DROPS Alpaca
DROPS Alpaca
100% Alpakka
frá 990.00 kr /50g
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 12870.00kr.

Garnkostnaður er reiknaður út frá minnstu stærð mynsturs og ódýrustu vörutegund garns. Ertu að leita að enn betra verði? Þú gætir fundið það á DROPS Tilboð!

DROPS SS24

Renaissance

Prjónuð aðsniðin peysa úr 2 þráðum DROPS Alpaca með köðlum, laskalínu og köntum í garðaprjóni, prjónið ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.

DROPS 165-3
DROPS Design: Mynstur nr z-717
Garnflokkur A + A eða C
----------------------------------------------------------

Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL

Efni:
DROPS ALPACA frá Garnstudio
650-700-800-850-950-1050 gr litur nr 6309, turkos/grár

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 og 80 cm) NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 l og 22 umf með sléttprjóni með 2 þráðum úr Alpaca verði 10 x 10 cm.
DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 4,5 – fyrir garðaprjón.
DROPS PERLUTALA Bogalaga (hvít), NR 522: 7-7-7-8-8-8 stk.

-------------------------------------------------------

Garnmöguleiki – Sjá hvernig breyta á um garn hér
Garnflokkur A til F – Nota sama mynstur og breyta um garn hér
Efnismagn ef notað er annað garn – Notaðu umreiknitöfluna okkar hér

-------------------------------------------------------

DROPS Alpaca
DROPS Alpaca
100% Alpakka
frá 990.00 kr /50g
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 12870.00kr.

Garnkostnaður er reiknaður út frá minnstu stærð mynsturs og ódýrustu vörutegund garns. Ertu að leita að enn betra verði? Þú gætir fundið það á DROPS Tilboð!

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1-A.5. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu.

STUTTAR UMFERÐIR (kantur að framan):
Prjónaðir eru stuttar umferðir yfir l á kant að framan, svo að stykkið dragist ekki saman á hæðina. Prjónið frá réttu í 20. hverri umf þannig: Prjónið 5 l sl (= vinstri kantur að framan), snúið við og prjónið til baka. Prjónið 1 umf yfir allar l eins og áður. Snúið við og prjónið 5 l sl (= hægri kantur að framan), snúið við og prjónið til baka. Snúið við og prjónið 1 umf yfir allar l eins og áður.

LASKALÍNA:
Allar útaukningar eru gerðar frá réttu!
Aukið út um 1 l hvoru megin við mynstureiningu A.1 og A.2 með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri) til þess að koma í veg fyrir göt. Prjónið síðan nýjar l í sléttprjóni.

ÚTAUKNING:
Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri) til þess að koma í veg fyrir göt.

ÚRTAKA:
Fækkið lykkjum á undan prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 l eru eftir á undan prjónamerki, 2 l slétt saman, 2 l sléttprjón (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa l), takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir.

HNAPPAGAT:
Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan, þ.e.a.s. kantur að framan í lok umf séð frá réttu. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn.
Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist (mælt frá uppfitunarkanti og meðfram kanti að framan):
STÆRÐ S: 5, 13, 21, 29, 37, 45 og 53 cm.
STÆRÐ M: 5, 13, 21, 29, 37, 46 og 55 cm.
STÆRÐ L: 5, 13, 22, 31, 40, 49 og 58 cm.
STÆRÐ XL: 5, 13, 21, 29, 37, 45, 53 og 61 cm.
STÆRÐ XXL: 5, 13, 21, 29, 37, 45, 54 og 63 cm.
STÆRÐ XXXL: 5, 13, 21, 29, 38, 47, 56 og 65 cm.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Peysan er prjónuð fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður.

PEYSA:
Fitjið upp 73-76-76-79-79-82 l á hringprjóna nr 4,5 með 2 þráðum Alpaca. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Haldið áfram í garðaprjóni og prjónið kraga með stuttum umf með byrjun frá réttu: * Prjónið allar l. Snúið við og prjónið til baka þar til 5 l eru eftir í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið þar til 5 l eru eftir, snúið við og prjónið til baka þar til 10 l eru eftir. Snúið við og prjónið þar til 10 l eru eftir, snúið við og prjónið til baka yfir allar l *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Prjónið nú upphækkun í hnakka þannig: Prjónið þar til eftir eru 28-29-29-29-29-30 l, snúið við og prjónið til baka þar til eftir eru 28-29-29-29-29-30 l í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið þar til eftir eru 25-26-26-26-26-27 l, snúið við og prjónið til baka þar til eftir eru 25-26-26-26-26-27 l í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið þar til eftir eru 23-24-24-24-24-25 l, snúið við og prjónið til baka þar til eftir eru 23-24-24-24-24-25 l í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið út umf (frá réttu), snúið við og prjónið til baka yfir allar l. Munið eftir HNAPPAGAT! Skiptið yfir á hringprjóna nr 5. Setjið eitt prjónamerki hér! STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Prjónið 1 umf sléttprjón með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið, þar sem aukið er út um 18-19-19-24-32-45 l jafnt yfir (en ekki yfir kant að framan) = 91-95-95-103-111-127 l. Þær 5 kantlykkjur að framan á hvorri hlið halda áfram til loka og prjónaðar eru STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan, yfir kant að framan. Prjónið 1 umf til baka. Prjónið nú mynstur frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.3 (= 7 l), 3-4-4-6-8-12 l sléttprjón, A.1 (= 8 l), 6 l sléttprjón, A.2 (= 8 l), 17-19-19-23-27-35 l sléttprjón, A.1, 6 l sléttprjón, A.2, 3-4-4-6-8-12 l sléttprjón, A.3, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. ATH: Fylgist með í hvaða átt kaðlarnir snúa! Kaðlar á bakstykki eru spegilmynd við hvern annan og kaðlar á hvoru framstykki eru spegilmynd við hvern annan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Í næstu umf frá réttu byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, hvoru megin við hvert A.1 og A.2 (= 8 útaukningar). Endurtakið útaukningu í annarri hverri umf (þ.e.a.s. í hverri umf frá réttu) 9-14-19-25-28-29 sinnum til viðbótar og í 4. hverri umf (þ.e.a.s. í annarri hverri umf frá réttu) 7-5-3-0-0-0 sinnum = 227-255-279-311-343-367 l. Stykkið mælist ca 21-22-23-24-26-27 cm (mælt meðfram kanti að framan). Prjónið nú þannig: Prjónið fyrstu 36-40-43-48-53-58 l (= vinstra framstykki), setjið næstu 48-54-60-66-72-74 l á þráð (= ermi), fitjið upp 8 nýjar l undir ermi, prjónið næstu 59-67-73-83-93-103 m (= bakstykki), setjið næstu 48-54-60-66-72-74 l á þráð (= ermi), fitjið upp 8 nýjar l undir ermi, prjónið næstu 36-40-43-48-53-58 l (= hægra framstykki).

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Nú eru 147-163-175-195-215-235 l fyrir fram- og bakstykki. STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Prjónið nú mynstur þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.3, sléttprjón yfir næstu 28-32-35-40-45-50 l, setjið eitt prjónamerki (= hlið), sléttprjón yfir næstu 67-75-81-91-101-111 l, setjið eitt prjónamerki (= hlið), sléttprjón yfir næstu 28-32-35-40-45-50 l, A.3, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 3 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við prjónamerki – LESIÐ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 5-6-7-8-8-9 cm = 139-155-167-187-207-227 l. Þegar stykkið mælist 8-9-10-11-11-12 cm prjónið næstu umf frá réttu þannig: 5 kantlykkjur í garðaprjóni, A.3, prjónið 8 l sléttprjón. Prjónið sléttprjón yfir næstu 12 l í öllum stærðum og aukið út um 3 l jafnt yfir. Prjónið sléttprjón yfir næstu 20-28-34-44-54-64 l. Prjónið sléttprjón yfir næstu 35 l í öllum stærðum og aukið út um 10 l jafnt yfir. Prjónið sléttprjón yfir næstu 20-28-34-44-54-64 l. Prjónið sléttprjón yfir næstu 12 l og aukið út um 3 l jafnt yfir. Prjónið sléttprjón yfir næstu 8 l, A.3, 5 kantlykkjur í garðaprjóni. Nú eru 155-171-183-203-223-243 l í umf.

LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM!
Haldið nú áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er frá að neðan:
MYNSTUR OG ÚTAUKNING Á MILLI KAÐLA:
Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 20 l, A.4 (= 15 l), sléttprjón yfir næstu 6-10-13-18-23-28 l, setjið eitt nýtt prjónamerki (merkið fylgir með í stykkinu þar til útaukning í hliðum er lokið), sléttprjón yfir næstu 14-18-21-26-31-36 l, A.5 (= 45 l), sléttprjón yfir næstu 14-18-21-26-31-36 l, setjið eitt nýtt prjónamerki (merkið fylgir með í stykkinu þar til útaukning í hliðum er lokið), sléttprjón yfir næstu 6-10-13-18-23-28 l, A.4, prjónið þær 20 l sem eftir eru eins og áður. Haldið áfram fram og til baka þar til A.X hefur verið prjónað til loka alls 3 sinnum á hæðina. Prjónið nú afgang af umf í A.4 og A.5. ATH: Stillið af að kaðall í A.Z byrjar í sömu umf og kaðall í A.3 við miðju að framan!
Þegar allt A.4 og A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina er A.Z endurtekið til loka, JAFNFRAMT eru l auknar út með sléttprjóni þannig – sjá ör í mynstri: Prjónið þar til 1 l er eftir á undan fyrstu mynstureiningu A.4, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sléttprjón, prjónið fyrstu 8 l í A.4, sláið 1 sinni uppá prjóninn, sléttprjón þar til 8 l eru eftir í mynstri, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið næstu 8 l í A.4. Haldið áfram með sléttprjón fram að A.5. Prjónið fyrstu 8 l í A.5, * sláið uppá prjóninn, sléttprjón þar til 1 l er eftir á undan næstu l br í mynstri, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið næstu 9 l *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, sláið uppá prjóninn, prjónið sléttprjón þar til 1 l er eftir á undan næstu l br, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið næstu 8 l í A.5. Prjónið síðan sléttprjón fram að næstu mynstureiningu A.4. Prjónið fyrstu 8 l í A.4, sláið 1 sinni uppá prjóninn, sléttprjón þar til 8 l er eftir í mynstri, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið næstu 8 l í A.4, 1 l sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þær l sem eftir eru. Aukið út alls 12 í umf. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br svo að ekki myndist gat! Endurtakið útaukningu í 6. hverri umf 3 sinnum til viðbótar.
ÚTAUKNING í hvorri hlið:
Þegar stykkið mælist 12-13-14-15-15-16 cm, aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki á hvorri hlið (= 4 l fleiri) – LESIÐ ÚTAUKNING! Endurtakið útaukningu í öðrum hverjum cm 14-15-16-16-16-16 sinnum til viðbótar = 50-60-68-78-88-98 l í hverri mynstureiningu í sléttprjóni í hvorri hlið.
Þegar útaukningarnar í mynstri og í hliðum er lokið eru 274-294-310-330-350-370 l í umf. Haldið áfram með mynstur þar til stykkið mælist 69-71-73-75-77-79 cm – passið að næsta umf frá réttu sé 3. umf í A.3! Haldið nú áfram með mynstur og aukið út l í mynstureiningu í sléttprjóni þannig: Aukið út um 1 l í mynstureiningu í sléttprjóni innan við kant að framan og A.3 í hvorri hlið og aukið út um 3-3-5-5-5-5 l jafnt yfir í mynstureiningu í sléttprjóni í hvorri hlið á peysu (þ.e.a.s. á milli A.4 og A.5) = 282-302-322-342-362-382 l. Prjónið nú kant í lokin þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.3, 3 l sléttprjón, næstu 28 l halda áfram eins og áður, * 3 l sléttprjón, A.3 *, endurtakið frá *-* 4-5-6-7-8-9 sinnum til viðbótar, 3 l sléttprjón, næstu 70 l eru prjónaðar eins og áður, ** 3 l sléttprjón, A.3 **, endurtakið frá **-** 4-5-6-7-8-9 sinnum til viðbótar, 3 l sléttprjón. Prjónið næstu 28 l eins og áður, 3 l sléttprjón, A.3, 3 l sléttprjón, A.3, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til A.3 hefur verið prjónað 3 sinnum á hæðina. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4,5 og prjónið 1 umf sléttprjón þar sem aukið er út um 16-18-19-20-22-22 l jafnt yfir (en ekki yfir kant að framan) = 298-320-341-362-384-404 l. Prjónið 6 umf garðaprjón og fellið af.

ERMI:
Ermin er prjónuð í sléttprjóni, í hring á hringprjóna/sokkaprjóna. Það eru 48-54-60-66-72-74 l fyrir hvora ermi. Setjið til baka l af þræði á hringprjóna/sokkaprjóna nr 5 og fitjið upp 8 nýjar l undir ermi = 56-62-68-74-80-82 l. Prjónið sléttprjón, JAFNFRAMT er sett eitt prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja undir ermi. STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN!
Þegar stykkið mælist 3 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við prjónamerki. Endurtakið úrtöku með ca 3-2½-2-1½-1½-1 cm millibili, 9-11-13-16-19-19 sinnum til viðbótar = 36-38-40-40-40-42 l. Þegar ermin mælist 34-33-33-33-32-31 cm aukið út um 1 l = 37-39-41-41-41-43 l. Í næstu umf er prjónað þannig: Prjónið fyrstu 15-16-17-17-17-18 l, A.3, prjónið næstu 15-16-17-17-17-18 l. Haldið svona áfram þar til A.3 hefur verið prjónað til loka 6 sinnum á hæðina. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4,5 og aukið út um 2-2-3-3-3-3 l, jafnt yfir = 39-41-44-44-44-46 l. Prjónið 6 umf garðaprjón. Fellið af. Prjónið aðra hina ermina á sama hátt.

FRÁGANGUR:
Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstri kant að framan.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt.

Yfirfarið á vefsvæði: 12.09.2016
FRAM- OG BAKSTYKKI... Prjónið sléttprjón yfir næstu 12 l og aukið út um 3 l jafnt yfir. Prjónið sléttprjón yfir næstu 8 l, A.3, 5 kantlykkjur með garðaprjóni. Nú eru 155-171-183-203-223-243 l í umf.

Mynstur

symbols = sl frá réttu, br frá röngu
symbols = br frá réttu, sl frá röngu
symbols = takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 2 l sl, steypið óprjónuðu l yfir 2 l slétt
symbols = þessi l hefur verið felld af
symbols = sláið uppá prjóninn á milli 2 l
symbols = setjið 3 l á hjálparprjón fyrir framan stykkið, 3 l sl, 3 l sl af hjálparprjóni
symbols = setjið 3 l á hjálparprjón fyrir aftan stykkið, 3 l sl, 3 l sl af hjálparprjóni
symbols = 2 l slétt saman
symbols = setjið 3 l á hjálparprjón fyrir framan stykkið, 3 l br 3 l sl af hjálparprjóni
symbols = setjið 3 l á hjálpaprjón fyrir aftan stykkið, 3 l sl, 3 l br af hjálpaprjóni
symbols = 2 l br saman
symbols = sláið uppá prjóninn á milli 2 l, í næstu umf (= ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt og áfram eru l prjónaðar br (séð frá réttu)
symbols = aukið út um 1 l hér - sjá skýringu í uppskrift
diagram
diagram
diagram

Hvert mynstur okkar hefur sérstök kennslumyndbönd til að hjálpa þér.

Ertu með spurningu? Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ)

Prjónfesta er það sem ákveður endanlega mælingu á stykkinu þínu og er oftast mæld per 10 x 10 cm. Prjónfestan er tekin þannig: fjöldi lykkja á breidd x fjöldi lykkja í umferð á hæðina – t.d: 19 lykkjur x 26 umferðir = 10 x 10 cm.

Prjónfestan er mjög einstaklingsbundin; sumir prjóna/hekla laust á meðan aðrir prjóna þéttar. Þú aðlagar festuna með grófleika á prjóni, þess vegna er uppgefin prjónastærð hjá okkur aðeins til leiðbeiningar! Þú þarft að stilla prjónfestuna af (upp eða niður) til að tryggja að prjónfestan þín passi við þá festu sem er gefin upp í mynstri. Ef þú vinnur með aðra prjónfestu en þá sem gefin er upp þá þarftu annað efnismagn og verkefnið þitt kemur til með að hafa annað mál en sem stendur í uppskrift.

Prjónfestan ákveður einnig hvaða garni er hægt að skipta út og setja inn annað. Svo lengi sem þú nærð sömu prjónfestu þá getur þú skipt einu garni út fyrir annað.

Sjá DROPS kennsla: Hvernig á að mæla prjónfestu

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að kanna prjónfestu /gera prufu

Efnismagn af garni er gefið upp í grömmum, t.d.: 450 g. Til þess að reikna út hversu margar dokkur þú þarft þá verður þú fyrst að vita hversu mörg grömm eru í einni dokku (25g, 50g eða 100g). Þessar upplýsingar eru aðgengilegar ef þú smellir á garntegundirnar á síðunni okkar. Deildu síðan uppgefnu efnismagni með magni í hverri dokku. T.d. ef hver dokka er 50g (algengasta tegundin), þá verður útreikningurinn sem hér segir: 450/50 = 9 dokkur.

Það mikilvægasta þegar skipt er frá einu garni yfir í annað er að prjón-/heklfestan verði sú sama. Það er svo að mælingar á full unnu stykki verði þær sömu og á skissunni sem fylgir mynstrinu. Það er auðveldara að ná sömu prjónfestu með því að nota garn úr sama garnflokki. Einnig er hægt að vinna með mörgum þráðum saman með fínna garni til að ná prjónfestu á grófara garni. Endilega notaðu garnreiknivélina okkar. Við mælum alltaf með að þú gerir prufustykki.

Vinsamlegast ATHUGIÐ: þegar garni er skipt út þá getur þú fengið annað útlit og áferð á flíkina en sem er sýnt á myndinni, garnið hefur mismunandi eiginleika og gæði.

Sjá DROPS kennsla: Get ég notað annað garn en það sem gefið er upp í mynstri?

Allt garnið okkar er flokkað í garnflokka (frá A til F) eftir grófleika og prjónfestu - garnflokkur A samanstendur af fínasta garninu okkar og garnflokkur F grófasta garninu okkar. Þetta auðveldar þér að finna garn sem passar fyrir mynstrið þitt, langi þig til að skipta um garn. Allt garn í sama garnflokki hefur sömu prjónfestu og má nota sem valmöguleika þegar skipt er um garn . Hins vegar skaltu hafa í huga að garnið getur haft mismunandi eiginleika og áferð, sem gefur verkinu einstakt útlit.

Smelltu hér til að fá yfirlit yfir garn í hverjum garnflokki

Efst í öllum mynstrunum okkar finnur þú link að garnreiknivélinni okkar, sem er hjálpartæki þegar þú vilt skipta út garni fyrir annað garn en það sem gefið er upp í uppskrift. Með því að setja inn þá tegund af garni sem þú ætlar skipta út, fjölda (í þinni stærð) lykkja, þá reiknar reiknivélin út þá möguleika af garni með sömu prjónfestu. Að auki mun reiknivélin segja til um hversu mikið magn þú þarft af nýja garninu og hvort þú þurfir að hafa fleiri en einn þráð. Flestar dokkurnar okkar eru 50g (sumar 25g og 100g).

Ef mynstrið er unnið með mörgum litum, þá verður að reikna út hvern lit fyrir sig. Á sama hátt ef mynstrið er með nokkrum þráðum af mismunandi garni (t.d. 1 þræði Alpaca og 1 þræði Kid-Silk) þá verður þú að finna út möguleika fyrir hvert garn, fyrir sig.

Smelltu hér til að sjá garnreiknivélina okkar

Þar sem mismunandi garn er með mismunandi eiginleika og áferð þá höfum við valið að halda upprunalegu garntegundinni í mynstrunum okkar. Hins vegar þá getur þú auðveldlega fundið aðra valkosti með því að nota garnreiknivélina okkar, eða einfaldlega valið garn úr sama garnflokki.

Það er hugsanlegt að sumar verslanir eigi enn garn sem hætt er í framleiðslu eða að einhver eigi nokkrar dokkur heima sem langar til að finna mynstur sem passar garninu.

Notaðu garnreiknivélina sem mun koma með tillögu að öðru garni og nauðsynlegt efnismagn fyrir nýja garnið.

Ef þér finnst erfitt að ákveða hvaða stærð þú átt að gera getur verið gott að mæla flík sem þú átt nú þegar og líkar við stærðina á. Síðan geturðu valið stærðina með því að bera þessi mál saman við þær stærðir sem til eru í stærðartöflu mynstrsins.

Þú finnur stærðartöfluna neðst á mynstrinu.

Prjónastærðin er einungis gefin upp til leiðbeiningar, mikilvægt er að ná réttri prjónfestu. Prjónfestan getur verið mjög einstaklingsbundin, þú verður að skipta út prjónum til að vera viss um að prjónfestan ÞÍN verði sú saman og í mynstrinu – kannski verður þú að fara upp eða niður um 1 eða 2 grófleika á prjónum til að ná réttri prjónfestu. Fyrir það þá mælum við með að þú gerir prjónaprufu.

Ef þú ert með aðra prjónfestu en sem gefin er upp í mynstri, þá verða málin á flíkinni önnur en þau mál sem gefin eru upp í mynsturteikningu.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að mæla prjónfestu

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að kanna prjónfestu / gera prufu

Að vinna með flík frá toppi og niður gefur meiri sveigjanleika til að láta flíkina passa betur. T.d. er auðveldara að máta flíkina á meðan hún er enn í vinnslu, sem og jafna til lengd á ermum, berustykki og öxlum.

Leiðbeiningarnar eru sérstaklega með útskýringum á hverju þrepi, í réttri röð. Mynsturteikning er sniðin að prjónfestu og er unnin eins og venjulega.

Mynsturteikning útskýrir allar umferðir/hringi og hverja lykkju séð frá réttu. Teikningin er lesin frá botni upp á topp, frá hægri til vinstri. 1 rúða = 1 lykkja.

Þegar prjónað er fram og til baka, þá er önnur hver umferð prjónuð frá réttu og önnur hver umferð prjónuð frá röngu. Þar sem mynsturteikning sýnir allar lykkjur séð frá réttu þá verður þú að prjóna frá gagnstæðri hlið þegar prjónað er frá röngu: frá vinstri til hægri, sléttar lykkjur eru prjónaðar brugðnar, brugðnar lykkjur eru prjónaðar sléttar o.s.frv.

Þegar prjónað er í hring þá er hver umferð prjónuð frá hægri hlið og mynsturteikning er unnin frá hægri til vinstri í öllum umferðum/hringjum.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa prjón mynsturteikningu

Mynsturteikning útskýrir allar umferðir/hringi og hverja lykkju séð frá réttu. Teikningin er lesin frá botni upp á topp, frá hægri til vinstri..

Þegar heklað er fram og til baka er önnur hver umferð hekluð frá réttu: frá hægri til vinstri og önnur hver umferð hekluð frá röngu: frá vinstri til hægri.

Þegar heklað er í hring, er hver umferð í mynsturteikningu hekluð frá hægri hlið, frá hægri til vinstri.

Þegar hekluð er hringlaga mynsturteikning þá byrjar þú í miðju og vinnur þig út á við, réttsælis, umferð eftir umferð.

Umferðirnar byrja yfirleitt með ákveðnum fjölda af loftlykkjum (jafngilda hæð á eftirfarandi lykkjum), þetta er annað hvort útskýrt í mynstri eða lýst í mynsturteikningu.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa hekl mynsturteikningu

Í leiðbeiningum þegar unnið er eftir nokkrum mynsturteikningum á eftir hverri annarri í sömu umferð/hring, þá er oftast skrifað þannig: „ prjónið A.1, A.2, A.3 alls 0-0-2-3-4 sinnum“. Þetta þýðir að þú prjónar A.1 einu sinni, síðan er A.2 prjónað einu sinni, svo er A.3 endurtekið (á breiddina) í þeim fjölda sem er gefinn upp í þinni stærð – í þessu dæmi þá er: S = 0 sinnum, M = 0 sinnum, L = 2 sinnum, XL = 3 sinnum og XXL = 4 sinnum.

Mynsturteikningin er unnin eins og venjulega: Byrjað er á fyrstu umferð í A.1, síðan er prjónuð fyrsta umferð í A.2 o.s.frv.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa prjón mynsturteikningu

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa hekl mynsturteikningu

Heildar breidd á flíkinni (frá úlnlið að úlnlið) verður lengri í stærri stærðum, þrátt fyrir að ermin verði styttri. Stærri stærðirnar hafa lengri ermakúpu og breiðari axlir, þannig að peysan passi vel í öllum stærðum.

Stærðarteikning/skýringarmynd veitir upplýsingar um alla lengd á flíkinni. Ef þetta er jakkapeysa eða peysa þá er lengdin mæld frá hæsta punkti á öxl næst hálsmáli og beint niður að enda á stykkinu. EKKI er mælt frá enda á öxl. Á sama hátt er berustykkið mælt frá hæsta punkti á öxl og niður þar sem berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar.

Á opnum peysum/jakkapeysum eru málin aldrei tekin meðfram kantlykkjum að framan, nema ef sérstaklega er sagt til um það. Mælið ávallt innan við kantlykkjur að framan þegar lengdin er mæld.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa úr stærðarteikningu

Mynstureining er oft endurtekin í umferðinni eða á hæðina. 1 endurtekning á mynstureiningu eins og hún birtist í mynstri. Ef tekið er fram að endurtaka eigi A.1 5 sinnum í umferð, þá vinnur þú A.1 alls 5 sinnum á eftir hverju öðru í umferðinni. Ef tekið er fram að prjóna eigi mynstureiningu A.1 2 sinnum á hæðina þá vinnur þú mynstureininguna einu sinni, byrjar aftur frá upphafi og vinnur mynstureininguna einu sinni enn.

Loftlykkjur eru aðeins þrengri en aðrar lykkjur og til þess að koma í veg fyrir að uppfitjunarkanturinn verði of stífur, þá gerum við einfaldlega fleiri lykkjur til að byrja með. Lykkjufjöldinn verðu síðan stilltur af í næstu umferð til að passa inn í mynstur og mælingar á teikningu.

Stroff kantur er með meiri teygjanleika samanborið við t.d. sléttprjón. Með því að auka út fyrir stroffi, þá kemur þú í veg fyrir sýnilegan mun á breidd á milli stroffs og afgangs af stykki.

Mjög auðvelt er að fella of fast af, með því að slá uppá prjóninn jafnframt því að fella af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja) þá kemur þú í veg fyrir að affellingarkanturinn verði of stífur.

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að fella af með uppslætti

Til að jafna út útaukningu (úrtöku) getur þú aukið út t.d: Í 3. hverri og 4. hverri umferð, eða þannig: þú prjónar 2 umferðir og eykur út í 3. umferð, prjónar 3 umferðir og eykur út í 4. umferð. Endurtekur þetta síðan þar til útaukningin hefur verið gerð til loka.

Sjá DROPS Kennsluleiðbeiningar: Hvernig á að auka út/fella af til skiptis í 3. og 4. hverri umferð

Ef þú vilt frekar vinna peysu í hring í stað fram og til baka, þá getur þú auðvitað breytt mynstrinu. Þú þarf að bæta við lykkjum að framan til að klippa í (oftast 5 lykkjur) og fylgja leiðbeiningunum. Þegar þú snýrð vanalega við og vinnur frá röngu, þá hreinlega heldur þú áfram yfir auka lykkjurnar að framan og heldur áfram hringinn. Í lokin þá klippir þú stykkið upp, tekur upp lykkjur til að gera kant og felur brúnirnar.

Sjá DROPS kennslumyndband: Hvernig á að klippa upp fyrir handveg

Ef þú vilt frekar vinna peysu fram og til baka í stað þess í hring, þá getur þú auðvitað breytt mynstrinu þannig að stykkin séu prjónuð sér og sett saman í lokin. Deildu lykkjufjöldanum á fram- og bakstykki með 2, bættu við 1 kantlykkju í hvorri hlið (fyrir saum) og þá getur þú unnið fram- og bakstykki hvort fyrir sig.

Sjá DROPS kennsluleiðbeiningar: Hvernig á að prjóna uppskrift sem prjóna á í hring og prjóna hana fram og til baka?

Mynstrin endurtaka sig með örlitlum mun eftir stærðum, til að þau verði í réttum hlutföllum. Ef þú ert ekki að vinna með nákvæmlega sömu stærð og flíkin á myndinni, þá gætir þú velt þér yfir þessu. Þetta hefur verið valdlega hannað og aðlagað þannig að heildar útlitið á flíkinni sé sú saman í öllum stærðum.

Vertu bara viss um að fylgja vel leiðbeiningunum og skýringum á mynsturteikningu fyrir þína stærð!

Ef þú hefur fundið mynstur sem þér líkar við og er fáanlegt í kvenmanns stærð þá er ekki mjög erfitt að breyta því yfir í karlmanns stærð. Stærsti munurinn er lengd á ermum og búk. Byrjaðu að vinna í kvenmanns stærðinni sem þú heldur að passi yfirvídd á brjósti. Viðbætt lengd er unnin rétt áður en fellt er af fyrir handveg. Ef mynstrið er unnið ofan frá og niður þá er hægt að bæta við lengd rétt á eftir handveg eða á undan fyrstu úrtöku fyrir ermi.

Hvað varðar viðbótar garnið, þá fer það eftir því hversu mikið þú bætir við, en það er alltaf betra að hafa eina dokku meira en minna.

Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem geta losnað. Loðið garn (brushed) er með meira af lausum, auka trefjum, sem geta losnað.

Þar af leiðandi þá er ekki hægt að ábyrgjast að loðið garn (brushed) sé 100 % non-shedding (að trefjarnar losni ekki frá), en það er hægt að lágmarka þetta með því að fylgja þessum leiðbeiningum:

1. Þegar flíkin er full unnin (áður en þú þværð hana) hristu flíkina kröftuglega þannig að lausar trefjar falli af. ATH: EKKI nota lím rúllu bursta, bursta eða önnur áhöld sem toga til sín garnið.

2. Settu flíkina í plastpoka og settu í frysti – hitastigið veldur því að trefjarnar festast síður saman og allar auka trefjar falla betur frá.

3. Hafðu flíkina í frysti í nokkra klukkutíma áður en hún er tekin út og hrist kröftuglega aftur.

4. Þvoðu flíkina samkvæmt leiðbeiningum á leiðbeiningar miða á garninu.

Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist jafnvel með bestu trefjunum. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og handvegi á ermum á peysu.

Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökravél.

Finnurðu samt ekki svarið sem þú þarft? Flettu þá neðar og skrifaðu spurninguna þína svo einn af sérfræðingum okkar geti reynt að hjálpa þér. Þetta verður venjulega gert innan 5 til 10 virkra daga.
Í millitíðinni geturðu lesið spurningar og svör sem aðrir hafa skilið eftir þessu mynstri eða eða tekið þátt í DROPS Workshop á Facebook til að fá hjálp frá öðrum prjónurum/ heklurum!

Þú gætir líka haft gaman af...

Skrifaðu athugasemd um DROPS 165-3

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.

Athugasemdir / Spurningar (98)

country flag Gudrun Stenman wrote:

I fram och bakstycket läs hela nästa avsnitt..Sist står det ökning i varje sida när arbetet mäter? Varifrån ska den mätningen vara?

07.05.2017 - 23:27

DROPS Design answered:

Hej! Du mäter från där maskorna sattes på en tråd för ärmen, dvs. från där fram-och bakst börjar.

08.05.2017 - 14:18

country flag Nicolier wrote:

Bonjour, et merci pour votre aide.

08.02.2017 - 09:53

country flag Nicolier wrote:

Dos et devant. Les augmentations se font elles pendant ou après A.X.

07.02.2017 - 18:54

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Nicolier, les augmentations dans le jersey, entre les torsades, se font quand on commence A.Z. Bon tricot!

08.02.2017 - 09:22

country flag Konni wrote:

Hallo in der strickschrieft sind 10 Pfeile angegeben für die zunahmen ....kommen die zunahmen genau dahin wo die Pfeile sind .......Weil in der Anleitung stehen ja 12 zunahmen in der Reihe......Wo muss ich dann die 2 fehlenden Pfeile zunehmen

13.09.2016 - 23:41

DROPS Design answered:

Liebe Frau Konni, es wird wie im Text 12 M. zugenommen, die erste Zunahme liegt 1 M vor dem ersten Rapport von A.4, und die letzte Zunahme lieght 1 M nach dem 2. Rapport von A.4 + 10 Pfeile im Diagram = 12 Zunahmen.

14.09.2016 - 08:59

country flag Konni wrote:

Hallo ich noch mal habe jetzt noch mal die Anleitung überarbeitet und bin zu dem Entschluss gekommen das es rechnerisch nicht auskommt also denke ich mir wo 35 Maschen stricken steht für alle grösen sollte vielleicht 37 Maschen stehen

08.09.2016 - 19:13

DROPS Design answered:

Liebe Frau Konni, man muss hier so stricken: "Glatt re über die nächsten 12 M (= nicht 10) (für alle Größen) str und dabei 3 M gleichmäßig verteilt zunehmen.". Korrektur wird bald online.

15.09.2016 - 15:33

country flag Konni wrote:

Hallo bin jetzt bei den 11 cm am rumpfteil angekommen und muss jetzt laut Anleitung Maschen zunehmen (XL) es ist sehr gut erklärt nur nur steht da am Ende das ich vor A.3 8 Maschen rechts stricken soll aber ich habe da noch 10 Maschen zum stricken kann es sein das es ein Druckfehler ist das ich am Anfang nach A.3 9 Maschen stricken soll und nicht wie beschrieben 8 Maschen ich weiß ist ein wenig verwirrend das so nieder zu schreiben was ich mein aber ein versuch ist es wert hilfeeeeeeee

08.09.2016 - 18:51

country flag Hanna wrote:

Det står fel i beskrivningen i den tredje sista meningen i beskrivningen på fram & bakstycket. Det står att 10m ska stickas och tre maskor ska ökas, det ska istället vara 12 maskor

02.05.2016 - 16:17

country flag Marijke wrote:

Ik moet straks, om in de afwerkrand goed uit te komen, st meerderen. Nu is het zo dat na de ribbelsteken en A3 en A3 voor A4 2 st gemeerderd moeten worden. Ik heb daar nu 8 stk. 8 + 2 st is 10 st, ik heb dan 3 st tekort om 3 trico - A3 - 3 trico te breien. Waar had/moet ik die steken meerderen?

13.02.2016 - 23:18

DROPS Design answered:

Hoi Marijke. Zou je kunnen aangeven welke maat je maakt en waar je in het patroon bent? Dan kan ik makkelijker meekijken en rekenen

10.03.2016 - 14:09

country flag Fabienne wrote:

Je ne comprends pas comment faire les augmentations, pour le dos et devant, à partir du passage où vous dites de "lire attentivement la suite avant de continuer" car vous parler de mailles jersey à tricoter entre les deux groupes de 8 mailles ( A.4 ou A.5 ) entre les jetés. Mais quand on fait les jetés, on sépare les groupes de 8 mailles. J'espère que vous comprendrez mon problème! Merci

10.02.2016 - 22:25

DROPS Design answered:

Bonjour Fabienne, les 8 m citées sont les 8 premières m de A.4 et A.5, vous tricotez ces mailles comme avant, les augmentations se font avant/après ces 8 premières ou 8 dernières m (la torsade et les 2 m env de chaque côté). Bon tricot!

11.02.2016 - 10:29

country flag Baba wrote:

Good Day. This is a wonderful pattern. I am asking about sizing. I generally fall between L and XL and have to rely on bust measurement for accuracy. I don't see an actual measurement on this pattern. Would you happen to know the bust, waist and/or back measurements?

10.02.2016 - 19:55

DROPS Design answered:

Dear Baba, you will find a chart with all finished measurements for each size they are in cm (convert here into inc) taken flat from side to side. Compare these to a similar garment you have and like the shape to find out the matching size. Happy knitting!

11.02.2016 - 10:08