DROPS Extra / 0-1194

Treat Yourself by DROPS Design

DROPS Jól: Hekluð DROPS karfa með 2 þráðum úr ”Belle” með sólfjaðramynstri.

DROPS Design: Mynstur nr vs-008
Garnflokkur B + B
----------------------------------------------------------
Mál: Þvermál: ca 20 cm. Hæð: ca 10 cm.
Efni:
DROPS BELLE frá Garnstudio
200 g nr 03, ljós beige

DROPS HEKLUNÁL NR 5 – eða sú stærð sem þarf til að 15 fl x 16 umf með 2 þráðum verði 10 x 10 cm.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (7)

53% Bómull, 33% Viscose, 14% Hör
frá 550.00 kr /50g
DROPS Belle uni colour DROPS Belle uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2200kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1 og A.2. Teikning A.1 sýnir hvernig umf byrjar og endar. A.2 er heklað alls 6 sinnum hringinn.

HEKLLEIÐBEININGAR-1:
Í byrjun á hverri umf sem byrjar á fl, er fyrstu fl skipt út fyrir 1 ll. Umf endar á 1 kl í fyrstu ll í byrjun umf.

HEKLLEIÐBEININGAR-2:
Hver umf sem byrjar á fl byrjar á ll (kemur ekki í stað fyrstu fl) og endar á 1 kl í fyrstu ll í byrjun umf.
----------------------------------------------------------

KARFA:
Stykkið er heklað í hring frá botni og upp.
Heklið 4 ll með heklunál nr 5 með 2 þráðum Belle og tengið í hring með 1 kl í 1. ll.
UMFERÐ 1: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR-1! Heklið 6 fl um ll-hringinn.
UMFERÐ 2: Heklið 2 fl í hverja fl = 12 fl.
UMFERÐ 3: Heklið * 1 fl í fyrstu/næstu fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 18 fl. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
UMFERÐ 4: Heklið * 1 fl í hverja og eina af fyrstu/næstu 2 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 24 fl.
UMFERÐ 5: Heklið * 1 fl í hverja og eina af fyrstu/næstu 3 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 30 fl.
UMFERÐ 6: Heklið * 1 fl í hverja og eina af fyrstu/næstu 4 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 36 fl.
Haldið áfram að hekla 1 fl fleiri á milli útaukninga þar til heklaðar hafa verið 16 umf = 96 fl. Botninn mælist nú ca 20 cm að þvermáli.
HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

Heklið nú körfuna þannig: Heklið 1 fl í hverja fl þar til stykkið mælist ca 10 cm. Snúið við þannig að heklað er í gagnstæða átt (þetta er gert af því að kanturinn er með uppábrot sem snýr út og þá kemur mynstrið til með að snúa að réttu).

KANTUR:
Heklið mynstur eftir teikningu A.1 og A.2, þ.e.a.s. heklað er þannig:
UMFERÐ 1: Heklið 1 ll (kemur ekki í stað fyrstu fl), * 1 fl í fyrstu/næstu fl, 4 ll, hoppið yfir 3 fl *, endurtakið frá *-* umf hringinn, endið umf á 1 kl í fyrstu ll í byrjun umf, heklið 2 kl um fyrsta ll-bogann = 24 fl og 24 ll-bogar.
UMFERÐ 2: LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR-2. Heklið * 1 fl um fyrsta/næsta ll-boga, 7 tbst um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* alls 12 sinnum = 12 tbst-hópar og 12 fl.
UMFERÐ 3: Heklið 4 ll (kemur í stað síðasta tbst í lok umf), * 3 ll, hoppið yfir 3 tbst, 1 fl í næsta tbst, 3 ll, hoppið yfir 3 tbst, 1 tbst í næsta tbst, 4 ll, hoppið yfir 1 tbst, 1 tbst í næsta tbst, 4 ll, hoppið yifr 1 tbst, 1 tbst í næsta tbst, 4 ll, hoppið yifr 1 tbst, 1 tbst í næsta tbst *, endurtakið frá *-* alls 6 sinnum, endið umf á 1 kl í 4. ll í byrjun umf = 24 tbst, 6 fl og 30 ll-bogar.
UMFERÐ 4: Heklið * 3 fl um hvern og einn af fyrstu/næstu 2 ll-bogum, 1 ll, 4 fl um næsta ll-boga, 1 ll, 4 fl um næsta ll-boga, 1 ll, 4 fl um næsta ll-boga, 1 ll *, endurtakið frá *-* alls 6 sinnum = 108 fl og 24 ll. Klippið frá og festið enda. Brjótið kantinn út.

Mynstur

= ll
= fl í l
= fl um ll/ll-boga
= tbst um ll-boga
= tbst í tbst
= umf byrjar á 1 ll og endar á 1 kl í fyrstu ll
= í lok 1. umf eru heklaðar 2 kl um ll-bogann í byrjun umf
= 4 ll í byrjun umf (koma í stað síðasta tbst í lok umf), endið umf á 1 kl í 4. ll í byrjun umf
= síðasta umf á hlið á körfu, umf hefur nú þegar verið hekluð

Dina 10.07.2017 - 08:32:

Buongiorno! Volevo lavorare questo cestino e per renderlo più natalizio vorrei usare anche un filo di glitter insieme al belle: si può fare? Un'altra domanda: le misure date sono prima o dopo il lavaggio (perché si può lavare il cestino, giusto?)? Grazie!

DROPS Design 10.07.2017 kl. 10:54:

Buongiorno Dina. Può aggiungere un filo glitter senza problema e senza che questo comporti variazioni nella tensione e nella misura dell'uncinetto da usare. Le misure vengono date prima del lavaggio. Buon lavoro!

Emmy 20.01.2016 - 16:29:

Ik vraag me af of de beschrijving van deze mand met waaierpatroon wel klopt. Het lijkt erop dat er een heel andere mand uit de beschrijving komt....

DROPS Design 21.01.2016 kl. 13:36:

Hoi Emma. Ja, het patroon zou correct moeten zijn. Heb je al de video gezien van hoe je de mand haakt?

Myriam 14.01.2016 - 21:06:

Ce n'est pas clair, on crochete les cotes du panier avec seulement 1 fil et ensuite on crochete la bordure avec le deuxieme? Merci

DROPS Design 15.01.2016 kl. 09:07:

Bonjour Myriam, la corbeille se crochète entièrement avec 2 fils (= fil en double) sur la base d'un échantillon de 15 ms x 16 rangs = 10 x 10 cm. Bon crochet!

Isabelle 04.12.2015 - 07:03:

Bonjour puis je utiliser la drop paris 100 gr sera t il suffisant ? merci

DROPS Design 04.12.2015 kl. 09:31:

Bonjour Isabelle, la corbeille se crochète avec 2 fils du groupe B (fil Belle en double) - alors que Paris est du groupe C - calculez ici la quantité nécessaire en Paris - les dimensions s'en trouveraient affectées car la tension serait différente. Bon crochet!

Marie 04.12.2015 - 04:45:

It's a lovely pattern and I can't wait to crochet it but I do think it is written in American crochet terms and not British. Am I confused? Thanks!

DROPS Design 04.12.2015 kl. 09:34:

Dear Marie, check that you choose the correct language by clicking on the arrow over "English(US/in)" or here to get the pattern in US-English. Happy crocheting!

Bernadette 03.12.2015 - 13:02:

Très joli, merci beaucoup pour les explications! Bonne journée

Nieves67 03.12.2015 - 08:32:

Joli, merci

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1194

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.