DROPS / 56 / 19

Smile & Shine by DROPS Design

DROPS peysa með stuttum ermum og gatamynstri. Stærð S-XL.

Leitarorð: gatamynstur, toppar,

DROPS Design

Stærð: S/M – M/L-XL
Yfirmál: 102 (108-116) cm, lengd: 52 (54-56) cm.
Efni:
DROPS Silke-Tweed frá Garnstudio
200 (250-250) gr nr 12 sinnepsgulur

DROPS PRJÓNAR NR 2,5 OG 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 23 l x 30 umf með prjóna nr 3,5 og mynstri verði 10 x 10 cm.
DROPS SOKKAPRJÓNAR nr 2,5 – fyrir hálsmál
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (0)
DROPS Silke-Tweed DROPS Silke-Tweed
52% Silki, 48% Ull
Hætt í framleiðslu
finna valmöguleika
Prjónar & Heklunálar

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*.

MYNSTUR:
UMFERÐ 1 (rétta): 1 l sl, * sláið uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða, 2 l slétt saman, steypið óprjónuðu l yfir, sláið uppá prjóninn, 5 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 4 l eru eftir, endið á að slá uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða, 2 l slétt saman, steypið óprjónuðu l yfir, sláið uppá prjóninn, 1 l sl.
UMFERÐ 2,4,6,8 (ranga): Prjónið brugðið.
UMFERÐ 3: Prjónið eins og umferð 1.
UMFERÐ 5: 1 l sl, * 3 l sl, sláið uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, 1 l sl, 2 l slétt saman, sláið uppá prjóninn *, endurtakið frá *-*, endið með 4 l sl.
UMFERÐ 7: 1 l sl, * sláið uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða, 2 l slétt saman, steypið óprjónuðu l yfir, sláið uppá prjóninn, 1 l sl, sláið uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða, 2 l slétt saman, steypið óprjónuðu l yfir, sláið uppá prjóninn, 1 l sl *, endurtakið frá *-*, endið með því að slá uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða, 2 l slétt saman, steypið óprjónuðu l yfir, sláið uppá prjóninn, 1 l sl.
Endurtakið umferð 1-8.
----------------------------------------------------------

PEYSA:
Stykkið er prjónað fram og til baka.

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp 117 (125-133) l á prjóna nr 2,5 með sinnepsgulum og prjónið GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan Í 1 cm. Skiptið yfir á prjóna nr 3,5 og prjónið MYNSTUR – sjá skýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 30 (32-33) cm er fellt af fyrir handveg á hvorri hlið í annarri hverri umf: 3 l 2 sinnum, 2 l 3 sinnum, 1 l 2 sinnum og í 4. hverri umf: 1 l 2 sinnum = 85 (93-101) l.
Þegar stykkið mælist 47 (49-51) l eru felldar af miðju 29 (31-33) l fyrir hálsmáli. Fellið síðan af við hálsmál í annarri hverri umf: 3 l 1 sinni, 2 l 2 sinnum, 1 l 2 sinnum. Fellið af þegar stykkið mælist 52 (54-56) cm.

BAKSTYKKI:
Fitjið upp 117 (125-133) l á prjóna nr 2,5 með sinnepsgulum og prjónið garðaprjón í 1 cm. Skiptið yfir á prjóna nr 3,5 og prjónið mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar stykkið mælist 30 (32-33) cm fellið af fyrir handveg eins og á framstykki = 85 (93-101) l. Þegar stykkið mælist 50 (52-54) cm fellið af miðju 41 (43-45) l að aftan fyrir hálsmáli. Fellið síðan af við hálsmál í annarri hverri umf: 2 l 1 sinni, 1 l 1 sinni. Fellið af þegar stykkið mælist 52 (54-56) cm.
ERMI:
Fitjið upp 77 (77-85) l á prjóna nr 2,5 með sinnepsgulum og prjónið garðaprjón Í 1 cm. Skiptið yfir á prjóna nr 3,5 og prjónið mynstur til loka. JAFNFRAMT eftir garðaprjón er aukið út um 1 l á hvorri hlið 10 (11-9) sinnum í stærð S+M: Til skiptis í hverri og annarri hverri umf, í stærð L: Í hverri umf = 97 (99-103) l. Þegar stykkið mælist 6 (5-4) cm fækkið l á hvorri hlið fyrir ermakúpu í annarri hverri umf: 3 l 3 sinnum, 2 l 13 sinnum, 3 l 2 sinnum, fellið af. Stykkið mælist ca 18 (17-16) cm.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma. Takið upp ca 110-120 l í kringum hálsinn á sokkaprjóna nr 2,5 með sinnepsgulum og prjónið 1 cm garðaprjón, fellið af. Saumið ermar í. Saumið erma- og hliðarsauma í eitt.

Mynstur


There are no comments to this pattern yet! Leave yours below.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 56-19

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.