DROPS Extra / 0-1340

Heart and Soul by DROPS Design

Prjónuð og þæfð karfa með hjörtum fyrir jólin úr DROPS Nepal eða DROPS Alaska

DROPS Design: Mynstur nr ne-238
Garnflokkur C eða A + A
----------------------------------------------------------
Mál fyrir þæfingu: Þvermál: ca 27-33-36 cm.
Hæð með broti: ca 16 cm í öllum stærðum.
Mál eftir þæfingu: Þvermál: ca 17-21-23 cm. Hæð með broti: ca 10 cm í öllum stærðum.
Efni:
DROPS NEPAL frá Garnstudio
100 g í öllum stærðum nr 0501, grár
150 g í öllum stærðum nr 3620, rauður

Eða notið:
DROPS ALASKA frá Garnstudio
100 g í allar stærðir nr 03, ljós grár
150 g í allar stærðir nr 10, rauður

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 l x 22 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
EFTIR ÞÆFINGU: 22 l x 34 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (1)

65% Ull, 35% Alpakka
frá 550.00 kr /50g
DROPS Nepal uni colour DROPS Nepal uni colour 550.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Nepal mix DROPS Nepal mix 572.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2750kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1. Teikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu.
----------------------------------------------------------

KARFA:
Stykkið er prjónað í hring með sléttprjóni.
Fitjið upp 8 l með rauðum Nepal eða Alaska og skiptið þeim niður á 4 sokkaprjóna nr 5 (skiptið yfir á hringprjóna eftir þörf). Prjónið 1 umf sléttprjón hringinn jafnframt því sem aukið er út með því að prjóna 2 l sl í hverja l = 16 l. Setjið 8 prjónamerki í stykkið með 2 l á milli prjónamerkja. Haldið áfram hringinn með sléttprjóni – JAFNFRAMT er aukið út með því að slá uppá prjóninn á eftir hverju prjónamerki (= 8 uppslættir í umf) í annarri hverri umf – (í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram þar til 120-144-160 l eru á prjóni. Stykkið mælist ca 13-15-17 cm frá miðju. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

KANTUR:
Prjónið 1 umf þar sem aukið er út um 6-0-2 l jafnt yfir = 126-144-162 l. Haldið áfram með rauðum Nepal eða Alaska og sléttprjóni þar til stykkið mælist 12 cm í öllum stærðum. Prjónið síðan með gráum Nepal eða Alaska, en snúið stykkinu og prjónið í hring í gagnstæða átt (þannig að réttan snúi út þegar kanturinn er brotinn út). Þegar stykkið mælist 19 cm í öllum stærðum er mynstur prjónað þannig: Prjónið A.1 (= alls 7-8-9 mynstureiningar í umf). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka áhæðina eru prjónaðar 3 umf sléttprjón með gráum. Prjónið 1 umf br og 1 umf sl, áður en fellt er laust af með br.

ÞÆFING:
Setjið körfuna í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar. Karfan er formuð til í rétta stærð á meðan hún er enn rök – sjá mál efst í uppskrift! Síðar er stykkið þvegið eins og venjuleg ullarflík. Brjótið efsta kantinn út ca 7 cm í öllum stærðum.

Mynstur

= grár
= rauður

Catherine 07.03.2018 - 14:53:

Hoy he terminado la cesta ,muy bonita y facíl a hacer ,

Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1340

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.