DROPS / 168 / 26

Peaceful Mind by DROPS Design

Hekluð DROPS tunika úr Belle með sólfjaðramynstri. Stærð S - XXXL.

Leitarorð: a-laga, toppar, tunika, viftumynstur,

DROPS Design: Mynstur nr vs-021
Garnflokkur B
----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS BELLE frá Garnstudio
450-500-550-600-650-700 g nr 15, gallabuxnablár

DROPS HEKLUNÁL NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 20 st x 10 umf verði 10 x 10 cm.
DROPS PERLUTALA, Bogalaga (hvít), NR 521: 5-5-5-6-6-6 st
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (15)

53% Bómull, 33% Viscose, 14% Hör
frá 550.00 kr /50g
DROPS Belle uni colour DROPS Belle uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 4950kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

HEKLLEIÐBEININGAR:
Í byrjun á hverri umf með st, skiptið út fyrsta st með 3 ll. Ein umf með st endar á 1 kl í 3. ll.

ÚRTAKA:
Fækkið l í byrjun á umf þannig: Heklið kl yfir þann fjölda st sem á að fækka.
Fækkið l í lok umf þannig: Snúið við þegar eftir er sá fjöldi st sem á að fækka.
----------------------------------------------------------

TUNIKA:
Stykkið er heklað í nokkrum hlutum í mismunandi stefnur. Fyrst er efri hlutinn heklaður með framstykki og bakstykki, síðan er heklað fram- og til baka niður á við og í hring.

EFRI HLUTI:
Heklið 180-199-218-242-271-300 ll með heklunál nr 3,5 með Belle. Snúið við og heklið 1 st í fjórðu ll frá heklunálinni (= 2 st), * hoppið yfir 1 ll, heklið 1 st í hverja og eina af næstu 5 ll *, endurtakið frá *-* og endið á að hoppa yfir 1 ll, 1 st í hverja og eina af 1-2-3-3-2-1 síðustu ll = 148-164-180-200-224-248 st. Snúið við og heklið 1 st í hvern st fram og til baka, þar til stykkið mælist 15-16-17-18-19-20 cm – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Klippið frá. Heklið síðan framstykki fram og til baka yfir miðju 72-80-88-98-110-122 st í umf (= 38-42-46-51-57-63 st eftir á hvorri hlið fyrir bakstykki).

FRAMSTYKKI:
= 72-80-88-98-110-112 st. Heklið 1 st í hvern st, JAFNFRAMT er l fækkað fyrir handveg á hvorri hlið í hverri umf þannig : 3 st 1-1-1-2-2-3 sinnum, 2 st 2-3-4-4-6-7 sinnum og 1 st 4-4-4-4-4-3 sinnum = 50-54-58-62-66-70 st – LESIÐ ÚRTAKA! Haldið áfram þar til stykkið mælist 24-26-28-30-32-34 cm. Nú er einungis heklað yfir fyrstu 11-12-13-14-15-16 st í umf (frá réttu). Heklið 1 st í hvern st þar til stykkið mælist 32-34-36-38-40-42 cm. Endurtakið á gagnstæðri hlið, en nú er heklað yfir síðustu 11-12-13-14-15-16 st í umf (frá réttu). Þeir 28-30-32-34-36-38 st sem ekki er heklað yfir við miðju að framan = hálsmál.

VINSTRA BAKSTYKKI:
Heklið nú yfir fyrstu 38-42-46-51-57-63 frá efri hluta, 4 st við miðju að aftan = kantur að framan. Fækkið l fyrir handveg á hlið eins og á framstykki = 27-29-31-33-35-37 st. Þegar stykkið mælist 30-32-34-36-38-40 cm heklið nú einungis yfir síðustu 11-12-13-14-15-16 st í umf (frá réttu). Heklið alls 2 umf yfir þessar 11-12-13-14-15-16 l, þeir 16-17-18-19-20-21 st sem ekki er heklað yfir við miðju að aftan = hálsmál. Klippið frá, stykkið mælist 32-34-36-38-40-42 cm.

HÆGRA BAKSTYKKI:
Heklið eins og vinstra bakstykki, nema gagnstætt.

FRAMSTYKKI OG BAKSTYKKI:
Stykkið er heklað ofan frá og niður, frá neðrihluta af ll-umf á efra stykki.
Leggið 4 síðustu st frá vinstra bakstykki undir 4 síðustu st frá hægra bakstykki (= kantur fyrir tölur), byrjið við miðju að aftan og heklið 1 st í gegnum bæði lögin í hvern og einn af 4 st í kant fyrir tölur, heklið síðan 1 st í hvern st frá neðri kanti á ll-umf, endið á 1 kl í þriðju ll í byrjun umf = 144-160-176-196-220-244 st.

HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Heklið 1 umf með 1 st í hvern st, aukið út um 1-0-4-4-0-1 st = 145-160-180-200-220-245 st. Heklið nú sólfjaðramynstur þannig:
UMFERÐ 1: 1 fl í fyrsta st, * 4 ll, hoppið yfir 4 st, 1 fl í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn og endið á 4 ll, hoppið yfir 4 st og 1 kl í fyrsta st = 29-32-36-40-44-49 ll-bogar.
UMFERÐ 2: 3 st + 2 ll + 3 st um hvern ll-boga.
UMFERÐ 3: Heklið kl fram að fyrsta ll-boga, heklið síðan 3 st + 2 ll + 3 st um hvern ll-boga.
Endurtakið umf 3 þar til stykkið mælist 18 cm í öllum stærðum

NÆSTA UMFERÐ ER HEKLUÐ ÞANNIG: Heklið kl fram að fyrsta ll-boga, síðan er heklað 4 st + 2 ll + 4 st um hvern ll-boga.
Endurtakið þessa umf þar til stykkið mælist 31 cm í öllum stærðum.

NÆSTA UMF ER HEKLUÐ ÞANNIG: Heklið kl fram að fyrsta ll-boga, heklið síðan 4 tbst + 2 ll + 4 tbst um hvern ll-boga. Endurtakið þessa umf þar til stykkið mælist 43-44-45-46-47-48 cm. Klippið frá og festið enda.

HEKLAÐUR KANTUR Í KRINGUM HANDVEG:
Í kringum handveg er heklaður kantur þannig:
UMFERÐ 1: Heklið 1 ll, 1 fl, * 1 ll, hoppið yfir ca 1 cm, 1 fl *, endurtakið frá *-* og endið á 1 kl í ll í byrjun á umf – passið uppá að heklaður sá fjöldi fl/ll sem er deilanlegur með 4.
UMFERÐ 2: Heklið 1 ll, heklið 1 fl um fyrsta ll-bogann * 1 fl um sama ll-boga, 3 ll, 1 st í fyrstu ll, heklið 2 fl um næsta ll-boga, 1 fl um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* og endið á 1 kl í fyrstu ll í umf. Klippið frá og festið enda.

HEKLAÐUR KANTUR Í KRINGUM HÁLSMÁL:
Í kringum hálsmál er heklaður kantur þannig (byrjið við miðju að aftan):
UMFERÐ 1: Heklið 1 ll, 1 fl, * 1 ll, hoppið yfir ca 1 cm, 1 fl *, endurtakið frá *-* passið uppá að heklaður sé sá fjöldi fl/ll sem er deilanlegur með 4. Snúið við.
UMFERÐ 2: Heklið 1 ll, heklið 1 fl um fyrsta ll-bogann * 1 fl um sama ll-boga, 3 ll, 1 st í fyrstu ll, heklið 2 fl um næsta ll-boga, 1 fl um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-*. Klippið frá og festið enda.

FRÁGANGUR:
Deilið 5-5-5-6-6-6 tölum á vinstri kant við miðju að aftan og saumið þær niður. Tölunum er hneppt á milli st á hægri kanti.

Mynstur


Carmen Nevin 18.02.2019 - 13:48:

I am a complete beginner and am struggling to find a simple tunic style dress pattern for my 6 year old daughter and this is the closest I have found! Any plans to convert/ alter it to suit older (not toddler) girls? Many thanks!

DROPS Design 18.02.2019 kl. 16:00:

Dear Mrs Nevin, we are unfortunately not able to adjust every pattern to every single request. For any individual assistance, please contact - even per mail or telephone - the store where you bought the yarn. Happy crocheting!

Sylvie 08.02.2019 - 14:23:

Si je ne veux pas faire le dos avec des boutons mais en continu, puis-je faire comme le devant? ...ou aurais-je des problèmes pour le mettre? Merci

DROPS Design 08.02.2019 kl. 15:07:

Bonjour Sylvie, il sera probablement plus seyant et plus facile à enfiler si vous conservez les boutons dans le dos. Bon crochet!

Elisabeth 30.07.2018 - 12:48:

Hi. I started with this pattern yesterday. I'm just wondering if I understand right that the 199 chain will go around the waist when finished? I'm of normal weight and thought size M would be best. But when putting it around the waist, I have approx. 25cm left. I'm using the correct hook size and the same yarn, so I'm hesitating to continue and later have an oversized tunic.

DROPS Design 31.07.2018 kl. 08:06:

Dear Elisabeth, when you add a couple of rows to a chainstitch row it will pull it together, contract ot somewhat. First you should always do a swatch and check your cochet gauge, and then start the piece, and see the length after a few rows. Happy crafting!

Mariëlle 24.01.2018 - 10:41:

Bedankt Garnstudio voor dit leuke patroon! Inmiddels is het af. Ik wil nog wel even doorgeven dat ik zeker één bol extra verbruikt heb dan wat er volgens het patroon aangegeven staat. Wellicht handig voor andere haaksters die ook nog aan dit project willen beginnen.

Mariëlle 29.06.2017 - 19:25:

Ik reageer even op de graag van Martha, want volgens mij klopt het patroon inderdaad niet. Voor maat L moet je inderdaad begonnen met 218 lossen te haken. Volgens mij moet je deze echt er niet sluiten met een halve vaste, maar gewoon weer terug haken. Als je het patroon vertaalt vanuit het Engels of het Duits, dan staat er Volgens mij nergens dat je deze ketting van lossen moet sluiten met een halve vaste.

DROPS Design 29.06.2017 kl. 20:37:

Hoi Mariële, Ik heb het patroon even goed doorgelezen en je hebt gelijk! Als je in de rondte zou breien, zou je ook geen knoopbies krijgen. Het is aangepast hoor. Dankjewel voor het doorgeven!

Eva Takacs 27.08.2016 - 23:46:

Hi, sorry, me again. Now I am at the point where it says: 'work 1 tr through both layers in each of the 4 tr on band, then work 1 tr in every tr from bottom edge of ch-row' For the life of me I can't imagine what this means how I am supposed to work a tr through two layers of crocheted material. I was looking for video help, also I tried finding info on this generally online, but can't find anything. Could you give me some pointers? Thank you.

DROPS Design 29.08.2016 kl. 11:47:

Dear Mrs Takacs, there are no video yet showing how to do, but you will now have to crochet both pieces tog to create the button band: place the first 4 tr from left back piece under the first 4 tr from right back piece and crochet 1 tr in the first of these 4 tr on right back piece and at the same time in the tr on left back piece = both pieces are now crocheted tog. Repeat so that you have worked the 4 band sts on right back piece tog with the 4 band sts of left back piece and continue as stated. Happy crocheting!

Eva Takacs 26.08.2016 - 01:17:

I am really stuck at the back part, from when it starts with the left back. I don't quite understand what the bit about '4tr=band' means. Does this mean to crochet four trebbles into the last stitch? Is there a picture somewhere of the back of the finished garment? Thank you for the help in advance.

DROPS Design 26.08.2016 kl. 10:57:

Dear Mrs Takacs, the 4 tr towards mid back are for the button band, these are the last 4 tr on row from RS and first 4 tr from WS. Happy crocheting!

Martha Vonder-van Der Leij 23.07.2016 - 11:49:

Klopt het patroon wel? Ik moet 218 lossen haken en met een hv tot een ring sluiten, daarna keren en in de 4e losse een stokje haken? Dat moeten dan 2 stokjes zijn maar dat kan toch niet kloppen? Dat ziet er heel raar uit!

DROPS Design 25.07.2016 kl. 15:54:

Hoi Martha. Ja, de eerste 3 lossen vervangen het eerste stk. Dus dit is correct

Kristin Svedberg 18.07.2016 - 14:37:

Hej! I förklaringen på bakstycket: VÄNSTER BAKST: "Nu virkas det över de första 38-42-46-51-57-63 från överdelen, 4 st mot mitt bak = framkant" borde det kanske stå "knappkant" istället för framkant. Det tog ett tag innan jag fattade vad som menades, sen när man läser längre ner i beskrivningen så kommer nämligen benämningen knappkant. Med vänlig hälsning Kristin

Metzle 02.03.2016 - 19:08:

Combien de pelotes pour ce modèle en 38/40? SVP

DROPS Design 03.03.2016 kl. 19:34:

Consultez 'Astuces et Aide'> 'Lecons DROPS' > le titre de la lecon: Comment lire le schema des mesures. Bien cordialement!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 168-26

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.