DROPS Extra / 0-1428

Double Trouble by DROPS Design

Prjónuð húfa fyrir börn úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað með norrænu mynstri og skúf. Stærð 2 – 12 ára. Þema: Jól.

DROPS Design: Mynstur me-050-bn
Garnflokkur B
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
2 - 3/4 – 5/8 – 9/12 ára
Höfuðmál: ca 48/50 – 50/52 – 52/54 – 54/56 cm
Lengd: 38 – 41 – 42 – 45 cm

EFNI:
DROPS MERINO EXTRA FINE frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
100-100-100-100 g litur 11, rauður
50-50-50-50 g litur 01, natur
50-50-50-50 g litur 05, ljós grár

PRJÓNFESTA:
22 lykkjur á breidd og 30 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3,5.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3,5: lengd 40 cm fyrir sléttprjón.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 2,5: lengd 40 cm fyrir stroff.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (15)

100% Ull
frá 748.00 kr /50g
DROPS Merino Extra Fine uni colour DROPS Merino Extra Fine uni colour 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Merino Extra Fine mix DROPS Merino Extra Fine mix 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2992kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.3.

ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 104 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 8) = 13.
Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna 12. og 13. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er það gert á eftir ca 13. hverja lykkju. Ef auka á út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 13. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.

ÚRTAKA:
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), prjónið 2 lykkjur slétt saman.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjón eftir þörf.

HÚFA:
Fitjið upp 104-112-112-120 lykkjur á hringprjón 2,5 með ljós grár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 8 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 96-104-104-112 lykkjur. Prjónið A.1 hringinn (= 12-13-13-14 mynstureiningar með 8 lykkjum). Í umferð merktri með ör er aukið út um 0-1-1-2 lykkjur jafnt yfir = 96-105-105-114 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.2 hringinn (= 32-35-35-38 mynstureiningar með 3 lykkjum). Í umferð merktri með ör er fækkað um 0-1-1-2 lykkjur jafnt yfir = 96-104-104-112 lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.3 hringinn (= 12-13-13-14 mynstureiningar með 8 lykkjum). Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka er prjónað sléttprjón með rauðum til loka. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 16-17-18-19 cm. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og setjið 1 prjónamerki eftir 48-52-52-56 lykkjur (prjónamerki merkja hliðar). Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – sjá ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í 3. hverri umferð alls 23-25-25-27 sinnum = 4 lykkjur á prjóni í öllum stærðum. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á bandi og festið vel. Húfan mælist ca 38-41-42-45 cm ofan frá og niður.

SKÚFUR:
1 skúfur = Klippið þræði í óskaðri lengd (t.d. 30 stykki) með rauðum ca 20 cm. Klippið síðan 1 rauðan þráð ca 23 cm til að sauma skúfinn með. Leggið þennan þráð mitt í hina þræðina. Leggið þræðina 20 cm tvöfalda og hnýtið með nýjum þræði með rauðum utan um skúfinn (ca 1½ cm frá toppi). Festið þræðina vel og saumið síðan skúfinn á húfuna.

Mynstur

= slétt með ljós grár
= slétt með natur
= slétt með rauður
= útauknings-/úrtöku umferð

Elisabeth Zwickl 20.12.2018 - 23:35:

Ich habe heute diese schöne Mütze als Weihnachtsgeschenk gestrickt. Wunderbare Anleitung.

Yulia 03.12.2018 - 12:04:

Vilken underbar ide med julkalender! Tack så jättemycket :-)

Manon 02.12.2018 - 19:48:

To download, try to "print" to create a PDF. If it works, you will be able to save it on your PC.

Pamela 02.12.2018 - 03:28:

I can’t figure out how to download the pattern, I don’t have a printer!

DROPS Design 03.12.2018 kl. 09:23:

Dear Pamela, our pattern can only be printed, but if you have no printer you can choose a virtual printer to save them as a .PDF file. Happy knitting!

Lu Widener 01.12.2018 - 19:43:

Absolutely beautiful! You offer the most inspirational designs!

Judy Laquidara 01.12.2018 - 19:03:

Very cute! Thank you so much!

GIna Wane 01.12.2018 - 17:26:

Tack sa mycket! Jatte fint. Miles de gracias. Exactamente el patron que estaba buscando por mi nieto! Det ar sa kul att vanta varje dag for en julklapp ifran Garn Studio. Tack, tack.

Janine 01.12.2018 - 14:40:

Gefällt mir sehr gut - danke

Linda 01.12.2018 - 12:27:

What an amazing start to the Advent calendar, thank you 🤶

Bea 01.12.2018 - 12:16:

Ein sehr schöner Beginn 😍 Ich mag die norwegermuster sehr gerne

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1428

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.