Vísbending #4 - Ermar

Við nálgumst nú lokin á peysunni okkar og nú er kominn tími á að bæta við ermum!

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

ÚRTAKA-2 fyrir börn (ermar):
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.

ÚRTAKA fyrir dömur / herra (ermar):
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.

AFFELLING:
Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af; uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja.


Eigum við að byrja?

Börn:

Setjið 36-38-40-40-42-44-48 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna / stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 42-44-46-46-48-50-54 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi.

Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn með grunnlit. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona með 3-5-6-7-8-9-10 cm millibili alls 4 sinnum í öllum stærðum = 34-36-38-38-40-42-46 lykkjur eftir. Prjónið án úrtöku þar til ermin mælist 15-20-24-26-30-34-37 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 3-3-3-4-4-4-4 cm til loka máls; mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út 6-4-6-6-4-6-2 lykkjur jafnt yfir = 40-40-44-44-44-48-48 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3-3-3-4-4-4-4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 18-23-27-30-34-38-41 cm frá skiptingu.

Prjónið hina ermina alveg eins.

Dömur:

Setjið 48-52-56-64-64-66 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna / stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-58-64-72-74-78 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi.

Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn með grunnlit í 3 cm. Fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 8-6-4-3-2½-2½ cm millibili alls 5-6-8-11-11-12 sinnum = 44-46-48-50-52-54 lykkjur eftir. Prjónið án úrtöku þar til ermin mælist 38-36-36-35-34-32 cm frá skiptingu (eða óskaðri lengd, nú eru eftir ca 4 cm til loka máls. ATH! Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út 4-2-4-2-4-2 lykkjur jafnt yfir = 48-48-52-52-56-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist 42-40-40-39-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina alveg eins.

Herrar:

Setjið 52-56-64-64-66-68 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 6-8-8-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 58-64-72-74-78-80 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu; það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi.

Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn með grunnlit. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 6-4-3-2½-2½-2½ cm millibili alls 6-8-11-11-12-12 sinnum = 46-48-50-52-54-56 lykkjur eftir. Prjónið án úrtöku þar til ermin mælist 39-38-37-36-34-32 cm frá skiptingu (eða óskaðri lengd; nú eru eftir ca 4 cm til loka máls. ATH! Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út 2-4-2-4-2-4 lykkjur jafnt yfir = 48-52-52-56-56-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 43-42-41-40-38-36 cm frá skiptingu.

Prjónið hina ermina alveg eins.

Nú eru ermarnar klárar!

Nú þegar ermarnar hafa verið prjónaðar til loka þýðir það að Vísbending #4 í þessu KAL er klár! Ertu tilbúin að halda áfram? Smelltu þá að neðan á Næsta > til að byrja á næsta skrefi.

Ekki gleyma að senda okkur myndir af árangrinum til okkar. Smelltu hér til að samþykkja linkinn!


Vantar þig aðstoð?

Hér að neðan þá finnur þú lista með upplýsingum til aðstoðar við að prjóna ermarnar á jólapeysuna þína.

Ertu enn í vandræðum? Þú getur sent spurningar til okkar með því að skrifa í reitina neðst á síðunni og þá munu prjónasérfræðingarnir okkar reyna að aðstoða þig!

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.