DROPS / 189 / 18

Afternoon Tea by DROPS Design

Prjónaðir pottaleppar með brotnu perluprjóni og lykkju. Stykkið er prjónað úr DROPS Safran.

DROPS Design: Mynstur e-283
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------
Mál: ca 20 x 20 cm
Efni:
DROPS SAFRAN frá Garnstudio (tilheyrir garnflokkur A)
50 g litur 17, hvítur
50 g litur 06, gallabuxnablár

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur og 32 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (6)

100% Bómull
frá 374.00 kr /50g
DROPS Safran uni colour DROPS Safran uni colour 374.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 748kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

BROTIÐ PERLUPRJÓN 1:
UMFERÐ 1 (hvítur): * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin *, endurtakið frá *-*
UMFERÐ 2 (gallabuxnablár): slétt
UMFERÐ 3 (hvítur): * 1 lykkja brugðin, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-*
UMFERÐ 4 (gallabuxnablár): slétt
Endurtakið þessar 4 umferðir.

BROTIÐ PERLUPRJÓN 2:
UMFERÐ 1 (gallabuxnablár): * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin *, prjónið frá *-*
UMFERÐ 2 (hvítur): slétt
UMFERÐ 3 (gallabuxnablár): * 1 lykkja brugðin, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-*
UMFERÐ 4 (hvítur): slétt
Endurtakið þessar 4 umferðir.
----------------------------------------------------------

POTTALEPPAR:
Pottaleppurinn er prjónaður í hring á hringprjón og saumaður saman í lokin. Það eru 2 mismunandi litasamsetningar.

Fitjið upp 96 lykkjur á hringprjón 3 með gallabuxnablár. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð. Skiptið yfir í hvítan og prjónið mynstur – lesið BROTIÐ PERLUPRJÓN 1. Þegar stykkið mælist ca 19 cm, stillið af að síðasta umferð sé með hvítum, skiptið yfir í gallabuxnablár og prjónið 2 umferðir garðaprjón. Prjónið síðan lykkju sem fellur inn í pottaleppinn þannig: Prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir í lok umferðar, fitjið upp 20 nýjar lykkjur, prjónið 2 síðustu lykkjurnar slétt saman. Snúið stykkinu með rönguna út, fellið af frá röngu með sléttar lykkjur yfir allar lykkjur. Snúið stykkinu þannig að réttan liggi út. Brjótið pottaleppinn þannig að hann liggi flatur og með lykkjuna í hlið á stykki. Saumið pottaleppinn saman meðfram affellingarkanti og meðfram uppfitjunarkanti með smáu spori – saumið í lykkjubogana sem eru að innanverðu á báðum hliðum þannig að saumurinn verði ekki þykkur. Klippið frá og festið enda.

Prjónið annan pottalepp alveg eins, en þegar mynstrið er prjónað er prjónað BROTIÐ PERLUPRJÓN 2.

Bente Beith 12.12.2018 - 16:55:

Hallo, reichen die 100g für 2 Topflappen oder brauche ich die doppelte Menge? Viele Grüße, Bente

DROPS Design 13.12.2018 kl. 12:32:

Liebe Frau Beith, ja genau, die 2 x 50 g genügen für die beiden Topflappen in je eine Farbe. Viel Spaß beim stricken!

Rumpelstiltzchen 28.12.2017 - 11:26:

Cool, edgy interpretation of the staid old pot holder. ......very nice !

Lisa 19.12.2017 - 21:51:

Beautiful edge dimension

Pia 13.12.2017 - 12:04:

Meget trendy grydelapper. De må gerne komme med i kollektionen.

Katrin 12.12.2017 - 18:56:

Interessantes Muster, moderner Style: sehr gut! ( auch sehr schön fotografiert!)

Véronique 11.12.2017 - 16:03:

Bel ensemble à tricoter avec le modèle e-284 . Vous ferez des envieuses .

Skrifaðu athugasemd um DROPS 189-18

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.