engin lykkja, hoppið yfir þessa rúðu
symbols = setjið 3 lykkjur á kaðlaprjón aftan við stykkið, 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
symbols = setjið 3 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
symbols = 2 lykkjur slétt saman
symbols = lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir
symbols = prjónið þessa lykkju brugðið saman með næstu brugðnu lykkju
symbols = lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir
symbols = 2 lykkjur brugðið saman
diagram
diagram
diagram
diagram

Hvert mynstur okkar hefur sérstök kennslumyndbönd til að hjálpa þér.

Ertu með spurningu? Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ)

Prjónfesta er það sem ákveður endanlega mælingu á stykkinu þínu og er oftast mæld per 10 x 10 cm. Prjónfestan er tekin þannig: fjöldi lykkja á breidd x fjöldi lykkja í umferð á hæðina – t.d: 19 lykkjur x 26 umferðir = 10 x 10 cm.

Prjónfestan er mjög einstaklingsbundin; sumir prjóna/hekla laust á meðan aðrir prjóna þéttar. Þú aðlagar festuna með grófleika á prjóni, þess vegna er uppgefin prjónastærð hjá okkur aðeins til leiðbeiningar! Þú þarft að stilla prjónfestuna af (upp eða niður) til að tryggja að prjónfestan þín passi við þá festu sem er gefin upp í mynstri. Ef þú vinnur með aðra prjónfestu en þá sem gefin er upp þá þarftu annað efnismagn og verkefnið þitt kemur til með að hafa annað mál en sem stendur í uppskrift.

Prjónfestan ákveður einnig hvaða garni er hægt að skipta út og setja inn annað. Svo lengi sem þú nærð sömu prjónfestu þá getur þú skipt einu garni út fyrir annað.

Sjá DROPS kennsla: Hvernig á að mæla prjónfestu

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að kanna prjónfestu /gera prufu

Efnismagn af garni er gefið upp í grömmum, t.d.: 450 g. Til þess að reikna út hversu margar dokkur þú þarft þá verður þú fyrst að vita hversu mörg grömm eru í einni dokku (25g, 50g eða 100g). Þessar upplýsingar eru aðgengilegar ef þú smellir á garntegundirnar á síðunni okkar. Deildu síðan uppgefnu efnismagni með magni í hverri dokku. T.d. ef hver dokka er 50g (algengasta tegundin), þá verður útreikningurinn sem hér segir: 450/50 = 9 dokkur.

Það mikilvægasta þegar skipt er frá einu garni yfir í annað er að prjón-/heklfestan verði sú sama. Það er svo að mælingar á full unnu stykki verði þær sömu og á skissunni sem fylgir mynstrinu. Það er auðveldara að ná sömu prjónfestu með því að nota garn úr sama garnflokki. Einnig er hægt að vinna með mörgum þráðum saman með fínna garni til að ná prjónfestu á grófara garni. Endilega notaðu garnreiknivélina okkar. Við mælum alltaf með að þú gerir prufustykki.

Vinsamlegast ATHUGIÐ: þegar garni er skipt út þá getur þú fengið annað útlit og áferð á flíkina en sem er sýnt á myndinni, garnið hefur mismunandi eiginleika og gæði.

Sjá DROPS kennsla: Get ég notað annað garn en það sem gefið er upp í mynstri?

Allt garnið okkar er flokkað í garnflokka (frá A til F) eftir grófleika og prjónfestu - garnflokkur A samanstendur af fínasta garninu okkar og garnflokkur F grófasta garninu okkar. Þetta auðveldar þér að finna garn sem passar fyrir mynstrið þitt, langi þig til að skipta um garn. Allt garn í sama garnflokki hefur sömu prjónfestu og má nota sem valmöguleika þegar skipt er um garn . Hins vegar skaltu hafa í huga að garnið getur haft mismunandi eiginleika og áferð, sem gefur verkinu einstakt útlit.

Smelltu hér til að fá yfirlit yfir garn í hverjum garnflokki

Efst í öllum mynstrunum okkar finnur þú link að garnreiknivélinni okkar, sem er hjálpartæki þegar þú vilt skipta út garni fyrir annað garn en það sem gefið er upp í uppskrift. Með því að setja inn þá tegund af garni sem þú ætlar skipta út, fjölda (í þinni stærð) lykkja, þá reiknar reiknivélin út þá möguleika af garni með sömu prjónfestu. Að auki mun reiknivélin segja til um hversu mikið magn þú þarft af nýja garninu og hvort þú þurfir að hafa fleiri en einn þráð. Flestar dokkurnar okkar eru 50g (sumar 25g og 100g).

Ef mynstrið er unnið með mörgum litum, þá verður að reikna út hvern lit fyrir sig. Á sama hátt ef mynstrið er með nokkrum þráðum af mismunandi garni (t.d. 1 þræði Alpaca og 1 þræði Kid-Silk) þá verður þú að finna út möguleika fyrir hvert garn, fyrir sig.

Smelltu hér til að sjá garnreiknivélina okkar

Þar sem mismunandi garn er með mismunandi eiginleika og áferð þá höfum við valið að halda upprunalegu garntegundinni í mynstrunum okkar. Hins vegar þá getur þú auðveldlega fundið aðra valkosti með því að nota garnreiknivélina okkar, eða einfaldlega valið garn úr sama garnflokki.

Það er hugsanlegt að sumar verslanir eigi enn garn sem hætt er í framleiðslu eða að einhver eigi nokkrar dokkur heima sem langar til að finna mynstur sem passar garninu.

Notaðu garnreiknivélina sem mun koma með tillögu að öðru garni og nauðsynlegt efnismagn fyrir nýja garnið.

Ef þér finnst erfitt að ákveða hvaða stærð þú átt að gera getur verið gott að mæla flík sem þú átt nú þegar og líkar við stærðina á. Síðan geturðu valið stærðina með því að bera þessi mál saman við þær stærðir sem til eru í stærðartöflu mynstrsins.

Þú finnur stærðartöfluna neðst á mynstrinu.

Prjónastærðin er einungis gefin upp til leiðbeiningar, mikilvægt er að ná réttri prjónfestu. Prjónfestan getur verið mjög einstaklingsbundin, þú verður að skipta út prjónum til að vera viss um að prjónfestan ÞÍN verði sú saman og í mynstrinu – kannski verður þú að fara upp eða niður um 1 eða 2 grófleika á prjónum til að ná réttri prjónfestu. Fyrir það þá mælum við með að þú gerir prjónaprufu.

Ef þú ert með aðra prjónfestu en sem gefin er upp í mynstri, þá verða málin á flíkinni önnur en þau mál sem gefin eru upp í mynsturteikningu.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að mæla prjónfestu

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að kanna prjónfestu / gera prufu

Að vinna með flík frá toppi og niður gefur meiri sveigjanleika til að láta flíkina passa betur. T.d. er auðveldara að máta flíkina á meðan hún er enn í vinnslu, sem og jafna til lengd á ermum, berustykki og öxlum.

Leiðbeiningarnar eru sérstaklega með útskýringum á hverju þrepi, í réttri röð. Mynsturteikning er sniðin að prjónfestu og er unnin eins og venjulega.

Mynsturteikning útskýrir allar umferðir/hringi og hverja lykkju séð frá réttu. Teikningin er lesin frá botni upp á topp, frá hægri til vinstri. 1 rúða = 1 lykkja.

Þegar prjónað er fram og til baka, þá er önnur hver umferð prjónuð frá réttu og önnur hver umferð prjónuð frá röngu. Þar sem mynsturteikning sýnir allar lykkjur séð frá réttu þá verður þú að prjóna frá gagnstæðri hlið þegar prjónað er frá röngu: frá vinstri til hægri, sléttar lykkjur eru prjónaðar brugðnar, brugðnar lykkjur eru prjónaðar sléttar o.s.frv.

Þegar prjónað er í hring þá er hver umferð prjónuð frá hægri hlið og mynsturteikning er unnin frá hægri til vinstri í öllum umferðum/hringjum.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa prjón mynsturteikningu

Mynsturteikning útskýrir allar umferðir/hringi og hverja lykkju séð frá réttu. Teikningin er lesin frá botni upp á topp, frá hægri til vinstri..

Þegar heklað er fram og til baka er önnur hver umferð hekluð frá réttu: frá hægri til vinstri og önnur hver umferð hekluð frá röngu: frá vinstri til hægri.

Þegar heklað er í hring, er hver umferð í mynsturteikningu hekluð frá hægri hlið, frá hægri til vinstri.

Þegar hekluð er hringlaga mynsturteikning þá byrjar þú í miðju og vinnur þig út á við, réttsælis, umferð eftir umferð.

Umferðirnar byrja yfirleitt með ákveðnum fjölda af loftlykkjum (jafngilda hæð á eftirfarandi lykkjum), þetta er annað hvort útskýrt í mynstri eða lýst í mynsturteikningu.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa hekl mynsturteikningu

Í leiðbeiningum þegar unnið er eftir nokkrum mynsturteikningum á eftir hverri annarri í sömu umferð/hring, þá er oftast skrifað þannig: „ prjónið A.1, A.2, A.3 alls 0-0-2-3-4 sinnum“. Þetta þýðir að þú prjónar A.1 einu sinni, síðan er A.2 prjónað einu sinni, svo er A.3 endurtekið (á breiddina) í þeim fjölda sem er gefinn upp í þinni stærð – í þessu dæmi þá er: S = 0 sinnum, M = 0 sinnum, L = 2 sinnum, XL = 3 sinnum og XXL = 4 sinnum.

Mynsturteikningin er unnin eins og venjulega: Byrjað er á fyrstu umferð í A.1, síðan er prjónuð fyrsta umferð í A.2 o.s.frv.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa prjón mynsturteikningu

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa hekl mynsturteikningu

Heildar breidd á flíkinni (frá úlnlið að úlnlið) verður lengri í stærri stærðum, þrátt fyrir að ermin verði styttri. Stærri stærðirnar hafa lengri ermakúpu og breiðari axlir, þannig að peysan passi vel í öllum stærðum.

Stærðarteikning/skýringarmynd veitir upplýsingar um alla lengd á flíkinni. Ef þetta er jakkapeysa eða peysa þá er lengdin mæld frá hæsta punkti á öxl næst hálsmáli og beint niður að enda á stykkinu. EKKI er mælt frá enda á öxl. Á sama hátt er berustykkið mælt frá hæsta punkti á öxl og niður þar sem berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar.

Á opnum peysum/jakkapeysum eru málin aldrei tekin meðfram kantlykkjum að framan, nema ef sérstaklega er sagt til um það. Mælið ávallt innan við kantlykkjur að framan þegar lengdin er mæld.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa úr stærðarteikningu

Mynstureining er oft endurtekin í umferðinni eða á hæðina. 1 endurtekning á mynstureiningu eins og hún birtist í mynstri. Ef tekið er fram að endurtaka eigi A.1 5 sinnum í umferð, þá vinnur þú A.1 alls 5 sinnum á eftir hverju öðru í umferðinni. Ef tekið er fram að prjóna eigi mynstureiningu A.1 2 sinnum á hæðina þá vinnur þú mynstureininguna einu sinni, byrjar aftur frá upphafi og vinnur mynstureininguna einu sinni enn.

Loftlykkjur eru aðeins þrengri en aðrar lykkjur og til þess að koma í veg fyrir að uppfitjunarkanturinn verði of stífur, þá gerum við einfaldlega fleiri lykkjur til að byrja með. Lykkjufjöldinn verðu síðan stilltur af í næstu umferð til að passa inn í mynstur og mælingar á teikningu.

Stroff kantur er með meiri teygjanleika samanborið við t.d. sléttprjón. Með því að auka út fyrir stroffi, þá kemur þú í veg fyrir sýnilegan mun á breidd á milli stroffs og afgangs af stykki.

Mjög auðvelt er að fella of fast af, með því að slá uppá prjóninn jafnframt því að fella af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja) þá kemur þú í veg fyrir að affellingarkanturinn verði of stífur.

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að fella af með uppslætti

Til að jafna út útaukningu (úrtöku) getur þú aukið út t.d: Í 3. hverri og 4. hverri umferð, eða þannig: þú prjónar 2 umferðir og eykur út í 3. umferð, prjónar 3 umferðir og eykur út í 4. umferð. Endurtekur þetta síðan þar til útaukningin hefur verið gerð til loka.

Sjá DROPS Kennsluleiðbeiningar: Hvernig á að auka út/fella af til skiptis í 3. og 4. hverri umferð

Ef þú vilt frekar vinna peysu í hring í stað fram og til baka, þá getur þú auðvitað breytt mynstrinu. Þú þarf að bæta við lykkjum að framan til að klippa í (oftast 5 lykkjur) og fylgja leiðbeiningunum. Þegar þú snýrð vanalega við og vinnur frá röngu, þá hreinlega heldur þú áfram yfir auka lykkjurnar að framan og heldur áfram hringinn. Í lokin þá klippir þú stykkið upp, tekur upp lykkjur til að gera kant og felur brúnirnar.

Sjá DROPS kennslumyndband: Hvernig á að klippa upp fyrir handveg

Ef þú vilt frekar vinna peysu fram og til baka í stað þess í hring, þá getur þú auðvitað breytt mynstrinu þannig að stykkin séu prjónuð sér og sett saman í lokin. Deildu lykkjufjöldanum á fram- og bakstykki með 2, bættu við 1 kantlykkju í hvorri hlið (fyrir saum) og þá getur þú unnið fram- og bakstykki hvort fyrir sig.

Sjá DROPS kennsluleiðbeiningar: Hvernig á að prjóna uppskrift sem prjóna á í hring og prjóna hana fram og til baka?

Mynstrin endurtaka sig með örlitlum mun eftir stærðum, til að þau verði í réttum hlutföllum. Ef þú ert ekki að vinna með nákvæmlega sömu stærð og flíkin á myndinni, þá gætir þú velt þér yfir þessu. Þetta hefur verið valdlega hannað og aðlagað þannig að heildar útlitið á flíkinni sé sú saman í öllum stærðum.

Vertu bara viss um að fylgja vel leiðbeiningunum og skýringum á mynsturteikningu fyrir þína stærð!

Ef þú hefur fundið mynstur sem þér líkar við og er fáanlegt í kvenmanns stærð þá er ekki mjög erfitt að breyta því yfir í karlmanns stærð. Stærsti munurinn er lengd á ermum og búk. Byrjaðu að vinna í kvenmanns stærðinni sem þú heldur að passi yfirvídd á brjósti. Viðbætt lengd er unnin rétt áður en fellt er af fyrir handveg. Ef mynstrið er unnið ofan frá og niður þá er hægt að bæta við lengd rétt á eftir handveg eða á undan fyrstu úrtöku fyrir ermi.

Hvað varðar viðbótar garnið, þá fer það eftir því hversu mikið þú bætir við, en það er alltaf betra að hafa eina dokku meira en minna.

Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem geta losnað. Loðið garn (brushed) er með meira af lausum, auka trefjum, sem geta losnað.

Þar af leiðandi þá er ekki hægt að ábyrgjast að loðið garn (brushed) sé 100 % non-shedding (að trefjarnar losni ekki frá), en það er hægt að lágmarka þetta með því að fylgja þessum leiðbeiningum:

1. Þegar flíkin er full unnin (áður en þú þværð hana) hristu flíkina kröftuglega þannig að lausar trefjar falli af. ATH: EKKI nota lím rúllu bursta, bursta eða önnur áhöld sem toga til sín garnið.

2. Settu flíkina í plastpoka og settu í frysti – hitastigið veldur því að trefjarnar festast síður saman og allar auka trefjar falla betur frá.

3. Hafðu flíkina í frysti í nokkra klukkutíma áður en hún er tekin út og hrist kröftuglega aftur.

4. Þvoðu flíkina samkvæmt leiðbeiningum á leiðbeiningar miða á garninu.

Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist jafnvel með bestu trefjunum. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og handvegi á ermum á peysu.

Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökravél.

Finnurðu samt ekki svarið sem þú þarft? Flettu þá neðar og skrifaðu spurninguna þína svo einn af sérfræðingum okkar geti reynt að hjálpa þér. Þetta verður venjulega gert innan 5 til 10 virkra daga.
Í millitíðinni geturðu lesið spurningar og svör sem aðrir hafa skilið eftir þessu mynstri eða eða tekið þátt í DROPS Workshop á Facebook til að fá hjálp frá öðrum prjónurum/ heklurum!

Þú gætir líka haft gaman af...

Skrifaðu athugasemd um DROPS 173-21

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.

Athugasemdir / Spurningar (25)

country flag Veronica Righi wrote:

Buongiorno Mi interessa il modello scaldacollo , indica di usare i ferri circolari da 40 cm , ma non credo che si possano avviare 310 m ; come posso risolvere ? Ringrazio VR

10.12.2022 - 12:31

DROPS Design answered:

Buonasera Veronica, può eventualmente utilizzare un cavo da 60 cm. Buon lavoro!

11.12.2022 - 21:55

country flag Katrin wrote:

Hello! I am knitting the hat. I chose the S size (small) with 114 sts. How do I knit the first few rounds working A.1, because 12 sts don't add up to 114 sts?

22.01.2021 - 23:32

DROPS Design answered:

Dear Katrin, work as follows in size S: *A.1a (= 12 sts)=), A.2a (= 26 sts)*, repeat these (12+26= 38 sts) in width a total of 3 times (3 x 38= 114). Read more about diagrams here. Happy knitting!

25.01.2021 - 08:28

country flag Undine wrote:

Wie soll ich denn 350 Maschen auf einer nur 40cm langen Rundnadel stricken? Das muß doch ein Fehler sein? Wenn ich Recht habe, bitte korrigieren!

06.12.2020 - 11:35

country flag Carla wrote:

The last two rows of motif A.11 have ten stitches less than all the previous motif rows (missing five in each side). Where did they go? How are those last two rows to be worked? Thanks.

17.02.2020 - 23:41

DROPS Design answered:

Dear Carla, when you work the lace patterns over 3 sts on each side of A.11 you will have only 2 sts on row 3 and again 2 stitches on row 4 - so just remember that the "missing" stitch in each of these place is matching the lace pattern (see here). After you have worked the first 4 rows in A.11, repeat A.11 from row 1 over the first 5 stitches and last 5 stitches and work the last 2 rows in A.11 over the middle stitches, the repeats are worked over a different number of rows. Happy knitting!

18.02.2020 - 10:05

country flag Eli wrote:

Nå har jeg strikket de fire cm. på halsen, men da blir dette uforståelig. Jeg har strikket mye, men denne oppskriften er vanskelig, og dårlig forklart. Jeg har strikket ei lue, men det ble frihåndsstrikking. Hals og felling, eller hva jeg gjør etter de 4 cm. Kan jeg få ei forklaring som er forståelig? Rekket opp 3 ganger

31.01.2020 - 07:51

DROPS Design answered:

Hei Eli, Neste omgang er slik: Strikke A.7 over A.6 og 2 rett. Etter det er det et parti som gjentas bortover = (2 masker vrang sammen, 1 maske vrang, 2 masker rett). Dette utgjør 5 masker (med 1 maske felt hver gang), gjentatt fram til du har strikket 120-130-140 masker, eller slutten av omgangen. Du fortsetter med dette mønster til A.7 har blitt strikket ferdig 1 gang i høyden; og har 252-268-284 masker igjen på pinnen. Håper dette hjelper og god fornøyelse!

31.01.2020 - 08:46

country flag Fanny Deflandre wrote:

Bonjour,pour le tour de cou pour les diminutions après A8 il est indiqué glisser une maille endroit ,1 maille à l'endroit,une maille endroit passé la maille glissé par dessus la maille la maille tricoté.je ne comprend pas car il y a 2 mailles endroit alors comment fait t'on merci

23.11.2019 - 15:22

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Deflandre, vous parlez du 1er rang de A.9? on diminue b ien 1 m endroit au 1er rang de A.9 (et à 2 reprises), au 2ème rang de A.9, on a 2 m end dans chaque section en mailles endroit du diagramme. Bon tricot!

25.11.2019 - 11:22

country flag PLRD wrote:

I am knitting the neck warmer and am working on the A8 chart in the pattern. I am working on row 3 of the pattern. For the " slip 1 stitch as if to K, K2, psso" does K2 mean that I simply knit 2 stitches or does it mean that I knit 2 stitches in the next stitch? Is there a video to demonstrate this? Thank you.

29.04.2019 - 21:13

DROPS Design answered:

Hi PLRD, You knit 2 stitches and pass the slipped stitch over these 2 stitches. Happy knitting!

30.04.2019 - 07:43

country flag Plrd wrote:

On the second round of working A7 over A6 do I k2 after as I did on the first round? What do I do over the 120 stitches where I decreased on the previous round? Thanks!

25.04.2019 - 22:30

DROPS Design answered:

Dear Pird, work the 2nd row in A.7 as shown in diagram and work the other stitches with K over K and P over P. Happy knitting!

26.04.2019 - 09:11

country flag Pat wrote:

On decreasing on the neck warmer do you knit the 2 stitches after A8 and then decrease or do you start the decrease right after A8

24.02.2019 - 20:59

DROPS Design answered:

Dear Pat, you will decrease before and after A.8 as explained under DECREASE TIP: Dec as follows before A.8: Work until 3 sts remain before A.8, K 2 tog, K 1. Dec as follows after A.8: K 1, slip 1 st as if to K, K 1, psso. Happy knitting!

25.02.2019 - 11:11

country flag Pat wrote:

On your neck warmer size small after switching needles to size 4.5mm and working a7 over a6the stitch count for a7 is 26 not 28 and the total count is 248 not 252 what am i doing wrong

12.02.2019 - 22:41

DROPS Design answered:

Dear Pat, after first round in A.7 there are 248 sts, but on 2nd round in A.7 you increase 2 sts in each A.7 = there are 252 sts in total. Happy knitting!

13.02.2019 - 09:18