Vísbending #5 - Frágangur

Nú er jólapeysan okkar með hálsmáli, berustykki, fram- og bakstykki og ermum. Nú er kominn tími til að leggja loka hönd á verkið!


Eigum við að sauma hálsmálið niður?

Hægt er að brjóta uppá kantinn í hálsmáli (í dömu og herra peysunni) þannig að hann verði tvöfaldur, eða það er líka hægt að nota hann sem háan kraga. Ef stykkið á að vera með tvöföldum kanti í hálsi þá er stroffið brotið niður efst í hálsi að innanverðu að stykki og saumað niður. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur (sjá myndband í lista neðst á þessari vísbendingu hvernig á að gera teygjanlegan saum).

HNÚTUR:

Þú gerir hnút á toppnum á hverri jólasveinahúfu / hverju jólatré. Hnúturinn er hnýttur í kringum 1 lykkju. Klippið 2 þræði af litnum natur (húfa) / gulur (tré), hver ca 10 cm. Leggið þræðina saman og þræðið þræðina í gegnum efstu natur / gulu lykkjuna efst á húfu / tré, þannig að báðir þráðarendarnir liggi frá réttu á stykki, hvoru megin við lykkjuna. Hnýtið hnút, hnýtið síðan annan hnút, í gagnstæða átt – sjá teikningu. Klippið þræðina ½ cm (húfa) / 1 cm (tré).

Jólapeysan okkar er nú tilbúin og okkur hlakkar til að sjá þína. Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsalong og #DROPSChristmasKAL, ekki gleyma að senda myndirnar af árangrinum á #dropsfan gallery!

Ertu að leita að mynstri með jólahúfu úr einhverjum af þessum myndum með mynstri? Þá finnur þú þau hér (DROPS Children 41-19).

Vantar þig aðstoð?

Hér að neðan þá finnur þú lista með upplýsingum til aðstoðar við að klára jólapeysuna þína.

Ertu enn í vandræðum? Þú getur sent spurningar til okkar með því að skrifa í reitina neðst á síðunni og þá munu prjónasérfræðingarnir okkar reyna að aðstoða þig!

Skrifaðu athugasemd eða spurningu við þessa vísbendingu

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.