DROPS / 195 / 13

Winter Tears by DROPS Design

Prjónað sjal úr DROPS Fabel. Stykkið er prjónað frá hlið með röndum, dropum og blöðum.

Leitarorð: blaðamynstur, hliðar, sjal,

DROPS Design: Mynstur fa-415
Garnflokkur A
-------------------------------------------------------

SJAL:
Mál: Lengd fyrir miðju: ca 59 cm. Breidd efst: ca 184 cm
Efni:
DROPS FABEL frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
250 g litur 602, silfur refur
50 g litur 114, ljós perlugrár

-------------------------------------------------------
FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

PRJÓNFESTA:
21 lykkja á breidd og 41 umferðir á hæð með garðaprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3,5: lengd 60 cm.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (6)

75% Ull, 25% Polyamide
frá 550.00 kr /50g
DROPS Fabel uni colour DROPS Fabel uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Fabel print DROPS Fabel print 594.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Fabel long print DROPS Fabel long print 638.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3300kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

DROPI:
ATH: Í hvert skipti sem snúið er við, herðið á bandi þannig að ekki myndist gat!
Prjónið 10 lykkjur slétt, setjið eitt prjónamerki hér.
Snúið og prjónið 9 lykkjur slétt.
Snúið og prjónið 8 lykkjur slétt.
Snúið og prjónið 7 lykkjur slétt.
Snúið og prjónið 6 lykkjur slétt.
Snúið og prjónið 5 lykkjur slétt.
Snúið og prjónið 4 lykkjur slétt.
Snúið og prjónið 3 lykkjur slétt.
Snúið og prjónið 2 lykkjur slétt.
Snúið og prjónið 6 lykkjur slétt.
Snúið og prjónið fram að prjónamerki sem sett var eftir fyrstu 10 lykkjurnar, (nú er hægt að taka prjónamerkið frá og nota við næsta dropa).

BLAÐ:
ATH: Blöðin eru prjónuð í lok á umferð séð frá réttu! 1. umferð (= ranga).
Prjónið 3 lykkjur.
Snúið og prjónið 2 lykkjur, prjónið 2 lykkjur í síðustu lykkju (þ.e.a.s. prjónið í fremri og aftari lykkjubogann).
Snúið og prjónið 6 lykkjur til baka.
Snúið og prjónið 5 lykkjur, prjónið 2 lykkjur í síðustu lykkju.
Snúið og prjónið 9 lykkjur til baka.
Snúið og prjónið 8 lykkjur, prjónið 2 lykkjur í síðustu lykkju.
Snúið og prjónið 12 lykkjur.
Snúið og prjónið 11 lykkjur, prjónið 2 lykkjur í síðustu lykkju.
Snúið og fellið af fyrstu lykkjuna (= 1 lykkja á prjóni), prjónið 9 lykkjur.
Snúið og prjónið 10 lykkjur.
Snúið, fellið af fyrstu lykkjuna (= 1 lykkja á prjóni), prjónið 6 lykkjur.
Snúið og prjónið 7 lykkjur.
Snúið, fellið af fyrstu lykkjuna (= 1 lykkja á prjóni), prjónið 3 lykkjur.
Snúið og prjónið 4 lykkjur.
Snúið, fellið af fyrstu lykkjuna.
Nú er 1 lykkja ljós perlugrár á hægri prjón og 8 lykkjur í blaði + afgangur af lykkjum af lykkjum á prjóni með ljós perlugrár á vinstri prjóni.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón frá annarri hlið meðfram neðri kanti og á ská yfir að horni á hinni hliðinni. Allar umferðir eru prjónaðar slétt.

SJAL:
HLUTI 1:
Fitjið upp 210 lykkjur á hringprjón 3,5 með silfur refur. Prjónið 2 sléttar umferðir (1. umferð = rétta). Nú er prjónað þannig:
UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 210 lykkjur.
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið allar lykkjur slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.
UMFERÐ 3: Prjónið 2 fyrstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið út umferð (= 2 lykkjur færri) =208 lykkjur.
UMFERÐ 4: Prjónið allar lykkjur slétt.
Endurtakið umferð 1-4 alls 4 sinnum (= 16 umferðir).
Í hluta 1 hefur nú verið aukið út um 4 lykkjur í lok umferðar og fækkað um 12 lykkjur í byrjun á umferð séð frá réttu = 202 lykkjur.
Setjið eitt prjónamerki á undan síðustu 6 lykkjunum í umferð séð frá réttu (= 196 lykkjur á undan prjónamerki og 6 lykkjur á eftir prjónamerki). Prjónamerkið fylgir með upp úr í stykkinu og á að virka sem hjálp til að stýra að mynstrið/droparnir séu á réttum stað. Í umferð þar sem dropar eru prjónaðir á alltaf að vera annað hvort einn dropi eða 15 lykkjur garðaprjón. Á UNDAN prjónamerki (séð frá réttu). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Skiptið yfir í ljós perlugrár og prjónið eina rönd með stuttum umferðum þannig:
UMFERÐ 17 (rétta): Prjónið slétt yfir allar lykkjur.
UMFERÐ 18 (ranga): Prjónið BLAÐ – sjá útskýringu að ofan, 20 lykkjur slétt (= 21 lykkja á hægra prjón), * prjónið DROPI – sjá útskýringu að ofan, 20 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 6 sinnum, prjónið 1 lykkju slétt.
UMFERÐ 19: Skiptið yfir í silfur refur og prjónið allar lykkjur slétt.
UMFERÐ 20: Prjónið allar lykkjur slétt.

HLUTI 2:
UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 202 lykkjur.
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið allar lykkjur slétt, uppsláttur er prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.
UMFERÐ 3: Prjónið 2 fyrstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið út umferð (= 2 lykkjur færri) =200 lykkjur.
UMFERÐ 4: Prjónið allar lykkjur slétt.
Endurtakið umferð 1-4 alls 7 sinnum (= 28 umferðir) = 188 lykkjur.
Nú er prjónað þannig:
UMFERÐ 29: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið afgang af lykkjum í umferð (= 1 lykkja færri) = 187 lykkjur.
UMFERÐ 30: Prjónið allar lykkjur slétt.
UMFERÐ 31: Prjónið 2 fyrstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið 1 næstu lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið út umferðina (= 2 lykkjur færri) = 185 lykkjur.
UMFERÐ 32: Prjónið allar lykkjur slétt.
Í hluta 2 hefur nú verið aukið út um 7 lykkjur í lok á umferð og fækkað um 24 lykkjur í byrjun á umferð séð frá réttu = 185 lykkjur.
Skiptið yfir í ljós perlugrár og prjónið eina rönd með stuttum umferðum þannig:
UMFERÐ 33: Prjónið slétt yfir allar lykkjur.
UMFERÐ 34: Prjónið BLAÐ, 12 lykkjur slétt (= 13 lykkjur á hægra prjóni), * prjónið DROPI, 20 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 5 sinnum, prjónið 22 lykkjur slétt.
UMFERÐ 35: Skiptið yfir í silfur refur og prjónið allar lykkjur slétt.
UMFERÐ 36: Prjónið allar lykkjur slétt.

HLUTI 3:
UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 185 lykkjur.
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið allar lykkjur slétt, uppsláttur er prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.
UMFERÐ 3: Prjónið 2 fyrstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið út umferð (= 2 lykkjur færri) =183 lykkjur.
UMFERÐ 4: Prjónið allar lykkjur slétt.
Endurtakið umferð 1-4 alls 8 sinnum (= 32 umferðir).
Í hluta 3 hefur nú verið aukið út um 8 lykkjur í lok á umferð og fækkað um 24 lykkjur í byrjun á umferð séð frá réttu = 169 lykkjur.
Skiptið yfir í ljós perlugrár og prjónið eina rönd með stuttum umferðum þannig:
UMFERÐ 33: Prjónið slétt yfir allar lykkjur.
UMFERÐ 34: Prjónið BLAÐ, 35 lykkjur slétt (= 36 lykkjur á hægra prjóni), * prjónið DROPI, 20 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum, prjónið 13 lykkjur slétt.
UMFERÐ 35: Skiptið yfir í silfur refur og prjónið allar lykkjur slétt.
UMFERÐ 36: Prjónið allar lykkjur slétt.

HLUTI 4:
UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 169 lykkjur.
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið allar lykkjur slétt, uppsláttur er prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.
UMFERÐ 3: Prjónið 2 fyrstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið út umferð (= 2 lykkjur færri) =167 lykkjur.
UMFERÐ 4: Prjónið allar lykkjur slétt.
Endurtakið umferð 1-4 alls 7 sinnum (= 28 umferðir) = 155 lykkjur.
Prjónið nú þannig:
UMFERÐ 29: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið afgang af lykkjum í umferð (= 1 lykkja færri) = 154 lykkjur.
UMFERÐ 30: Prjónið allar lykkjur slétt.
UMFERÐ 31: Prjónið 2 fyrstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið út umferðina (= 2 lykkjur færri) = 152 lykkjur.
UMFERÐ 32: Prjónið allar lykkjur slétt.
Í hluta 4 hefur nú verið aukið út um 7 lykkjur í lok á umferð og fækkað um 24 lykkjur í byrjun á umferð séð frá réttu = 152 lykkjur.
Skiptið yfir í ljós perlugrár og prjónið eina rönd með stuttum umferðum þannig:
UMFERÐ 33: Prjónið slétt yfir allar lykkjur.
UMFERÐ 34: Prjónið BLAÐ, 27 lykkjur slétt (= 28 lykkjur á hægra prjóni), * prjónið DROPI, 20 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum, prjónið 4 lykkjur slétt.
UMFERÐ 35: Skiptið yfir í silfur refur og prjónið allar lykkjur slétt.
UMFERÐ 36: Prjónið allar lykkjur slétt.

HLUTI 5:
UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 152 lykkjur.
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið allar lykkjur slétt, uppsláttur er prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.
UMFERÐ 3: Prjónið 2 fyrstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið út umferð (= 2 lykkjur færri) =150 lykkjur.
UMFERÐ 4: Prjónið allar lykkjur slétt.
Endurtakið umferð 1-4 alls 8 sinnum (= 32 umferðir).
Í hluta 5 hefur nú verið aukið út um 8 lykkjur í lok á umferð og fækkað um 24 lykkjur í byrjun á umferð séð frá réttu = 136 lykkjur. Færið prjónamerkið á undan síðustu 6 lykkjunum í umferð séð frá réttu.
Skiptið yfir í ljós perlugrár og prjónið eina rönd með stuttum umferðum þannig:
UMFERÐ 33: Prjónið slétt yfir allar lykkjur.
UMFERÐ 34: Prjónið BLAÐ, 20 lykkjur slétt (= 21 lykkja á hægra prjóni), * prjónið DROPI, 20 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum, prjónið 25 lykkjur slétt.
UMFERÐ 35: Skiptið yfir í silfur refur og prjónið allar lykkjur slétt.
UMFERÐ 36: Prjónið allar lykkjur slétt.

HLUTI 6:
UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 136 lykkjur.
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið allar lykkjur slétt, uppsláttur er prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.
UMFERÐ 3: Prjónið 2 fyrstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið út umferð (= 2 lykkjur færri) =134 lykkjur.
UMFERÐ 4: Prjónið allar lykkjur slétt.
Endurtakið umferð 1-4 alls 7 sinnum (= 28 umferðir) = 122 lykkjur.
Prjónið nú þannig:
UMFERÐ 29: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið afgang af lykkjum í umferð (= 1 lykkja færri) = 121 lykkjur.
UMFERÐ 30: Prjónið allar lykkjur slétt.
UMFERÐ 31: Prjónið 2 fyrstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið út umferðina (= 2 lykkjur færri) = 119 lykkjur.
UMFERÐ 32: Prjónið allar lykkjur slétt.
Í hluta 6 hefur nú verið aukið út um 7 lykkjur í lok á umferð og fækkað um 24 lykkjur í byrjun á umferð séð frá réttu = 119 lykkjur.
Skiptið yfir í ljós perlugrár og prjónið eina rönd með stuttum umferðum þannig:
UMFERÐ 33: Prjónið slétt yfir allar lykkjur.
UMFERÐ 34: Prjónið BLAÐ, 12 lykkjur slétt (= 13 lykkjur á hægra prjóni), * prjónið DROPI, 20 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum, prjónið 16 lykkjur slétt.
UMFERÐ 35: Skiptið yfir í silfur refur og prjónið allar lykkjur slétt.
UMFERÐ 36: Prjónið allar lykkjur slétt.

HLUTI 7:
UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 119 lykkjur.
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið allar lykkjur slétt, uppsláttur er prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.
UMFERÐ 3: Prjónið 2 fyrstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið út umferð (= 2 lykkjur færri) =117 lykkjur.
UMFERÐ 4: Prjónið allar lykkjur slétt.
Endurtakið umferð 1-4 alls 8 sinnum (= 32 umferðir).
Í hluta 7 hefur nú verið aukið út um 8 lykkjur í lok á umferð og fækkað um 24 lykkjur í byrjun á umferð séð frá réttu = 103 lykkjur.
Skiptið yfir í ljós perlugrár og prjónið eina rönd með stuttum umferðum þannig:
UMFERÐ 33: Prjónið slétt yfir allar lykkjur.
UMFERÐ 34: Prjónið BLAÐ, 35 lykkjur slétt (= 36 lykkjur á hægra prjóni), * prjónið DROPI, 20 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, prjónið 7 lykkjur slétt.
UMFERÐ 35: Skiptið yfir í silfur refur og prjónið allar lykkjur slétt.
UMFERÐ 36: Prjónið allar lykkjur slétt.

HLUTI 8:
UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 103 lykkjur.
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið allar lykkjur slétt, uppsláttur er prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.
UMFERÐ 3: Prjónið 2 fyrstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið út umferð (= 2 lykkjur færri) =101 lykkjur.
UMFERÐ 4: Prjónið allar lykkjur slétt.
Endurtakið umferð 1-4 alls 7 sinnum (= 28 umferðir).
Prjónið nú þannig:
UMFERÐ 29: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið afgang af lykkjum í umferð (= 1 lykkja færri) = 88 lykkjur.
UMFERÐ 30: Prjónið allar lykkjur slétt.
UMFERÐ 31: Prjónið 2 fyrstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið út umferðina (= 2 lykkjur færri) = 86 lykkjur.
UMFERÐ 32: Prjónið allar lykkjur slétt.
Í hluta 8 hefur nú verið aukið út um 7 lykkjur í lok á umferð og fækkað um 24 lykkjur í byrjun á umferð séð frá réttu = 86 lykkjur.
Skiptið yfir í ljós perlugrár og prjónið eina rönd með stuttum umferðum þannig:
UMFERÐ 33: Prjónið slétt yfir allar lykkjur.
UMFERÐ 34: Prjónið BLAÐ, 27 lykkjur slétt (= 28 lykkjur á hægra prjóni), * prjónið DROPI, 20 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 1 sinni, prjónið 28 lykkjur slétt.
UMFERÐ 35: Skiptið yfir í silfur refur og prjónið allar lykkjur slétt.
UMFERÐ 36: Prjónið allar lykkjur slétt.

HLUTI 9:
UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 86 lykkjur.
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið allar lykkjur slétt, uppsláttur er prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.
UMFERÐ 3: Prjónið 2 fyrstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið út umferð (= 2 lykkjur færri) =84 lykkjur.
UMFERÐ 4: Prjónið allar lykkjur slétt.
Endurtakið umferð 1-4 alls 8 sinnum (= 32 umferðir).
Í hluta 9 hefur nú verið aukið út um 8 lykkjur í lok á umferð og fækkað um 24 lykkjur í byrjun á umferð séð frá réttu = 70 lykkjur.
Færið prjónamerkið á undan síðustu 6 lykkjunum í umferð séð frá réttu.
Skiptið yfir í ljós perlugrár og prjónið eina rönd með stuttum umferðum þannig:
UMFERÐ 33: Prjónið slétt yfir allar lykkjur.
UMFERÐ 34: Prjónið BLAÐ, 20 lykkjur slétt (= 21 lykkja á hægra prjóni), * prjónið DROPI, 20 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 1 sinni, prjónið 19 lykkjur slétt.
UMFERÐ 35: Skiptið yfir í silfur refur og prjónið allar lykkjur slétt.
UMFERÐ 36: Prjónið allar lykkjur slétt.

HLUTI 10:
UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 70 lykkjur.
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið allar lykkjur slétt, uppsláttur er prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.
UMFERÐ 3: Prjónið 2 fyrstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið út umferð (= 2 lykkjur færri) =68 lykkjur.
UMFERÐ 4: Prjónið allar lykkjur slétt.
Endurtakið umferð 1-4 alls 7 sinnum (= 28 umferðir) = 56 lykkjur.
Prjónið nú þannig:
UMFERÐ 29: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið afgang af lykkjum í umferð (= 1 lykkja færri) = 55 lykkjur.
UMFERÐ 30: Prjónið allar lykkjur slétt.
UMFERÐ 31: Prjónið 2 fyrstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið út umferðina (= 2 lykkjur færri) = 53 lykkjur.
UMFERÐ 32: Prjónið allar lykkjur slétt.
Í hluta 10 hefur nú verið aukið út um 7 lykkjur í lok á umferð og fækkað um 24 lykkjur í byrjun á umferð séð frá réttu = 53 lykkjur.
Skiptið yfir í ljós perlugrár og prjónið eina rönd með stuttum umferðum þannig:
UMFERÐ 33: Prjónið slétt yfir allar lykkjur.
UMFERÐ 34: Prjónið BLAÐ, 12 lykkjur slétt (= 13 lykkjur á hægra prjóni), * prjónið DROPI, 20 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 1 sinni, prjónið 10 lykkjur slétt.
UMFERÐ 35: Skiptið yfir í silfur refur og prjónið allar lykkjur slétt.
UMFERÐ 36: Prjónið allar lykkjur slétt.

HLUTI 11:
UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 53 lykkjur.
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið allar lykkjur slétt, uppsláttur er prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.
UMFERÐ 3: Prjónið 2 fyrstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið út umferð (= 2 lykkjur færri) = 51 lykkja.
UMFERÐ 4: Prjónið allar lykkjur slétt.
Endurtakið umferð 1-4 alls 8 sinnum (= 32 umferðir).
Í hluta11 hefur nú verið aukið út um 8 lykkjur í lok á umferð og fækkað um 24 lykkjur í byrjun á umferð séð frá réttu = 37 lykkjur.
Skiptið yfir í ljós perlugrár og prjónið eina rönd með stuttum umferðum þannig:
UMFERÐ 33: Prjónið slétt yfir allar lykkjur.
UMFERÐ 34 (ranga): Prjónið BLAÐ, prjónið síðan slétt yfir þær lykkjur sem eftir eru í umferð.
UMFERÐ 35: Skiptið yfir í silfur refur og prjónið allar lykkjur slétt.
UMFERÐ 36: Prjónið allar lykkjur slétt.

HLUTI 12:
UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til eftir er 1 lykkja á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 37 lykkjur.
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið allar lykkjur slétt, uppsláttur er prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.
UMFERÐ 3: Prjónið 2 fyrstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu lykkjurnar slétt saman (aðeins laust), prjónið út umferð (= 2 lykkjur færri) = 35 lykkjur.
UMFERÐ 4: Prjónið allar lykkjur slétt.
Endurtakið umferð 1-4 þar til 9 lykkjur eru eftir á prjóni. Prjónið 2 lykkjur slétt saman, 5 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman = 7 lykkjur. Fellið af. Klippið frá og festið enda.

Athugasemdir (6)

Skrifa athugasemd!

Claudia 03.10.2018 - 18:09:

Schade, dass man an einer langen Seite beginnt. Wäre es umgekehrt, könnte man stricken bis man kein Garn mehr hat. So traue ich mich nicht, mit einer etwas geringeren Garnmenge zu beginnen.

Mosie 08.08.2018 - 00:39:

Name suggestion: Stratus (the line pattern reminds me of stratus clouds)

Elżbieta 20.07.2018 - 20:26:

Świetne połaczenie kolorystyczne i ciekawy wzór

Gabi 11.07.2018 - 13:01:

Oh ich liebe Tücher. Dieses ist schick, ich liebe es

Carmen 03.07.2018 - 21:40:

Ziemlich nah an einem Modell einer anderen Designerin !!!

Michaela 11.06.2018 - 15:25:

Oh, das ist ein schönes Tuch. Ich bin schon sehr gespannt auf die Anleitung

Skrifaðu athugasemd um DROPS 195-13

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.