DROPS Extra / 0-1419

Time for Romance by DROPS Design

Hekluð hjarta diskamotta fyrir Valentínusardaginn. Stykkið er heklað úr DROPS Paris.

DROPS Design: Mynstur w-731
Garnflokkur C eða A + A
-----------------------------------------------------------
Mál: Breidd: ca 37 cm. Hæð: ca 34 cm.
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
150 g litur 12, rauður

Einnig er hægt að hekla stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur C)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HEKLUNÁL NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 18 stuðlar verði 10 cm á breidd.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!


100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 924kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Fyrsta umferð er útskýrð í uppskrift.
----------------------------------------------------------

DISKAMOTTA:
Stykkið er heklað í hring með byrjun frá miðju á hjarta. Stykkið byrjar við ör sem sýnir stefnu á uppfitinu. Byrjað er með loftlykkju umferð = breið svört lína í miðju á mynsturteikningu. Í lokin á þessari loftlykkju umferð er þríhyrningur, 1. umferð byrjar hér (= bogalaga tákn).
1. UMFERÐ, sem einnig er sýnd í mynsturteikningu, á að hekla eftir útskýringu sem skrifuð er í uppskrift að neðan.

UPPFITJUN: Heklið 61 loftlykkjur með heklunál 3,5 með Paris.
UMFERÐ 1: Heklið 3 loftlykkjur (= þessar 3 loftlykkjur koma í stað fyrsta stuðul), snúið og heklið 6 stuðla í 4. loftlykkju frá heklunálinni, * 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 loftlykkjur, 1 stuðull í næstu loftlykkju *, heklið frá *-* alls 9 sinnum, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 loftlykkjur, nú er heklað áfram í kringum hornið á hjartanu þannig: Heklið 1 stuðul + 5 loftlykkjur + 1 stuðul í næstu loftlykkju, heklið áfram * 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 loftlykkjur, 1 stuðull í næstu loftlykkju *, heklið frá *-* alls 9 sinnum, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 loftlykkjur, heklið 7 stuðla í næstu loftlykkju, * 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 loftlykkjur, 1 stuðul í næstu loftlykkju *, heklið frá *-* alls * sinnum, hoppið yfir 5 loftlykkjur, * 1 stuðul í næstu loftlykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 loftlykkjur *, heklið frá *-* alls 9 sinnum, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun á umferð.
ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
Haldið áfram hringinn eftir mynsturteikningu A.1 (meðtaldar A.2c og A.2d) þar til A.1 hefur verið heklað til loka (= 4 umferðir).
Heklið síðan í hring þannig: Heklið A.2a, eftir það A.2b alls 6 sinnum á breidd, A.2c alls 12 sinnum á breidd, A.2d, eftir það A.2c alls 13 sinnum á breidd, A.2e alls 6 sinnum á breidd, A.2f og A.2g. Haldið áfram hringinn þar til A.2 hefur verið heklað til loka. Klippið frá og festið enda.
Til að diskamottan verði stíf – er hægt að dýfa henni í sykurvatn eða litlausan gosdrykk og leggja flata til þerris.

Mynstur

= uppfitjun - sjá útskýringu í uppskrift að ofan
= uppfitjunin byrjar hér og er heklað í þá átt sem örin vísar - þessar loftlykkjur eru útskýrðar í uppskrift
= 1. umferð byrjar hér - umferðin er útskýrð í uppskrift
= 2 loftlykkjur
= 5 loftlykkjur
= 1 stuðull um loftlykkjuboga
= 1 stuðull í lykkju
= 1 stuðull í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri umferð
= 2 stuðlar í sömu lykkju
= umferðin byrjar með 3 loftlykkjum og endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun á umferð

Arnhild 19.12.2018 - 23:42:

Der er fejl i opskriften, A.2e skal strikkes 1 gang, og A.2f 6 gange

Viktoria 03.10.2018 - 14:00:

Jag kan inte se något diagram. Har bilden tagits bort?

DROPS Design 03.10.2018 kl. 15:28:

Hej Viktoria, så ligger diagrammet där det skall :)

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1419

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.