DROPS / 195 / 4

Calendula by DROPS Design

Prjónað sjal með gatamynstri og garðaprjóni úr DROPS Nord.

Leitarorð: gatamynstur, sjal,

DROPS Design: Mynstur no-013
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------

Mál: Breidd efst: ca 140 cm. Lengd fyrir miðju: ca 55 cm
Efni:
DROPS NORD frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
250 g litur 18, gulur

-------------------------------------------------------
FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

PRJÓNFESTA:
21 lykkja á breidd og 27 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 4: lengd 80 cm.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.
-------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (9)

45% Alpakka, 30% Polyamide, 25% Ull
frá 682.00 kr /50g
DROPS Nord uni colour DROPS Nord uni colour 682.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Nord mix DROPS Nord mix 704.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3410kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 185 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 18) = 10,27.
Í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 10. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

SJAL- STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður.

SJAL:
Fitjið upp 61 lykkjur á hringprjón 4 með Nord. Setjið 1 prjónamerki 4 lykkjur inn frá hvorri hlið (= 53 lykkjur á milli prjónamerkja). Prjónið þannig:

UMFERÐ 1 (= frá réttu): Prjónið 3 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið garðaprjón að 1. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið 53 lykkjur garðaprjón (hér situr 2. prjónamerki), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið garðaprjón þar til eftir eru 3 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), endið með 3 lykkjur garðaprjón (= alls 4 lykkjur fleiri í umferð).
UMFERÐ 2 (= frá röngu): Prjónið garðaprjón yfir allar lykkjur, uppslátturinn er prjónaður snúinn, það eiga ekki að myndast göt.
Endurtakið umferð 1 og 2. Þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju innan við 3 kantlykkjur á hvorri hlið á stykki og 1 lykkja hvoru megin við 53 miðju lykkjurnar. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Prjónið alls 62 umferðir garðaprjón, þ.e.a.s. aukið út um 31 lykkjur hvoru megin við miðju lykkjurnar og 31 lykkjur innan við 3 kantlykkjur á hvorri hlið á stykki (= 124 lykkjur fleiri alls) = 185 lykkjur. Prjónið 2 umferðir garðaprjón og aukið út eins og venjulega (= 4 lykkjur) JAFNFRAMT í umferð frá réttu er aukið út um 18 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING = 207 lykkjur. Stykkið mælist ca 15 cm, mælt í prjónstefnu.
Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.1 yfir fyrstu 3 lykkjurnar, * A.2 (= 9 lykkjur), A.3 (= 3 lykkjur) *, prjónið frá *-* alls 16 sinnum, A.3 yfir næstu 9 lykkjurnar, A.4 yfir síðustu 3 lykkjurnar. Í fyrstu umferð er aukið út um 2 lykkjur í hverju A.2 = 241 lykkjur.
Aukið út um 1 lykkju í A.1 og A.4 og 2 lykkjur í hverju A.3 í 13. umferð, þegar mynsturteikning er endurtekin á hæðina er aukið út í 26. hverri umferð. Aukið út um 34 lykkjur í hverri umferð þegar aukið er út. Útauknu lykkjurnar eru prjónaðar (og eru teiknaðar) inn í mynstur A.2.
Haldið svona áfram með mynstur, A.1, A.3 og A.4 er endurtekið á hæðina. Þegar A.2a hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 309 lykkjur í umferð. Prjónið A.2b (= 15 lykkjur) yfir A.2a. Þegar A.2b hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 377 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 53 cm, mælt mitt í sjali.
Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið A.5 (= 5 lykkjur) þar til 3 lykkjur eru eftir (= 186 sinnum á breidd), prjónið A.6 (= 1 lykkja) og endið með 2 kantlykkjur með garðaprjóni. Í 7. umferð í A.6 er aukið út um 1 lykkju í mynsturteikningu = 378 lykkjur. Þegar A.5 og A.6 umferð hefur verið prjónuð 1 sinni á hæðina, fellið af með sléttum lykkjum. Sjalið mælist alls ca 55 cm, mælt mitt í sjali.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 27.08.2018
Leiðrétting:...Í 7. umferð í A.6 er aukið út um 1 lykkju í mynsturteikningu = 378 lykkjur.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= slétt frá röngu
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn
= 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð


Athugasemdir (9)

Skrifa athugasemd!

Schaufelberger 13.12.2018 - 07:37:

Ha voilà !!! merci de cette explication et de votre patience !

Schaufelberger 12.12.2018 - 13:58:

Merci pour cette très rapide réponse. Mais je dois être distraite car je ne comprends toujours pas :( 53 mailles centrales et 3 mailles bordure de chaque côté font 59 ? ou bien est ce 4 mailles bordure ? car dans ce cas, je retrouve les 61 mailles du départ

DROPS Design 12.12.2018 kl. 14:18:

Bonjour Mme Schaufelberger, vous montez 61 m que vous tricotez ainsi: 3 m point mousse, 1 m, marqueur, 53 m, marquuer, 1 m, 3 m point mousse. Vous augmentez ensuite comme indiqué aux rangs 1 & 2, soit 1 m à 3 m des bords de chaque côté + 3 m de chaque côté des 53 m centrales et ceci 31 fois au total - vous augmentez 4 m tous les rangs sur l'endroit 31 fois au total: 31x4 = 124 augmentations + les 61 m du départ = 185 mailles. Bon tricot!

Schaufelberger 12.12.2018 - 11:47:

Bonjour, Je lis qu'après avoir augmenter les 124 mailles, je dois avoir au total 185 mailles. mais si je totalise les 124 augmentations, les 53 mailles centrales et les 2X3 mailles de bordure, je trouve 183 mailles. Où est l'erreur ? Merci beaucoup

DROPS Design 12.12.2018 kl. 13:48:

Bonjour Mme Schaufelberger, on commence par 61 mailles et on va augmenter 31x 1 m de chaque côté des 53 mailles centrales et 31 x 1 m de chaque côté, à 3 m des bords, soit: 31 x 4 augmentations = 124 m + les 61 m du montage = 185 m. Bon tricot!

Ekaterina 26.08.2018 - 15:36:

"In der 6. Reihe von A.6 1 Masche im Diagramm zunehmen = 378 Maschen" -- im Diagramm gibt es den entsprechenden Umschlag im 7. Reihe. Kann es in der Anleitung einen Fehler geben? Danke.

DROPS Design 27.08.2018 kl. 11:57:

Liebe Ekaterina, das Diagramm ist richtig, Sie nehmen in der 7. Reihe durch einen Umschlag zu. Der Text wird noch einmal geprüft und dann korrigiert.

Sophie Guyard 08.08.2018 - 16:42:

Dans les explications => Je ne comprends pas les augmentations du 13 eme rang (+1 dans A1 et A4, +2 dans A3) car ainsi cela me décale les motifs ... merci d avance d apporter un complément d explications à la débutante que je suis !

DROPS Design 09.08.2018 kl. 08:25:

Bonjour Mme Guyard, les augmentations se font dans A.1, A.3 et A.4 mais sont représentées dans A.2a: au 13ème rang, augmentez dans A.1, A.3 et A.4 comme indiqué dans ces diagrammes, tricotez A.2 sur 9 m encore sur ce rang, puis au rang suivant, A.1, A.3 et A.4 se tricoten tde nouveau sur 3 m seulement, et A.2a sur 11 m - Ajoutez un marqueur entre chaque diagramme, et décalez ces marqueurs pour toujours avoir le bon nombre de mailles à chaque rang, comme indiqué dans les diagrammes. Bon tricot!

Ulla 08.08.2018 - 14:43:

Diagrammerne A2b, A5 og A6 mangler vidst?

DROPS Design 14.08.2018 kl. 13:02:

Hej Ulla, de nævnte diagrammer ligger lige under de andre, aller nederst i opskriften. God fornøjelse!

Elisabeth 23.06.2018 - 21:28:

Magnifique modèle.

Brenda 23.06.2018 - 16:52:

Wheat sheaves

Lisa 07.06.2018 - 19:56:

Sonnenstrahlen / Sun rays

Skrifaðu athugasemd um DROPS 195-4

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.