DROPS Extra / 0-1448

Step into the Holidays by DROPS Design

Prjónaðar tátiljur úr DROPS Nepal. Stykkið er prjónað með garðaprjóni og röndum. Stærð 35 – 42. Þema: Jól.

Leitarorð: hliðar, jól, rendur, tátiljur,

DROPS Design: Mynstur ne-300
Garnflokkur C eða A + A
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
Stærð: 35/37 – 38/39 – 40/42
Lengd á fæti: ca 22 – 24 – 27 cm

EFNI:
DROPS NEPAL frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
100-100-100 g litur 3608, djúprauður
50-50-50 g litur 6273, kirsuberjarauður

PRJÓNFESTA:
17 lykkjur á breidd og 34 umferðir á hæð með garðaprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS PRJÓNAR NR 5.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (4)

65% Ull, 35% Alpakka
frá 550.00 kr /50g
DROPS Nepal uni colour DROPS Nepal uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Nepal mix DROPS Nepal mix 572.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1650kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

RENDUR:
Prjónið 6-7-8 cm með rauðum, síðan * 2 umferðir garðaprjón með kirsuberjarauður, 2 umferðir garðaprjón með djúprauður *, prjónið frá *-* til loka.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2 fyrir frágang.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

TÁTILJA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka frá tá og aftur á hæl. Tátiljan er saumuð saman frá miðju framan á tá, undir il og upp að miðju aftan á hæl í lokin.

TÁTILJA:
Öll tátiljan er prjónuð í GARÐAPRJÓN og RENDUR – sjá útskýringu að ofan.
Fitjið upp 19-21-23 lykkjur á prjón 5 með djúprauður. Prjónið og aukið út um 1 lykkju (prjónið 2 lykkjur í 1 lykkju) í hvora hlið á stykki í annarri hverri umferð alls 20-22-23 sinnum = 59-65-69 lykkjur – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar útaukningar hafa verið gerðar til loka mælist stykkið ca 12-13-14 cm (mælt í prjónstefnu).
Næsta umferð er prjónuð þannig:
Prjónið 29-32-34 lykkjur, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri), prjónið þær 28-31-33 lykkjur sem eftir eru. Héðan er stykkið nú prjónað í tveimur hlutum (= 29-32-34 lykkjur í hvoru stykki). Haldið áfram með garðaprjón og fækkið um 1 lykkju (prjónið 2 lykkjur slétt saman) í hvorri hlið á stykki í annarri hverri umferð alls 12-14-15 sinnum = 5-4-4 lykkjur. Fækkið lykkjum síðan þannig:

STÆRÐ 35/37:
Prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman. Prjónið 1 umferð. Næsta umferð: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem voru prjónaðar. Klippið frá og dragið bandið í gegnum síðustu lykkjuna. Prjónið hitt stykkið alveg eins Stykkin mælast nú alls ca 20 cm (mælt í prjónstefnu).

STÆRÐ 38/39 - 40/42:
Prjónið 2 lykkjur slétt saman 2 sinnum. Prjónið 1 umferð. Næsta umferð: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. Klippið frá og dragið bandið í gegnum síðustu lykkjuna. Prjónið hitt stykkið alveg eins. Stykkið mælist alls ca 22-24 cm (mælt í prjónstefnu).

FRÁGANGUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2 fyrir frágang. Tátiljan er brotin saman tvöföld og saumuð saman fallega í ystu lykkjubogana frá punkti 1 að punkti 2 að punkti 3.
Prjónið hina tátiljuna alveg eins.

Mynstur

= op fyrir fót
= mitt ofan á fæti

Nadja 14.03.2019 - 21:29:

Hvis de skal laves i størrelse 46 hvor mange masker skal der så slåes op ?

DROPS Design 25.03.2019 kl. 13:11:

Hei Nadja. Denne oppskriften går kun til størrelse 40/42, og vi har dessverre ikke mulighet til å skrive den om til andre størrelser. Men om du selv ønsker å regne deg frem til hvordan du strikker de større må du gjerne gjøre det. Ta da eventuelt utgangspunkt i fotens lengde, legg til på lengden i forhold til de oppgitte målene i de andre størrelsene. Ellers kan du se på andre modeller som feks 0-1211. God fornøyelse

Lorraine Meeeeeeeeeeee 05.03.2019 - 06:29:

Encore une fois

DROPS Design 05.03.2019 kl. 11:59:

Bonjour Lorraine, vos commentaires passent, essayez de reformuler votre question, et si vous n'y arrivez pas, merci de bien vouloir nous indiquer sur notre page facebook les mots que vous utilisez pour que nous puissions ajuster si besoin. Merci. Bon tricot!

Lorraine M 05.03.2019 - 06:28:

Pour le moment je ne peu pas donner mon commentaire

Lorraine M 05.03.2019 - 06:24:

Je ne peux pas donner mon commentaire sur un modèle que je n'et pas tricoter

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1448

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.